Vitleysisgangur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 06:00 Íslenskir stjórnmálamenn hafa hin síðustu ár ekki átt ýkja mikinn kost á því að baða sig í aðdáun landsmanna, þar sem hún hefur verið í algjöru lágmarki. Ætla mætti að metnaðarfullir stjórnmálamenn myndu ekki fórna höndum í uppgjöf vegna fremur aums hlutskiptis síns heldur leitast við að snúa viðhorfinu til betri vegar. Það gera þeir vitanlega best með því að vinna þannig að sómi sé að. Því miður er sumum þeirra það gjörsamlega um megn. Í umræðu um stjórnmálamenn sem valda ekki verkefnum sem þeim hafa verið falin hlýtur hugurinn að leita til borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarbúar, sem kusu þá til starfa fyrr á þessu ári, hafa örugglega gert ráð fyrir því að þessir fulltrúar þeirra sæju sér fært að sinna starfi sínu og nýta orku sína í þágu góðra verka. Nú er ljóst að borgarfulltrúar, bæði í meirihluta og minnihluta, ráða engan veginn við þetta sjálfsagða verkefni. Þeir eyða ómældum tíma í að bera hver annan alls kyns sökum og orð eins og „einelti“, „leki“ og „trúnaðarbrestur“ koma þar mjög við sögu. Hvert tilfinningalegt upphlaupið rekur annað hjá borgarfulltrúum sem virðast ófærir um að sýna sjálfstjórn. Vitleysisgangur þessa fólks nær hámarki þegar það vill leiða umræðuna út í það hvort ákveðinn borgarfulltrúi hafi ullað á einn borgarfulltrúa minnihlutans eða tvo. Borgarbúar fylgjast furðu lostnir með og hljóta að velta því fyrir sér hvort allt þetta vanstillta fólk eigi eitthvert erindi í stjórnmál og hvort það sé virkilega fært um að taka yfirvegaðar ákvarðanir er varða hag Reykvíkinga. Ástæða er til að efast um það. Borgarfulltrúarnir virðast vera í krónísku tilfinningauppnámi vegna þess að þeim er gert að sitja saman á fundum í Ráðhúsinu. Þar neyðast þeir til að eiga samskipti, sem eru þeim nánast óbærileg. Ekki virðist hvarfla að þeim að það sé valkostur í stöðunni að bíta á jaxlinn frekar en að góla um fólsku pólitískra andstæðinga. Þessi ítrekuðu neyðarköll rata vitanlega í fjölmiðla sem gera þeim góð skil og „fórnarlömbin“ eru æði dugleg að mæta í viðtöl og tíunda raunir sínar. Ekki bjuggust margir svo sem við því að meirihluta og minnihluta borgarstjórnar myndi semja sérlega vel, en fæstir hafa örugglega séð fyrir að gagnkvæm andúð myndi leiða þá út í það öngstræti sem þeir eru nú komnir í. Borgarfulltrúarnir eru orðnir að athlægi og hafðir að háði og spotti, ekki bara um allan bæ heldur allt land. Með afar heimskulegri framkomu hafa þeir gjaldfellt sig á skömmum tíma. Málið er ekki verulega flókið, það snýst bara um að hegða sér sómasamlega á vinnustað. Það tekst hinum venjulega borgara yfirleitt ágætlega á sínum vinnustað, þótt þar starfi fólk sem hefur ekki sömu skoðanir á málum og hann. Borgarfulltrúar, sem eiga að vera sómasamlegir fulltrúar kjósenda, ættu að taka sér vinnandi fólk til fyrirmyndar og reyna að haga sér skikkanlega. Þeir voru kosnir til þess en ekki til að verða sér hvað eftir annað til háborinnar skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn hafa hin síðustu ár ekki átt ýkja mikinn kost á því að baða sig í aðdáun landsmanna, þar sem hún hefur verið í algjöru lágmarki. Ætla mætti að metnaðarfullir stjórnmálamenn myndu ekki fórna höndum í uppgjöf vegna fremur aums hlutskiptis síns heldur leitast við að snúa viðhorfinu til betri vegar. Það gera þeir vitanlega best með því að vinna þannig að sómi sé að. Því miður er sumum þeirra það gjörsamlega um megn. Í umræðu um stjórnmálamenn sem valda ekki verkefnum sem þeim hafa verið falin hlýtur hugurinn að leita til borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarbúar, sem kusu þá til starfa fyrr á þessu ári, hafa örugglega gert ráð fyrir því að þessir fulltrúar þeirra sæju sér fært að sinna starfi sínu og nýta orku sína í þágu góðra verka. Nú er ljóst að borgarfulltrúar, bæði í meirihluta og minnihluta, ráða engan veginn við þetta sjálfsagða verkefni. Þeir eyða ómældum tíma í að bera hver annan alls kyns sökum og orð eins og „einelti“, „leki“ og „trúnaðarbrestur“ koma þar mjög við sögu. Hvert tilfinningalegt upphlaupið rekur annað hjá borgarfulltrúum sem virðast ófærir um að sýna sjálfstjórn. Vitleysisgangur þessa fólks nær hámarki þegar það vill leiða umræðuna út í það hvort ákveðinn borgarfulltrúi hafi ullað á einn borgarfulltrúa minnihlutans eða tvo. Borgarbúar fylgjast furðu lostnir með og hljóta að velta því fyrir sér hvort allt þetta vanstillta fólk eigi eitthvert erindi í stjórnmál og hvort það sé virkilega fært um að taka yfirvegaðar ákvarðanir er varða hag Reykvíkinga. Ástæða er til að efast um það. Borgarfulltrúarnir virðast vera í krónísku tilfinningauppnámi vegna þess að þeim er gert að sitja saman á fundum í Ráðhúsinu. Þar neyðast þeir til að eiga samskipti, sem eru þeim nánast óbærileg. Ekki virðist hvarfla að þeim að það sé valkostur í stöðunni að bíta á jaxlinn frekar en að góla um fólsku pólitískra andstæðinga. Þessi ítrekuðu neyðarköll rata vitanlega í fjölmiðla sem gera þeim góð skil og „fórnarlömbin“ eru æði dugleg að mæta í viðtöl og tíunda raunir sínar. Ekki bjuggust margir svo sem við því að meirihluta og minnihluta borgarstjórnar myndi semja sérlega vel, en fæstir hafa örugglega séð fyrir að gagnkvæm andúð myndi leiða þá út í það öngstræti sem þeir eru nú komnir í. Borgarfulltrúarnir eru orðnir að athlægi og hafðir að háði og spotti, ekki bara um allan bæ heldur allt land. Með afar heimskulegri framkomu hafa þeir gjaldfellt sig á skömmum tíma. Málið er ekki verulega flókið, það snýst bara um að hegða sér sómasamlega á vinnustað. Það tekst hinum venjulega borgara yfirleitt ágætlega á sínum vinnustað, þótt þar starfi fólk sem hefur ekki sömu skoðanir á málum og hann. Borgarfulltrúar, sem eiga að vera sómasamlegir fulltrúar kjósenda, ættu að taka sér vinnandi fólk til fyrirmyndar og reyna að haga sér skikkanlega. Þeir voru kosnir til þess en ekki til að verða sér hvað eftir annað til háborinnar skammar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun