Upp í munn og ofan í maga: Börn og umhverfismál Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. september 2018 09:46 Börn njóta sín best í umhverfi þar sem þau fá að skapa, finna hugmyndum sínum farveg og framkvæma sjálf hlutina eftir því sem aldur og þroski leyfa. Að gefa öllum börnum í Reykjavík möguleika á að vinna með umhverfisþætti í enn ríkari mæli en nú er gert, er skylda okkar og ábyrgð. Þessi mál varða framtíðina og framtíðin er barnanna. Ef börn fá tækifæri til að snerta sjálf á málum, koma með tillögur og leiðir er líklegt að þau muni beita sér enn frekar fyrir málstaðinn. Þátttaka barna í verkefni um matarsóun og útrýming plasts eru dæmi um verkefni sem börnum þykir almennt gaman að fást við. Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtileg áskorun fyrir börnin. Þeir skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börnin til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum. Dæmi um verkefni er að skólar kanni matarsóun í mötuneyti skóla sinna t.d. með því að nemendur vigti mat sem er hent í hverjum árgangi í heila viku. Niðurstöður má nota til að reikna út hversu miklum mat er hent á heilu skólaári. Með því að fá upplýsingar hjá matráði hvað einn matarskammtur kostar er hægt að reikna út hversu miklum verðmætum er hent á einu skólaári. Börnin sjá þannig mælanlegan ávinning af því sem þau gera. Upp í munn og ofan í maga er líklegt að gangi vel ef barnið fær að skammta sér sjálft, þykir maturinn góður og hefur næði og nægan tíma til að borða hann. Nokkrir skólar í Reykjavík eru Grænfánaskólar en aðrir skilgreina sig sem heilsueflandi skóla án þess að hafa Grænfánavottun. Markmið borgarinnar á skilyrðislaust að miðast að því að gera öllum leik- og grunnskólum borgarinnar kleift m.a. fjárhagslega að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfáninn). Fáninn er skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Sjálfsagt er að nota þennan mælikvarða sem nú þegar hefur verið búinn til og þróaður. Í Reykjavík eru 43 grunnskólar (34 almennir grunnskólar, 2 sérskólar og 6 sjálfstætt starfandi grunnskólar), 79 leikskólar, (62 borgarreknir leikskólar og 17 sjálfstætt starfandi leikskólar). Fjöldi grænfánaskóla eru 14 grunnskólar og 23 leikskólar eftir því sem næst er komist. Kostnaður við að gerast Grænfánaskóli er 135 krónur á hvern nemanda skólans en þó að lágmarki 25.000 kr. á skóla og að hámarki 75.000 kr. Ef skólar eru á fleiri en einni starfsstöð, eru greiddar 10.000 krónur fyrir hverja starfsstöð en hámarksgreiðslan aðeins greidd einu sinni. Allur matur á að fara, upp í munn og ofan í maga. Heyrið það, heyrið það, svo ekki gauli garnirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Börn njóta sín best í umhverfi þar sem þau fá að skapa, finna hugmyndum sínum farveg og framkvæma sjálf hlutina eftir því sem aldur og þroski leyfa. Að gefa öllum börnum í Reykjavík möguleika á að vinna með umhverfisþætti í enn ríkari mæli en nú er gert, er skylda okkar og ábyrgð. Þessi mál varða framtíðina og framtíðin er barnanna. Ef börn fá tækifæri til að snerta sjálf á málum, koma með tillögur og leiðir er líklegt að þau muni beita sér enn frekar fyrir málstaðinn. Þátttaka barna í verkefni um matarsóun og útrýming plasts eru dæmi um verkefni sem börnum þykir almennt gaman að fást við. Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtileg áskorun fyrir börnin. Þeir skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börnin til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum. Dæmi um verkefni er að skólar kanni matarsóun í mötuneyti skóla sinna t.d. með því að nemendur vigti mat sem er hent í hverjum árgangi í heila viku. Niðurstöður má nota til að reikna út hversu miklum mat er hent á heilu skólaári. Með því að fá upplýsingar hjá matráði hvað einn matarskammtur kostar er hægt að reikna út hversu miklum verðmætum er hent á einu skólaári. Börnin sjá þannig mælanlegan ávinning af því sem þau gera. Upp í munn og ofan í maga er líklegt að gangi vel ef barnið fær að skammta sér sjálft, þykir maturinn góður og hefur næði og nægan tíma til að borða hann. Nokkrir skólar í Reykjavík eru Grænfánaskólar en aðrir skilgreina sig sem heilsueflandi skóla án þess að hafa Grænfánavottun. Markmið borgarinnar á skilyrðislaust að miðast að því að gera öllum leik- og grunnskólum borgarinnar kleift m.a. fjárhagslega að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfáninn). Fáninn er skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Sjálfsagt er að nota þennan mælikvarða sem nú þegar hefur verið búinn til og þróaður. Í Reykjavík eru 43 grunnskólar (34 almennir grunnskólar, 2 sérskólar og 6 sjálfstætt starfandi grunnskólar), 79 leikskólar, (62 borgarreknir leikskólar og 17 sjálfstætt starfandi leikskólar). Fjöldi grænfánaskóla eru 14 grunnskólar og 23 leikskólar eftir því sem næst er komist. Kostnaður við að gerast Grænfánaskóli er 135 krónur á hvern nemanda skólans en þó að lágmarki 25.000 kr. á skóla og að hámarki 75.000 kr. Ef skólar eru á fleiri en einni starfsstöð, eru greiddar 10.000 krónur fyrir hverja starfsstöð en hámarksgreiðslan aðeins greidd einu sinni. Allur matur á að fara, upp í munn og ofan í maga. Heyrið það, heyrið það, svo ekki gauli garnirnar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun