Svipting atvinnuréttinda Þórður Ingi Bjarnason skrifar 5. september 2018 10:11 Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun