Töfralausnin Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. september 2018 07:00 Æskilegt hlutfall bólusettra þarf að vera 95 prósent til að hindra útbreiðslu ef mislingar berast til landsins. Samkvæmt upplýsingum Embættis landlæknis um þátttöku í almennum bólusetningum barna á Íslandi í fyrra var hlutfall þátttöku í MMR-bólusetningunni (mislingar, hettusótt, rauðir hundar) við 18 mánaða aldur undir viðmiðunarmörkum á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 91 prósent. Hlutfall bólusettra hér á landi hefur minnkað á undanförnum árum. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og smitleiðir til landsins verða fleiri og margþættari, og um leið og fjöldi mislingasmita nær nýjum hæðum í Evrópu. Umræðan um að gera bólusetningar að skyldu hefur því á ný, og ekki að tilefnislausu, skotið upp kollinum. Vísbendingar eru um að flestir foreldrar hér á landi muni taka jákvætt í slíka breytingu. Könnun Fréttablaðsins frá því í mars 2015 gaf til kynna að 82 prósent landsmanna væru hlynnt því bólusetningar yrðu skyldubundnar. Um leið er vitað að yfirgnæfandi hluti Íslendinga er almennt hlynntur bólusetningum, eða í kringum 95 prósent. Af hverju erum við þá undir viðmiðunarmörkum? Sóttvarnalæknir hefur bent á að bæta þurfi eftirlit með þátttöku í bólusetningum; að tímar í ungbarnavernd sem falla niður verði endurbókaðir, að óbólusett börn fái sprautu þegar þau fara í læknisheimsókn af öðrum ástæðum. Lykilatriði í tengslum við bólusetningar er og verður fræðsla. Okkar kynslóð hefur takmarkaða reynslu af þeim hörmungum sem Íslendingar forðum daga upplifðu er hver farsóttin á fætur annarri dundi á landinu. Pestir sem þessar eru nú lítið annað en stuttur kafli í sögubókunum. Lækkandi hlutfall bólusettra víða í Evrópu ber með sér skýr merki vanþekkingar á mikilvægi bólusetninga og, í sumum tilfellum, vantrausts á læknavísindunum. Svo má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði nauðsynlegt að grípa til beinna aðgerða, t.d. með því að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólagöngu. Á þeim tímapunkti verður vonandi horft til reynslu þeirra Evrópuþjóða sem innleitt hafa hvata af þessu tagi. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á aukið hlutfall bólusettra barna í löndum þar sem þær eru skylda. Innleiðing skyldubundinna bólusetninga á Íslandi mun fyrst og fremst beinast að afar fámennum hópi einstaklinga sem af einhverjum ástæðum ber ekki traust til læknavísindanna, og er ólíklegur til þess að taka sönsum á þeim forsendum einum að nú séu bólusetningar skylda, en ekki valkvæðar. Þvert á móti fær þessi hópur þar með staðfestingu á sinni afvegaleiddu sannfæringu. Að öllum líkindum er heppilegasta leiðin blanda jákvæðra hvata og aukinnar fræðslu. Samtalið eitt, eins og það samtal sem á sér stað nú, getur hjálpað svo lengi sem það byggir á staðreyndum og fer fram án gífuryrða og öfga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Æskilegt hlutfall bólusettra þarf að vera 95 prósent til að hindra útbreiðslu ef mislingar berast til landsins. Samkvæmt upplýsingum Embættis landlæknis um þátttöku í almennum bólusetningum barna á Íslandi í fyrra var hlutfall þátttöku í MMR-bólusetningunni (mislingar, hettusótt, rauðir hundar) við 18 mánaða aldur undir viðmiðunarmörkum á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 91 prósent. Hlutfall bólusettra hér á landi hefur minnkað á undanförnum árum. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og smitleiðir til landsins verða fleiri og margþættari, og um leið og fjöldi mislingasmita nær nýjum hæðum í Evrópu. Umræðan um að gera bólusetningar að skyldu hefur því á ný, og ekki að tilefnislausu, skotið upp kollinum. Vísbendingar eru um að flestir foreldrar hér á landi muni taka jákvætt í slíka breytingu. Könnun Fréttablaðsins frá því í mars 2015 gaf til kynna að 82 prósent landsmanna væru hlynnt því bólusetningar yrðu skyldubundnar. Um leið er vitað að yfirgnæfandi hluti Íslendinga er almennt hlynntur bólusetningum, eða í kringum 95 prósent. Af hverju erum við þá undir viðmiðunarmörkum? Sóttvarnalæknir hefur bent á að bæta þurfi eftirlit með þátttöku í bólusetningum; að tímar í ungbarnavernd sem falla niður verði endurbókaðir, að óbólusett börn fái sprautu þegar þau fara í læknisheimsókn af öðrum ástæðum. Lykilatriði í tengslum við bólusetningar er og verður fræðsla. Okkar kynslóð hefur takmarkaða reynslu af þeim hörmungum sem Íslendingar forðum daga upplifðu er hver farsóttin á fætur annarri dundi á landinu. Pestir sem þessar eru nú lítið annað en stuttur kafli í sögubókunum. Lækkandi hlutfall bólusettra víða í Evrópu ber með sér skýr merki vanþekkingar á mikilvægi bólusetninga og, í sumum tilfellum, vantrausts á læknavísindunum. Svo má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði nauðsynlegt að grípa til beinna aðgerða, t.d. með því að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólagöngu. Á þeim tímapunkti verður vonandi horft til reynslu þeirra Evrópuþjóða sem innleitt hafa hvata af þessu tagi. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á aukið hlutfall bólusettra barna í löndum þar sem þær eru skylda. Innleiðing skyldubundinna bólusetninga á Íslandi mun fyrst og fremst beinast að afar fámennum hópi einstaklinga sem af einhverjum ástæðum ber ekki traust til læknavísindanna, og er ólíklegur til þess að taka sönsum á þeim forsendum einum að nú séu bólusetningar skylda, en ekki valkvæðar. Þvert á móti fær þessi hópur þar með staðfestingu á sinni afvegaleiddu sannfæringu. Að öllum líkindum er heppilegasta leiðin blanda jákvæðra hvata og aukinnar fræðslu. Samtalið eitt, eins og það samtal sem á sér stað nú, getur hjálpað svo lengi sem það byggir á staðreyndum og fer fram án gífuryrða og öfga.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar