Óþarfa afskipti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Það varð okkur til happs að íslenska ríkið gekkst ekki í ábyrgð fyrir bankana þegar þeir hrundu fyrir hartnær tíu árum. Einn helsti lærdómur fjármálakreppunnar er nefnilega sá að ríkið á ekki að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja heldur er heillavænlegast að fólk og fyrirtæki axli ábyrgð á eigin gjörðum. Í fræðunum er talað um freistnivanda þegar menn fara með peninga annarra en þurfa ekki að taka ábyrgð á því ef þeir tapast. Í fjármálakreppunni birtist vandinn með þeim hætti að stjórnendur margra af stærstu bönkum heims gátu tekið meiri áhættu en ella í trausti þess að ríkið hlypi undir bagga ef illa færi. Þeir nutu hagnaðar þegar vel áraði en skattborgarar báru tapið þegar í harðbakkann sló. Það fór því um mig ónotakennd þegar ég las nýverið fregnir um að stjórnvöld hefðu komið á fót sérstökum hópi til þess að fylgjast með stöðu fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, og útbúa viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri fyrirtækjanna. Afkoma flugfélaganna hefur vissulega versnað hratt undanfarið, einkum vegna harðari samkeppni og hærra olíuverðs, og er staða þeirra tvísýn um þessar mundir. Það er áhyggjuefni í ljósi þess hve mikilvæg félögin hafa verið fyrir framgang ferðaþjónustunnar. Engu að síður má spyrja hvaða erindi stjórnvöld telja sig eiga til að greina stöðu einstakra einkafyrirtækja sem eiga auk þess í harðri samkeppni. Flugfélögin þurfa síst á því að halda að misvitrir stjórnmálamenn flæki sig inn í rekstur þeirra. Í stað ríkisinngripa verðum við að láta fyrirtæki bera ábyrgð á eigin ákvörðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kristinn Ingi Jónsson WOW Air Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það varð okkur til happs að íslenska ríkið gekkst ekki í ábyrgð fyrir bankana þegar þeir hrundu fyrir hartnær tíu árum. Einn helsti lærdómur fjármálakreppunnar er nefnilega sá að ríkið á ekki að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja heldur er heillavænlegast að fólk og fyrirtæki axli ábyrgð á eigin gjörðum. Í fræðunum er talað um freistnivanda þegar menn fara með peninga annarra en þurfa ekki að taka ábyrgð á því ef þeir tapast. Í fjármálakreppunni birtist vandinn með þeim hætti að stjórnendur margra af stærstu bönkum heims gátu tekið meiri áhættu en ella í trausti þess að ríkið hlypi undir bagga ef illa færi. Þeir nutu hagnaðar þegar vel áraði en skattborgarar báru tapið þegar í harðbakkann sló. Það fór því um mig ónotakennd þegar ég las nýverið fregnir um að stjórnvöld hefðu komið á fót sérstökum hópi til þess að fylgjast með stöðu fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, og útbúa viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri fyrirtækjanna. Afkoma flugfélaganna hefur vissulega versnað hratt undanfarið, einkum vegna harðari samkeppni og hærra olíuverðs, og er staða þeirra tvísýn um þessar mundir. Það er áhyggjuefni í ljósi þess hve mikilvæg félögin hafa verið fyrir framgang ferðaþjónustunnar. Engu að síður má spyrja hvaða erindi stjórnvöld telja sig eiga til að greina stöðu einstakra einkafyrirtækja sem eiga auk þess í harðri samkeppni. Flugfélögin þurfa síst á því að halda að misvitrir stjórnmálamenn flæki sig inn í rekstur þeirra. Í stað ríkisinngripa verðum við að láta fyrirtæki bera ábyrgð á eigin ákvörðunum.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun