Gáttatif, falið vandamál Kristján Guðmundsson og Sigfús Gizurarson skrifar 27. september 2018 07:00 September ár hvert er vitundarvakning um gáttatif í Bandaríkjunum, (e. atrial fibrillation awareness month). Af því tilefni þótti okkur rétt að vekja landsmenn til umhugsunar um þennan sjúkdóm sem ekki fer hátt en getur haft mikil áhrif á lífsgæði og líf einstaklinga. Gáttatif er algengur sjúkdómur, sér í lagi hjá eldra fólki. Fjöldi einstaklinga með gáttatif fer vaxandi samfara breyttri aldurssamsetningu og bættri meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Talið er að algengi sjúkdómsins hér sé svipað og hjá nágrannaþjóðunum og því eru um sjö til tíu þúsund Íslendingar með gáttatif. Margir fá gáttatifið í köstum sem koma og fara en aðrir hafa stöðugt gáttatif. Gáttatif er hjartsláttartruflun sem á upptök sín í vinstri gátt hjartans. Aukaslög frá lungnabláæðum sem tengjast vinstri gátt hjartans eiga oftast upptökin að gáttatifi. Gáttatif er nokkurs konar „rafstormur“ í gáttum hjartans. Gáttirnar slá hratt og óreglulega og enginn eiginlegur samdráttur þeirra á sér stað. Við slíkar aðstæður geta blóðtappar myndast. Alvarlegasti fylgikvillinn er heilablóðfall orsakað af þessum blóðtöppum.Sigfús Gizurarson hjartalæknir á LandspítalaUm þriðjung heilablóðfalla má rekja til gáttatifs. Auk þess eru einstaklingar með gáttatif í hættu á að þróa með sér hjartabilun. Gáttatif getur átt þátt í að valda ótímabærum dauða. Miðast meðferð gáttatifs fyrst og fremst að því að finna þá einstaklinga sem í mestri hættu eru og fyrirbyggja blóðtappamyndun með blóðþynningu, slík meðferð er oftast ævilöng. Áhættan fyrir gáttatifi eykst með aldri og er framan af ævinni algengari hjá körlum en konum. Aðrir áhættuþættir eru hár blóðþrýstingur, sykursýki, offita, kæfisvefn, kransæðasjúkdómur, lungnasjúkdómar, skjaldkirtilsvandamál, hreyfingarleysi, áfengisneysla o.fl. Þar sem stór hluti einstaklinga með gáttatif er einkennalaus hafa farið fram ýmis átök í að finna sjúkdóminn með skimun. Þetta hefur þó ekki verið gert hérlendis. Nýlega setti Apple fyrirtækið í Bandaríkjunum á markað forrit sem tengja má snjalltækjum þess og getur það með nokkuð góðri vissu greint sjúkdóminn. Hingað til hefur gáttatif verið greint á hefðbundinn hátt með hjartalínuriti eða hjartasíritun. Þó gagnsemi áhættumats hjá einstaklingum með gáttatif sé óumdeilt, hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi skimunar hjá einkennalausum, þó reikna megi með því að bætt tækni til greiningar bæti skilning okkar á hvernig eigi að nálgast þennan stóra hóp. Einkenni eru mismunandi milli einstaklinga. Algengustu einkennin eru óþægilegur hjartsláttur en sumir finna ekki fyrir óþægindum frá hjartslætti, finna þess í stað fyrir þreytu, slappleika, mæði, eða brjóstverkjum. Það má skipta meðferð við gáttatifi í þrjá meginflokka. Hindra heilablóðföll, hindra versnandi hjartastarfsemi (hjartabilun) og meðhöndla einkenni. Ekki allir einstaklingar með gáttatif þurfa blóðþynnandi meðferð til að fyrirbyggja blóðtappa en það fer eftir aldri og undirliggjandi áhættuþáttum. Ávallt þarf að fara fram áhættumat við greiningu. Sé gáttatifið viðvarandi getur í sumum tilvikum verið ástæða til að framkvæma s.k. rafvendingu, þar sem fólk er svæft stutta stund og gefið rafstuð á brjóstkassann sem endurstillir takt hjartans. Oft fara þessir einstaklingar aftur í gáttatif og er því þörf á langvinnri lyfjameðferð til að halda takti til lengri tíma. Sú meðferð sem síðustu ár hefur vaxið hraðast í meðferð við gáttatifi eru brennsluaðgerðir eða frystingar. Þessar aðgerðir eru gerðar með þræðingartækni og taka um 2-4 klst. að framkvæma. Þessar aðgerðir eru mun árangursríkari en lyf, og u.þ.b. 70-80% sjúklinga verða einkennalausir. Það er hins vegar ekki óalgengt að endurtaka þurfi þessar aðgerðir þar sem sjúkdómurinn er oft langvinnur og þróast mismunandi milli einstaklinga. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að minnka einkenni sjúklinga og um leið geta þeir oft losnað við taktstillandi hjartalyf sem oft þolast illa og geta haft alvarlegar aukaverkanir. Hjá vissum hópi sjúklinga með gáttatif hefur brennsluaðgerð sýnt fram á betri langtímahorfur. Slíkar aðgerðir eiga þó við í minnihluta sjúklinga með gáttatif. Brennsluaðgerðir eru framkvæmdar á þræðingarstofu Landspítalans. Eins og staðan er núna önnum við ekki öllum þeim sjúklingum sem vísað er til okkar. Biðlistinn fyrir brennslur er eins og margir aðrir biðlistar fyrir aðgerðum á Íslandi langur. Við höfum síðastliðin 3 ár ríflega tvöfaldað fjölda aðgerða en samt sem áður eru rúmlega 400 einstaklingar sem bíða eftir aðgerðum vegna hjartsláttartruflana. Ljóst er að samstillt átak Landspítala og heilbrigðisyfirvalda þarf til að koma þessum málum í ásættanlegt horf fyrir sjúklinga. Sem stendur er biðin hið minnsta 2 ár eftir þessum aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
September ár hvert er vitundarvakning um gáttatif í Bandaríkjunum, (e. atrial fibrillation awareness month). Af því tilefni þótti okkur rétt að vekja landsmenn til umhugsunar um þennan sjúkdóm sem ekki fer hátt en getur haft mikil áhrif á lífsgæði og líf einstaklinga. Gáttatif er algengur sjúkdómur, sér í lagi hjá eldra fólki. Fjöldi einstaklinga með gáttatif fer vaxandi samfara breyttri aldurssamsetningu og bættri meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Talið er að algengi sjúkdómsins hér sé svipað og hjá nágrannaþjóðunum og því eru um sjö til tíu þúsund Íslendingar með gáttatif. Margir fá gáttatifið í köstum sem koma og fara en aðrir hafa stöðugt gáttatif. Gáttatif er hjartsláttartruflun sem á upptök sín í vinstri gátt hjartans. Aukaslög frá lungnabláæðum sem tengjast vinstri gátt hjartans eiga oftast upptökin að gáttatifi. Gáttatif er nokkurs konar „rafstormur“ í gáttum hjartans. Gáttirnar slá hratt og óreglulega og enginn eiginlegur samdráttur þeirra á sér stað. Við slíkar aðstæður geta blóðtappar myndast. Alvarlegasti fylgikvillinn er heilablóðfall orsakað af þessum blóðtöppum.Sigfús Gizurarson hjartalæknir á LandspítalaUm þriðjung heilablóðfalla má rekja til gáttatifs. Auk þess eru einstaklingar með gáttatif í hættu á að þróa með sér hjartabilun. Gáttatif getur átt þátt í að valda ótímabærum dauða. Miðast meðferð gáttatifs fyrst og fremst að því að finna þá einstaklinga sem í mestri hættu eru og fyrirbyggja blóðtappamyndun með blóðþynningu, slík meðferð er oftast ævilöng. Áhættan fyrir gáttatifi eykst með aldri og er framan af ævinni algengari hjá körlum en konum. Aðrir áhættuþættir eru hár blóðþrýstingur, sykursýki, offita, kæfisvefn, kransæðasjúkdómur, lungnasjúkdómar, skjaldkirtilsvandamál, hreyfingarleysi, áfengisneysla o.fl. Þar sem stór hluti einstaklinga með gáttatif er einkennalaus hafa farið fram ýmis átök í að finna sjúkdóminn með skimun. Þetta hefur þó ekki verið gert hérlendis. Nýlega setti Apple fyrirtækið í Bandaríkjunum á markað forrit sem tengja má snjalltækjum þess og getur það með nokkuð góðri vissu greint sjúkdóminn. Hingað til hefur gáttatif verið greint á hefðbundinn hátt með hjartalínuriti eða hjartasíritun. Þó gagnsemi áhættumats hjá einstaklingum með gáttatif sé óumdeilt, hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi skimunar hjá einkennalausum, þó reikna megi með því að bætt tækni til greiningar bæti skilning okkar á hvernig eigi að nálgast þennan stóra hóp. Einkenni eru mismunandi milli einstaklinga. Algengustu einkennin eru óþægilegur hjartsláttur en sumir finna ekki fyrir óþægindum frá hjartslætti, finna þess í stað fyrir þreytu, slappleika, mæði, eða brjóstverkjum. Það má skipta meðferð við gáttatifi í þrjá meginflokka. Hindra heilablóðföll, hindra versnandi hjartastarfsemi (hjartabilun) og meðhöndla einkenni. Ekki allir einstaklingar með gáttatif þurfa blóðþynnandi meðferð til að fyrirbyggja blóðtappa en það fer eftir aldri og undirliggjandi áhættuþáttum. Ávallt þarf að fara fram áhættumat við greiningu. Sé gáttatifið viðvarandi getur í sumum tilvikum verið ástæða til að framkvæma s.k. rafvendingu, þar sem fólk er svæft stutta stund og gefið rafstuð á brjóstkassann sem endurstillir takt hjartans. Oft fara þessir einstaklingar aftur í gáttatif og er því þörf á langvinnri lyfjameðferð til að halda takti til lengri tíma. Sú meðferð sem síðustu ár hefur vaxið hraðast í meðferð við gáttatifi eru brennsluaðgerðir eða frystingar. Þessar aðgerðir eru gerðar með þræðingartækni og taka um 2-4 klst. að framkvæma. Þessar aðgerðir eru mun árangursríkari en lyf, og u.þ.b. 70-80% sjúklinga verða einkennalausir. Það er hins vegar ekki óalgengt að endurtaka þurfi þessar aðgerðir þar sem sjúkdómurinn er oft langvinnur og þróast mismunandi milli einstaklinga. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að minnka einkenni sjúklinga og um leið geta þeir oft losnað við taktstillandi hjartalyf sem oft þolast illa og geta haft alvarlegar aukaverkanir. Hjá vissum hópi sjúklinga með gáttatif hefur brennsluaðgerð sýnt fram á betri langtímahorfur. Slíkar aðgerðir eiga þó við í minnihluta sjúklinga með gáttatif. Brennsluaðgerðir eru framkvæmdar á þræðingarstofu Landspítalans. Eins og staðan er núna önnum við ekki öllum þeim sjúklingum sem vísað er til okkar. Biðlistinn fyrir brennslur er eins og margir aðrir biðlistar fyrir aðgerðum á Íslandi langur. Við höfum síðastliðin 3 ár ríflega tvöfaldað fjölda aðgerða en samt sem áður eru rúmlega 400 einstaklingar sem bíða eftir aðgerðum vegna hjartsláttartruflana. Ljóst er að samstillt átak Landspítala og heilbrigðisyfirvalda þarf til að koma þessum málum í ásættanlegt horf fyrir sjúklinga. Sem stendur er biðin hið minnsta 2 ár eftir þessum aðgerðum.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun