Upplýst einræði í farangursmálum Þórlindur Kjartansson skrifar 14. september 2018 07:00 Fyrir utan samsetningu á IKEA húsgögnum þá er fátt sem hefur valdið eins mikilli togstreitu í samskiptum mínum við eiginkonu mína í gegnum tíðina og ákvarðanir um hvað þurfi að pakkast með í utanlandsferðir. Það er óbrigðult að kvöldið fyrir ferðalag fer fram nákvæmlega sama fyrirsjáanlega umræðan um það hversu margar töskur þurfi að hafa með í ferðina og hvað eigi að vera í þeim. „Hversu margar dúnúlpur heldurðu í alvörunni að við þurfum á Tenerife?“ „Það getur verið kalt á kvöldin og í flugvélinni.“ „En er þá ekki nóg að taka með jakka?“ „En ef það verður brjálað veður þegar við komum út á völl í fyrramálið?“ „Þá skutla ég ykkur bara upp að stöðinni og legg bílnum.“ „En ef það verður stormur þegar við komum til baka, um miðja nótt. Viltu að börnin krókni úr kulda á stuttermabol í hagléli og sautján vindstigum á meðan við leitum að bílnum sem þú ert búinn að gleyma hvar þú lagðir?“ „Það er nú kominn júlí.“ Ökkli eða eyra Mín kenning er nefnilega sú að það sé hægt að fara í sumarfrí með ekkert annað en kreditkort og vegabréf upp á vasann. Allt annað muni einhvern veginn leysast. Ef ég fengi að ráða þá tæki fimm mínútur að henda ofan í plastpoka nokkrum flíkum og við gætum svo lagt af stað. Það er að minnsta kosti þetta sem ég reyni að halda fram. Ef eiginkona mín fengi að ráða þá þyrftum við líklega að gera það sama og sádiarabíska kóngafólkið sem sendir aukaflugvél með farangurinn þegar það ferðast til útlanda, og tvær til baka með afrakstur verslunarferðanna. Þessi togstreita milli okkar hefur á endanum oftast skilað þeirri niðurstöðu að farangurinn sem við tökum með okkur rúmast nokkurn veginn fullkomlega innan þeirra heimilda sem flugfélög gera almennt ráð fyrir með vísitölufjölskyldu. Tvær tiltölulega stórar ferðatöskur eru tékkaðar inn, ein flugfreyjutaska kemur með í vélina og allir hafa á sér bakpoka eða tösku með afþreyingarefni fyrir flugferðina. Engum verður kalt. Enginn verður blautur. Allir hafa feykinóg af afþreyingu. 50% af farangrinum reynast óþörf. Og þótt þessi niðurstaða hafi ætíð reynst mjög farsæl þá höfum samt sem áður átt erfitt með að venja okkur af því að karpa hressilega um málið áður við sættumst á sömu lausn og áður. Farangurseinvaldur En nýverið hefur orðið sú gleðilega breyting á að eiginkona mín virðist loksins hafa séð að sér. Áralangur ágangur virðist hafa skilað því að hún nennir ekki þessum rökræðum. Loksins fæ ég að vera nokkurn veginn einráður um það hversu mikill farangur var tekinn með. Ein stór taska og bakpoki á línuna. Eina vitið. Skiptir einhver um föt í sumarfríi? Þarf maður ekki einmitt bara stuttbuxur og svo einn eða tvo boli? Sigri hrósandi höfuð fjölskyldunnar, húsbóndinn á heimilinu, fékk því loksins framgengt að hlustað væri á hans óbrigðulu rökvísi og allir heimilismenn framkvæmdu flatan niðurskurð á þeim óþarfa sem við höfðum áður burðast með milli landa og heimsálfa. „Sjáið þið bara kolefnisfótsporið okkar, það bara minnkar og minnkar. Við erum ekki bara sparsöm og skynsöm heldur erum við hreinlega að bjarga umhverfinu og jörðinni. Namaste. Setjum þetta strax á Instasnappið.“ Og svona hefur fjölskyldan ferðast í nokkur skipti; dúnúlpu- og ullarsokkalaus með örfáar spjarir til skiptanna í neyðartilvikum. Kampakátur kippi ég einni léttri tösku af færibandinu á flugvellinum og valhoppa svo sönglandi út, en horfi með samúð til allra hinna heimilisfeðranna og mæðranna sem með útþandar hálsæðar stafla útbólgnum ferðatöskum upp á töskukerrurnar og ýta þeim svo—rymjandi og stynjandi eins og úrvinda jakuxar—út um hliðið þar sem ekkert bíður nema áframhaldandi puð og pína þangað til komið er á hótelið. Skammvinnur sigur Það verður þó að segjast að þessir sigrar mínir í ferðaskipulagi fjölskyldunnar hafa ekki endilega verið eins afgerandi og ég hélt. Það hefur komið í ljós að þótt gjarnan reynist drjúgur hluti farangursins óþarfur, þá er ómögulegt að vita fyrirfram nákvæmlega hvaða hluti af farangrinum það var sem mátti missa sín. Fyrir vikið hefur undanfarið þurft að gera umtalsverð innkaup á ýmiss konar staðalútbúnaði sem við áttum til heima. Þannig að nú eigum við tvö eða þrjú eintök af alls konar dóti sem við þurfum ekki að eiga nema eitt af. Og svo hefur það því miður reynst óbrigðul niðurstaða af illa upplýstu einræði mínu í farangursmálum að við höfum neyðst til þess að kaupa nýja tösku, eða nýjar töskur, á heimleiðinni undir allan varninginn sem við þurftum að kaupa á ferðalaginu. Þannig að hin upplýsta og umhverfisvæna farangursstefna mín hefur leitt til þess að inni á heimilinu eru smám saman að safnast upp birgðir af bæði ferðatöskum og ýmiss konar sumarfrísdrasli í fjölriti, sem gerir ekkert annað en að éta rúmmetra. Það má því segja að fullnaðarsigur minn hafi reynst skammgóður vermir. Þetta gekk allt miklu betur þegar niðurstaðan í farangursmálum var afrakstur smávægilegrar togstreitu. Togstreita til góðs Þeir sem rannsaka ákvarðanatöku myndu kannast ágætlega við farangurssöguna mína. Ákvarðanir sem byggjast á samtali og málamiðlunum reynast oftast betur en þær sem keyrðar eru í gegn af offorsi. Þetta þurfa þeir að hafa í huga sem falið er vald því það gerist nefnilega furðufljótt að valdhafar hætta að nenna að hlusta á kvabb, kvart og kvein; en velja frekar að hafa í kringum sig fólk sem er tilbúið að hlusta, hlýða og trúa. Þetta á ekki síst við í málum sem „allir“ virðast vera sammála um, eða enginn þorir að mótmæla. Það er ágætt að hafa þetta í huga í vikunni þegar Alþingi er sett því jafnvel þótt rifrildi geti virst leiðinleg, þá geta þau þjónað mikilvægum tilgangi því togstreitan sjálf hnikar gjarnan ákvörðunum í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir utan samsetningu á IKEA húsgögnum þá er fátt sem hefur valdið eins mikilli togstreitu í samskiptum mínum við eiginkonu mína í gegnum tíðina og ákvarðanir um hvað þurfi að pakkast með í utanlandsferðir. Það er óbrigðult að kvöldið fyrir ferðalag fer fram nákvæmlega sama fyrirsjáanlega umræðan um það hversu margar töskur þurfi að hafa með í ferðina og hvað eigi að vera í þeim. „Hversu margar dúnúlpur heldurðu í alvörunni að við þurfum á Tenerife?“ „Það getur verið kalt á kvöldin og í flugvélinni.“ „En er þá ekki nóg að taka með jakka?“ „En ef það verður brjálað veður þegar við komum út á völl í fyrramálið?“ „Þá skutla ég ykkur bara upp að stöðinni og legg bílnum.“ „En ef það verður stormur þegar við komum til baka, um miðja nótt. Viltu að börnin krókni úr kulda á stuttermabol í hagléli og sautján vindstigum á meðan við leitum að bílnum sem þú ert búinn að gleyma hvar þú lagðir?“ „Það er nú kominn júlí.“ Ökkli eða eyra Mín kenning er nefnilega sú að það sé hægt að fara í sumarfrí með ekkert annað en kreditkort og vegabréf upp á vasann. Allt annað muni einhvern veginn leysast. Ef ég fengi að ráða þá tæki fimm mínútur að henda ofan í plastpoka nokkrum flíkum og við gætum svo lagt af stað. Það er að minnsta kosti þetta sem ég reyni að halda fram. Ef eiginkona mín fengi að ráða þá þyrftum við líklega að gera það sama og sádiarabíska kóngafólkið sem sendir aukaflugvél með farangurinn þegar það ferðast til útlanda, og tvær til baka með afrakstur verslunarferðanna. Þessi togstreita milli okkar hefur á endanum oftast skilað þeirri niðurstöðu að farangurinn sem við tökum með okkur rúmast nokkurn veginn fullkomlega innan þeirra heimilda sem flugfélög gera almennt ráð fyrir með vísitölufjölskyldu. Tvær tiltölulega stórar ferðatöskur eru tékkaðar inn, ein flugfreyjutaska kemur með í vélina og allir hafa á sér bakpoka eða tösku með afþreyingarefni fyrir flugferðina. Engum verður kalt. Enginn verður blautur. Allir hafa feykinóg af afþreyingu. 50% af farangrinum reynast óþörf. Og þótt þessi niðurstaða hafi ætíð reynst mjög farsæl þá höfum samt sem áður átt erfitt með að venja okkur af því að karpa hressilega um málið áður við sættumst á sömu lausn og áður. Farangurseinvaldur En nýverið hefur orðið sú gleðilega breyting á að eiginkona mín virðist loksins hafa séð að sér. Áralangur ágangur virðist hafa skilað því að hún nennir ekki þessum rökræðum. Loksins fæ ég að vera nokkurn veginn einráður um það hversu mikill farangur var tekinn með. Ein stór taska og bakpoki á línuna. Eina vitið. Skiptir einhver um föt í sumarfríi? Þarf maður ekki einmitt bara stuttbuxur og svo einn eða tvo boli? Sigri hrósandi höfuð fjölskyldunnar, húsbóndinn á heimilinu, fékk því loksins framgengt að hlustað væri á hans óbrigðulu rökvísi og allir heimilismenn framkvæmdu flatan niðurskurð á þeim óþarfa sem við höfðum áður burðast með milli landa og heimsálfa. „Sjáið þið bara kolefnisfótsporið okkar, það bara minnkar og minnkar. Við erum ekki bara sparsöm og skynsöm heldur erum við hreinlega að bjarga umhverfinu og jörðinni. Namaste. Setjum þetta strax á Instasnappið.“ Og svona hefur fjölskyldan ferðast í nokkur skipti; dúnúlpu- og ullarsokkalaus með örfáar spjarir til skiptanna í neyðartilvikum. Kampakátur kippi ég einni léttri tösku af færibandinu á flugvellinum og valhoppa svo sönglandi út, en horfi með samúð til allra hinna heimilisfeðranna og mæðranna sem með útþandar hálsæðar stafla útbólgnum ferðatöskum upp á töskukerrurnar og ýta þeim svo—rymjandi og stynjandi eins og úrvinda jakuxar—út um hliðið þar sem ekkert bíður nema áframhaldandi puð og pína þangað til komið er á hótelið. Skammvinnur sigur Það verður þó að segjast að þessir sigrar mínir í ferðaskipulagi fjölskyldunnar hafa ekki endilega verið eins afgerandi og ég hélt. Það hefur komið í ljós að þótt gjarnan reynist drjúgur hluti farangursins óþarfur, þá er ómögulegt að vita fyrirfram nákvæmlega hvaða hluti af farangrinum það var sem mátti missa sín. Fyrir vikið hefur undanfarið þurft að gera umtalsverð innkaup á ýmiss konar staðalútbúnaði sem við áttum til heima. Þannig að nú eigum við tvö eða þrjú eintök af alls konar dóti sem við þurfum ekki að eiga nema eitt af. Og svo hefur það því miður reynst óbrigðul niðurstaða af illa upplýstu einræði mínu í farangursmálum að við höfum neyðst til þess að kaupa nýja tösku, eða nýjar töskur, á heimleiðinni undir allan varninginn sem við þurftum að kaupa á ferðalaginu. Þannig að hin upplýsta og umhverfisvæna farangursstefna mín hefur leitt til þess að inni á heimilinu eru smám saman að safnast upp birgðir af bæði ferðatöskum og ýmiss konar sumarfrísdrasli í fjölriti, sem gerir ekkert annað en að éta rúmmetra. Það má því segja að fullnaðarsigur minn hafi reynst skammgóður vermir. Þetta gekk allt miklu betur þegar niðurstaðan í farangursmálum var afrakstur smávægilegrar togstreitu. Togstreita til góðs Þeir sem rannsaka ákvarðanatöku myndu kannast ágætlega við farangurssöguna mína. Ákvarðanir sem byggjast á samtali og málamiðlunum reynast oftast betur en þær sem keyrðar eru í gegn af offorsi. Þetta þurfa þeir að hafa í huga sem falið er vald því það gerist nefnilega furðufljótt að valdhafar hætta að nenna að hlusta á kvabb, kvart og kvein; en velja frekar að hafa í kringum sig fólk sem er tilbúið að hlusta, hlýða og trúa. Þetta á ekki síst við í málum sem „allir“ virðast vera sammála um, eða enginn þorir að mótmæla. Það er ágætt að hafa þetta í huga í vikunni þegar Alþingi er sett því jafnvel þótt rifrildi geti virst leiðinleg, þá geta þau þjónað mikilvægum tilgangi því togstreitan sjálf hnikar gjarnan ákvörðunum í rétta átt.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun