Að bjarga Líf(um) – Opið bréf til borgarfulltrúa VG Kári Stefánsson skrifar 4. september 2018 07:00 Ágæta Líf, pólitísk átök í okkar heimi hafa gjarnan staðið um rétt einstaklingsins í samfélaginu annars vegar og skyldur hans hins vegar; til dæmis, hversu mikið á hann að greiða í opinber gjöld og hvað á hann að fá í staðinn? Önnur deilumál sem skjóta upp kollinum reglulega eru hvernig eigi að taka á því þegar réttur einstaklingsins stangast á við þarfir samfélagsins eða þegar réttur einstaklings stangast á við rétt annarra einstaklinga. Félagshyggjufólkið, þeir sem eru til vinstri í pólitík, sósíalistarnir hafa til þessa haldið því fram að réttur einstaklingsins eigi oft að víkja fyrir þörfum samfélagsins og frjálshyggjufólkið, íhaldspakkið verið á þeirri skoðun að réttur einstaklingsins sé sá sem oftast eigi að vinna. Þetta er dálítið flókið í dag vegna þess að það er svo erfitt að draga fólk í dilka. Þetta var allt miklu einfaldara á kaldastríðsárunum, biti framan vinstra og maðurinn var kommi, sneitt aftan hægra og maðurinn var íhald og maður vissi upp á hár hvaða afstöðu þeir tóku til alls konar mála. Ekkert er svona einfalt í dag og það örlar á söknuði. Eitt nýlegt deilumál í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir ljóslega fram á að það sé búið að moka að hluta til ofan í gjána sem skildi að pólitísku blokkirnar stóru eða í það minnsta leggja yfir hana göngubrú. Málið er svona: Mislingar eru alvarlegur veirusjúkdómur barna sem getur meðal annars leitt til banvænnar bakteríusýkingar í lungum eða bólgumyndunar í hvítaefni heilans og varanlegs heilaskaða. Mislingum var haldið í skefjum í vestrænum heimi um áratugi með bólusetningum þótt það hafi ekki gengið eins vel alls staðar í þriðja heiminum. Upp á síðkastið hefur gengið verr en áður að fá foreldra til þess að láta bólusetja börn sín við mislingum og sjúkdómurinn hefur sprottið upp víða um lönd og valdið dauða barna. Eina leiðin til þess að stemma stigu við þessu er að brýna foreldra til bólusetningar barna sinna. Hildur Björnsdóttir, sem situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og á sjálf ung börn, lagði til um daginn að það yrði gert að skilyrði fyrir því að börn yrðu tekin inn í leikskóla borgarinnar að það væri búið að bólusetja þau fyrir mislingum. Þetta er aðferð sem ég þekki frá tuttugu ára dvöl minni í Bandaríkjunum þar sem við urðum að framvísa bólusetningavottorði á hverju hausti þegar börnin byrjuðu í skóla. En þú, Líf Magneudóttir, sósíalistinn sjálfur gast ekki tekið undir tillöguna, fannst hún harkaleg og vega að rétti foreldra til þess ákvarða um örlög barna sinna. Þessi réttur foreldra til þess að láta ekki bólusetja börn sín fyrir mislingum er í raun rétturinn til þess að meiða börn annarra ef svo óheppilega vill til að sjúkdómurinn blossi upp en ef ekki þá rétturinn til þess að setja börn annarra í hættu. Það ber öllum saman um að við þurfum að verja börnin okkar gegn mislingum með bólusetningum en það er ekki ljóst hversu stóran hundraðshluta þarf að bólusetja til þess að halda sjúkdómnum niðri. Í því samhengi er rétturinn til þess að láta ekki bólusetja barnið þitt fyrir mislingum rétturinn til þess að krefjast þess að önnur börn en þín sjái um að verja hópinn og þar með þín börn gegn sjúkdómnum. Einn af sérfæðingum mínum í blessun sósíalismans benti mér á að þótt foreldrar sem vilja ekki láta bólusetja börn sín séu að taka rangar ákvarðanir megi ekki láta það bitna á börnum þeirra. Mitt svar við því er að það er enn verra að láta það bitna á börnum annarra. Líf, það er í algjöru ósamræmi við grundvallarprinsip sósíalismans að leggjast gegn tillögu Hildar sem miðast við að einstaklingarnir færi lágmarksfórn til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Hvernig stendur á því að þú lagðir ekki sjálf fram þessa tillögu heldur kona úr röðum íhaldsins svarta? Þetta ruglar mig í ríminu og veldur mér áhyggjum og mér er ekki ljóst hvort ég ætti að taka bílveikitöflu eða það ætti að senda þig upp í sveit til endurmenntunar í stíl Maós. En hitt veit ég fyrir víst að ég held áfram að hrífast af því hvernig Hildur reynir að hlúa fallega að þeim minnstu í því samfélagi sem hún býr í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæta Líf, pólitísk átök í okkar heimi hafa gjarnan staðið um rétt einstaklingsins í samfélaginu annars vegar og skyldur hans hins vegar; til dæmis, hversu mikið á hann að greiða í opinber gjöld og hvað á hann að fá í staðinn? Önnur deilumál sem skjóta upp kollinum reglulega eru hvernig eigi að taka á því þegar réttur einstaklingsins stangast á við þarfir samfélagsins eða þegar réttur einstaklings stangast á við rétt annarra einstaklinga. Félagshyggjufólkið, þeir sem eru til vinstri í pólitík, sósíalistarnir hafa til þessa haldið því fram að réttur einstaklingsins eigi oft að víkja fyrir þörfum samfélagsins og frjálshyggjufólkið, íhaldspakkið verið á þeirri skoðun að réttur einstaklingsins sé sá sem oftast eigi að vinna. Þetta er dálítið flókið í dag vegna þess að það er svo erfitt að draga fólk í dilka. Þetta var allt miklu einfaldara á kaldastríðsárunum, biti framan vinstra og maðurinn var kommi, sneitt aftan hægra og maðurinn var íhald og maður vissi upp á hár hvaða afstöðu þeir tóku til alls konar mála. Ekkert er svona einfalt í dag og það örlar á söknuði. Eitt nýlegt deilumál í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir ljóslega fram á að það sé búið að moka að hluta til ofan í gjána sem skildi að pólitísku blokkirnar stóru eða í það minnsta leggja yfir hana göngubrú. Málið er svona: Mislingar eru alvarlegur veirusjúkdómur barna sem getur meðal annars leitt til banvænnar bakteríusýkingar í lungum eða bólgumyndunar í hvítaefni heilans og varanlegs heilaskaða. Mislingum var haldið í skefjum í vestrænum heimi um áratugi með bólusetningum þótt það hafi ekki gengið eins vel alls staðar í þriðja heiminum. Upp á síðkastið hefur gengið verr en áður að fá foreldra til þess að láta bólusetja börn sín við mislingum og sjúkdómurinn hefur sprottið upp víða um lönd og valdið dauða barna. Eina leiðin til þess að stemma stigu við þessu er að brýna foreldra til bólusetningar barna sinna. Hildur Björnsdóttir, sem situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og á sjálf ung börn, lagði til um daginn að það yrði gert að skilyrði fyrir því að börn yrðu tekin inn í leikskóla borgarinnar að það væri búið að bólusetja þau fyrir mislingum. Þetta er aðferð sem ég þekki frá tuttugu ára dvöl minni í Bandaríkjunum þar sem við urðum að framvísa bólusetningavottorði á hverju hausti þegar börnin byrjuðu í skóla. En þú, Líf Magneudóttir, sósíalistinn sjálfur gast ekki tekið undir tillöguna, fannst hún harkaleg og vega að rétti foreldra til þess ákvarða um örlög barna sinna. Þessi réttur foreldra til þess að láta ekki bólusetja börn sín fyrir mislingum er í raun rétturinn til þess að meiða börn annarra ef svo óheppilega vill til að sjúkdómurinn blossi upp en ef ekki þá rétturinn til þess að setja börn annarra í hættu. Það ber öllum saman um að við þurfum að verja börnin okkar gegn mislingum með bólusetningum en það er ekki ljóst hversu stóran hundraðshluta þarf að bólusetja til þess að halda sjúkdómnum niðri. Í því samhengi er rétturinn til þess að láta ekki bólusetja barnið þitt fyrir mislingum rétturinn til þess að krefjast þess að önnur börn en þín sjái um að verja hópinn og þar með þín börn gegn sjúkdómnum. Einn af sérfæðingum mínum í blessun sósíalismans benti mér á að þótt foreldrar sem vilja ekki láta bólusetja börn sín séu að taka rangar ákvarðanir megi ekki láta það bitna á börnum þeirra. Mitt svar við því er að það er enn verra að láta það bitna á börnum annarra. Líf, það er í algjöru ósamræmi við grundvallarprinsip sósíalismans að leggjast gegn tillögu Hildar sem miðast við að einstaklingarnir færi lágmarksfórn til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Hvernig stendur á því að þú lagðir ekki sjálf fram þessa tillögu heldur kona úr röðum íhaldsins svarta? Þetta ruglar mig í ríminu og veldur mér áhyggjum og mér er ekki ljóst hvort ég ætti að taka bílveikitöflu eða það ætti að senda þig upp í sveit til endurmenntunar í stíl Maós. En hitt veit ég fyrir víst að ég held áfram að hrífast af því hvernig Hildur reynir að hlúa fallega að þeim minnstu í því samfélagi sem hún býr í.
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun