Aðgerðir í leikskólamálum skila árangri Skúli Þór Helgason skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Mun betur gengur að ráða í lausar stöður á leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi en undanfarin ár. Lausar stöður eru nú helmingi færri í leikskólum og grunnskólum en á sama tíma í fyrra og horfurnar betri í frístund. Nú er búið að ráða í nær 94% stöðugilda í leikskólum borgarinnar og 98% í grunnskólunum. Eftir er að ráða í 62 stöðugildi á leikskólum sem er að meðaltali eitt stöðugildi á hvern hinna 62 leikskóla borgarinnar. Tvöfalt fleiri leikskólar eru fullmannaðir. Þennan árangur má þakka góðu samstarfi stjórnenda leikskóla og starfsfólks skóla- og frístundasviðs, markvissri kynningarherferð um mikilvægasta starf í heimi, markhópavinnu gagnvart háskólanemum og ungu fólki og kynningu á þeim umtalsverðu hlunnindum sem bjóðast starfsfólki hjá leikskólum borgarinnar, s.s. afslætti af leikskólagjöldum, samgöngustyrkjum, ókeypis máltíðum, menningar- og sundkortum, fjármagni til heilsueflingar o.m.fl. Síðast en ekki síst hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að bæta starfsumhverfið, s.s. með hækkun launa, fjölgun undirbúningstíma, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun starfsfólks á elstu deildum o.fl. Þróunin er í rétta átt en vissulega er enn verk að vinna. Við verðum ekki ánægð fyrr en leikskólarnir eru fullmannaðir og öll börn með úthlutað leikskólarými hafa hafið sína leikskólagöngu. Nú eru um 200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og er því langur vegur frá að fullyrðingar um 1.600 barna biðlista fái staðist. Það sem meira er, allt bendir til að öll þessi 200 börn fái boð um leikskólavist í haust því nú eru ríflega 300 laus pláss á leikskólum borgarinnar. Og horfurnar eru góðar því við munum fjölga leikskólaplássum í haust með nýjum deildum við nokkra eftirsóttustu leikskóla borgarinnar og fjölgun barna við einkarekna leikskóla. Nýr meirihluti í borginni ætlar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla auk aðgerða til að styrkja dagforeldrakerfið. Eftir þeirri stefnu störfum við af fullum krafti samhliða baráttu við að fjölga leikskólakennurum sem er forgangsmál til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mun betur gengur að ráða í lausar stöður á leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi en undanfarin ár. Lausar stöður eru nú helmingi færri í leikskólum og grunnskólum en á sama tíma í fyrra og horfurnar betri í frístund. Nú er búið að ráða í nær 94% stöðugilda í leikskólum borgarinnar og 98% í grunnskólunum. Eftir er að ráða í 62 stöðugildi á leikskólum sem er að meðaltali eitt stöðugildi á hvern hinna 62 leikskóla borgarinnar. Tvöfalt fleiri leikskólar eru fullmannaðir. Þennan árangur má þakka góðu samstarfi stjórnenda leikskóla og starfsfólks skóla- og frístundasviðs, markvissri kynningarherferð um mikilvægasta starf í heimi, markhópavinnu gagnvart háskólanemum og ungu fólki og kynningu á þeim umtalsverðu hlunnindum sem bjóðast starfsfólki hjá leikskólum borgarinnar, s.s. afslætti af leikskólagjöldum, samgöngustyrkjum, ókeypis máltíðum, menningar- og sundkortum, fjármagni til heilsueflingar o.m.fl. Síðast en ekki síst hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að bæta starfsumhverfið, s.s. með hækkun launa, fjölgun undirbúningstíma, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun starfsfólks á elstu deildum o.fl. Þróunin er í rétta átt en vissulega er enn verk að vinna. Við verðum ekki ánægð fyrr en leikskólarnir eru fullmannaðir og öll börn með úthlutað leikskólarými hafa hafið sína leikskólagöngu. Nú eru um 200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og er því langur vegur frá að fullyrðingar um 1.600 barna biðlista fái staðist. Það sem meira er, allt bendir til að öll þessi 200 börn fái boð um leikskólavist í haust því nú eru ríflega 300 laus pláss á leikskólum borgarinnar. Og horfurnar eru góðar því við munum fjölga leikskólaplássum í haust með nýjum deildum við nokkra eftirsóttustu leikskóla borgarinnar og fjölgun barna við einkarekna leikskóla. Nýr meirihluti í borginni ætlar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla auk aðgerða til að styrkja dagforeldrakerfið. Eftir þeirri stefnu störfum við af fullum krafti samhliða baráttu við að fjölga leikskólakennurum sem er forgangsmál til framtíðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar