Ísland tapar stigum Þorvaldur Gylfason skrifar 13. september 2018 07:00 Reykjavík – Lýðræði á nú undir högg að sækja víða um heim, einnig í nálægum löndum þar sem sízt skyldi. Ógnin blasir við í Bandaríkjunum og einnig sums staðar í Evrópu. Þetta gerðist ekki í einu vetfangi heldur smám saman. Stjórnmálamenn og flokkar daðra nú sumir opinskátt við fasisma og dásama einræðisseggi. Sums staðar hafa slíkir menn og flokkar náð völdum, t.d. í Póllandi og Ungverjalandi. Annars staðar sækja þeir í sig veðrið í stjórnarandstöðu, jafnvel í Svíþjóð. Sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar í Bandaríkjunum senda frá sér bók eftir bók til að vara fólk við. Hér eru fjórar slíkar frá 2014-2018:Um harðstjórn (Timothy Snyder í Yale-háskóla, On Tyranny),Lýðræði í Bandaríkjunum? (Benjamin Page í Northwestern-háskóla og Martin Gilens í Princeton-háskóla, Democracy in America?),Hvernig lýðræðisríki líða undir lok (Steven Levitsky og Daniel Ziblatt í Harvard-háskóla, How Democracies Die) ogFólkið andspænis lýðræðinu: Hvers vegna frelsi okkar er í hættu og hvernig við getum staðið vörð um það (Yascha Mounk í Harvard-háskóla, The People vs. Democracy: Why Our Freedom Is in Danger and How to Save It).Finnar og Norðmenn með fullt hús stigaMörgum kann að bregða við vitnisburði framangreindra höfunda og annarra um hnignun lýðræðis í Bandaríkjunum sem margir hafa litið á sem forusturíki hins frjálsa heims. Skýrslur Freedom House í Bandaríkjunum, óháðrar stofnunar sem hefur fylgzt með lýðræði um allan heim og kortlagt það samfleytt frá 1972, sýna þó að þessi hnignun hefur átt sér aðdraganda. Frá aldamótum hefur Bandaríkin vantað talsvert upp á fullt hús stiga (100) á lýðræðiskvarða Freedom House þar eð talsvert skortir þar á óskoruð stjórnmála- og borgararéttindi. Frá 2010 til 2018 lækkaði lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna úr 94 í 86 (Pólland fær 85). Noregur hefur alltaf fengið fullt hús stiga, 100, og einnig Finnland frá 2005. Svíar duttu niður í 99 stig 2014 og 2015 vegna óblíðrar meðferðar á flóttamönnum. Danir hafa nú 97 stig af sömu ástæðu og Hollendingar 99. Ástralía og Nýja-Sjáland hafa 98 stig þar eð frumbyggjar landanna þykja ekki búa við sömu réttindi og aðrir borgarar.Fimm ástæðurÍsland hafði fullt hús stiga hjá Freedom House 2004-2009 og datt af ótilgreindum ástæðum niður í 99 stig eftir hrun 2010-2012, fékk síðan aftur 100 stig 2013, 2014 og 2016 og hefur síðan þá fallið niður í 19. sæti listans með 95 stig. Þau hjá Freedom House tilgreina fimm ástæður þess að Ísland tapar stigum:Of náið samband stjórnmálamanna við ýmsa viðskiptahagsmuni.Ónógar varnir gegn spillingu.Ónógt gegnsæi (formaður Sjálfstæðisflokksins er nefndur sérstaklega í skýrslunni).Ónógt frelsi fjölmiðla (lögbannið gegn Stundinni er nefnt sérstaklega og formaður Sjálfstæðisflokksins einnig í því sambandi).Ill meðferð á flóttamönnum.Stjórnarskrá í salti Til samanburðar hafa Finnland, Noregur og Svíþjóð 100 stig á lýðræðislista Freedom House. Holland og Kanada hafa 99 stig, Lúxemborg og Úrúgvæ 98 eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Danmörk, Portúgal og San Marínó hafa 97 stig, Andorra, Barbados, Írland, Japan og Sviss 96 og Belgía og Ísland 95. Ætla má að Ísland færist lengra niður listann þegar þau hjá Freedom House kynnast Alþingi betur og komast að því að þingið hefur m.a. látið undir höfuð leggjast að rannsaka einkavæðingu bankanna og staðfesta nýju stjórnarskrána sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi hélt 2012. Fólkið í landinu þarf að vakna – aftur! – og taka í taumana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Lýðræði á nú undir högg að sækja víða um heim, einnig í nálægum löndum þar sem sízt skyldi. Ógnin blasir við í Bandaríkjunum og einnig sums staðar í Evrópu. Þetta gerðist ekki í einu vetfangi heldur smám saman. Stjórnmálamenn og flokkar daðra nú sumir opinskátt við fasisma og dásama einræðisseggi. Sums staðar hafa slíkir menn og flokkar náð völdum, t.d. í Póllandi og Ungverjalandi. Annars staðar sækja þeir í sig veðrið í stjórnarandstöðu, jafnvel í Svíþjóð. Sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar í Bandaríkjunum senda frá sér bók eftir bók til að vara fólk við. Hér eru fjórar slíkar frá 2014-2018:Um harðstjórn (Timothy Snyder í Yale-háskóla, On Tyranny),Lýðræði í Bandaríkjunum? (Benjamin Page í Northwestern-háskóla og Martin Gilens í Princeton-háskóla, Democracy in America?),Hvernig lýðræðisríki líða undir lok (Steven Levitsky og Daniel Ziblatt í Harvard-háskóla, How Democracies Die) ogFólkið andspænis lýðræðinu: Hvers vegna frelsi okkar er í hættu og hvernig við getum staðið vörð um það (Yascha Mounk í Harvard-háskóla, The People vs. Democracy: Why Our Freedom Is in Danger and How to Save It).Finnar og Norðmenn með fullt hús stigaMörgum kann að bregða við vitnisburði framangreindra höfunda og annarra um hnignun lýðræðis í Bandaríkjunum sem margir hafa litið á sem forusturíki hins frjálsa heims. Skýrslur Freedom House í Bandaríkjunum, óháðrar stofnunar sem hefur fylgzt með lýðræði um allan heim og kortlagt það samfleytt frá 1972, sýna þó að þessi hnignun hefur átt sér aðdraganda. Frá aldamótum hefur Bandaríkin vantað talsvert upp á fullt hús stiga (100) á lýðræðiskvarða Freedom House þar eð talsvert skortir þar á óskoruð stjórnmála- og borgararéttindi. Frá 2010 til 2018 lækkaði lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna úr 94 í 86 (Pólland fær 85). Noregur hefur alltaf fengið fullt hús stiga, 100, og einnig Finnland frá 2005. Svíar duttu niður í 99 stig 2014 og 2015 vegna óblíðrar meðferðar á flóttamönnum. Danir hafa nú 97 stig af sömu ástæðu og Hollendingar 99. Ástralía og Nýja-Sjáland hafa 98 stig þar eð frumbyggjar landanna þykja ekki búa við sömu réttindi og aðrir borgarar.Fimm ástæðurÍsland hafði fullt hús stiga hjá Freedom House 2004-2009 og datt af ótilgreindum ástæðum niður í 99 stig eftir hrun 2010-2012, fékk síðan aftur 100 stig 2013, 2014 og 2016 og hefur síðan þá fallið niður í 19. sæti listans með 95 stig. Þau hjá Freedom House tilgreina fimm ástæður þess að Ísland tapar stigum:Of náið samband stjórnmálamanna við ýmsa viðskiptahagsmuni.Ónógar varnir gegn spillingu.Ónógt gegnsæi (formaður Sjálfstæðisflokksins er nefndur sérstaklega í skýrslunni).Ónógt frelsi fjölmiðla (lögbannið gegn Stundinni er nefnt sérstaklega og formaður Sjálfstæðisflokksins einnig í því sambandi).Ill meðferð á flóttamönnum.Stjórnarskrá í salti Til samanburðar hafa Finnland, Noregur og Svíþjóð 100 stig á lýðræðislista Freedom House. Holland og Kanada hafa 99 stig, Lúxemborg og Úrúgvæ 98 eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Danmörk, Portúgal og San Marínó hafa 97 stig, Andorra, Barbados, Írland, Japan og Sviss 96 og Belgía og Ísland 95. Ætla má að Ísland færist lengra niður listann þegar þau hjá Freedom House kynnast Alþingi betur og komast að því að þingið hefur m.a. látið undir höfuð leggjast að rannsaka einkavæðingu bankanna og staðfesta nýju stjórnarskrána sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi hélt 2012. Fólkið í landinu þarf að vakna – aftur! – og taka í taumana.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun