Rislítið mektarmanna-partí Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. september 2018 08:30 Tölur eru gjarnan taldar hafa merkingu. Talan níu er heilög í heiðni. Í Kína er talan 250 talin í orðræðu móðgun en orðið þýðir líka heimskingi á kínversku. Hræðsla við töluna þrettán kallast „triskaidekafóbía“. Í háhýsinu við Höfðatorg er engin 13. hæð. Höfðatorgsturninn er 74 metrar að hæð. Vindhraði fellibyls er að lágmarki 74 hnútar. Fellibylurinn Irma sem olli víða hörmungum árið 2017 er kraftmesti fellibylur sem myndast hefur á Atlantshafi síðan mælingar hófust. 45 konur á Íslandi bera kvenmannsnafnið Irma. Talan 22 hefur verið landsmönnum hugleikin þessa vikuna. Í tarotspilastokki eru 22 spil. Í lotukerfinu hefur málmurinn títan sætistöluna 22. Í fótbolta spila 22 leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Í vor lauk Frakkinn Arsène Wenger störfum hjá Arsenal eftir 22 ára starf. Á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar spilaði franska landsliðið án Arsenal-leikmanns á stórmóti í fyrsta sinn í 22 ár. Í dag er 22. september. Það kostar 22 milljónir að setja upp ljósabúnað fyrir beina sjónvarpsútsendingu á Þingvöllum. 100% fram úr áætlun Enn lýsir kastljósið upp hátíðarfund Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í sumar; réttilega kynnu einhverjir að segja, enda kostaði lýsingin 22 milljónir eins og fram kom í fréttum í vikunni. Upphaflega var áætlað að kostnaður við hátíðarfundinn á Þingvöllum yrði 45 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn varð hins vegar 87 milljónir og fór verkefnið næstum 100% fram úr áætlun. Mörgum mislíkaði frávikið en gremjan beindist einkum að kostnaði við lýsingu fundarins sem hljóðaði upp á 22 milljónir og var næststærsti kostnaðarliðurinn. En hvað segir talan okkur? Jú, hún segir okkur hvað það kostar að lýsa upp partí á Þingvöllum um hábjartan dag. Hún segir okkur að ráðamenn eiga oft auðvelt með bruðla með almannafé. Hún segir okkur að stjórnmálastéttin ber illa skynbragð á andrúmsloftið í landinu. Jafnframt því að varpa ljósi á Þingvelli varpar talan ljósi á undarlega forgangsröðun, skrýtin gildi og óstjórn. En talan segir okkur fleira. Hættulegasti sjúkdómur samtímans Í síðustu viku var tilkynnt um að heilbrigðisráðuneytið hygðist veita 25 milljónum til að fylgja eftir aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Í nýrri skýrslu frá Embætti landlæknis kemur fram að 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Sérfræðingar kalla eftir aukinni geðrækt innan skólakerfisins og forvörnum í samfélaginu. Önnur ógn sem stafar að ungu fólki hefur verið í deiglunni síðustu daga. Að minnsta kosti 30 fíklar undir fertugu hafa látist það sem af er ári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fíkn vera einn hættulegasta sjúkdóm samtímans og þann algengasta hjá ungu fólki. „Þetta er sá sjúkdómur sem ... veldur dauða líklega flestra á aldrinum fimmtán ára til fertugs.“ Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 80 milljónum króna í átak gegn fíkniefnum. Gæði til framtíðar Í tilkynningu á vef Alþingis er gefin skýring á því hvers vegna hátíðarfundurinn á Þingvöllum fór „nokkuð fram úr áætlun“. Segir þar að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa „lýsingu og hljóð af bestu gæðum“ meðal annars svo að „upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar“. Af orðum þessum að dæma mætti draga þá ályktun að Alþingi sé umhugað um framtíðina. En hvað segja milljónirnar 22 um málið? Því miður segir talan skuggalegri sögu en þá sem virðist í fyrstu. Talan 22 milljónir segir meira um hve lág upphæðin er sem á að bjarga geði komandi kynslóða en hvað ljósabúnaðurinn á Þingvöllum var dýr. Kostnaðurinn við hátíðarfundinn allan, 87 milljónir króna, segir skuggalega sögu um hve lágt fjárframlagið er í raun til átaks gegn fíkniefnum. Ef Alþingi væri sannarlega annt um framtíðina fjárfesti það hærri upphæðum í velferð ungs fólks en því sem nemur kostnaði við eitt rislítið mektarmanna-partí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tölur eru gjarnan taldar hafa merkingu. Talan níu er heilög í heiðni. Í Kína er talan 250 talin í orðræðu móðgun en orðið þýðir líka heimskingi á kínversku. Hræðsla við töluna þrettán kallast „triskaidekafóbía“. Í háhýsinu við Höfðatorg er engin 13. hæð. Höfðatorgsturninn er 74 metrar að hæð. Vindhraði fellibyls er að lágmarki 74 hnútar. Fellibylurinn Irma sem olli víða hörmungum árið 2017 er kraftmesti fellibylur sem myndast hefur á Atlantshafi síðan mælingar hófust. 45 konur á Íslandi bera kvenmannsnafnið Irma. Talan 22 hefur verið landsmönnum hugleikin þessa vikuna. Í tarotspilastokki eru 22 spil. Í lotukerfinu hefur málmurinn títan sætistöluna 22. Í fótbolta spila 22 leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Í vor lauk Frakkinn Arsène Wenger störfum hjá Arsenal eftir 22 ára starf. Á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar spilaði franska landsliðið án Arsenal-leikmanns á stórmóti í fyrsta sinn í 22 ár. Í dag er 22. september. Það kostar 22 milljónir að setja upp ljósabúnað fyrir beina sjónvarpsútsendingu á Þingvöllum. 100% fram úr áætlun Enn lýsir kastljósið upp hátíðarfund Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í sumar; réttilega kynnu einhverjir að segja, enda kostaði lýsingin 22 milljónir eins og fram kom í fréttum í vikunni. Upphaflega var áætlað að kostnaður við hátíðarfundinn á Þingvöllum yrði 45 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn varð hins vegar 87 milljónir og fór verkefnið næstum 100% fram úr áætlun. Mörgum mislíkaði frávikið en gremjan beindist einkum að kostnaði við lýsingu fundarins sem hljóðaði upp á 22 milljónir og var næststærsti kostnaðarliðurinn. En hvað segir talan okkur? Jú, hún segir okkur hvað það kostar að lýsa upp partí á Þingvöllum um hábjartan dag. Hún segir okkur að ráðamenn eiga oft auðvelt með bruðla með almannafé. Hún segir okkur að stjórnmálastéttin ber illa skynbragð á andrúmsloftið í landinu. Jafnframt því að varpa ljósi á Þingvelli varpar talan ljósi á undarlega forgangsröðun, skrýtin gildi og óstjórn. En talan segir okkur fleira. Hættulegasti sjúkdómur samtímans Í síðustu viku var tilkynnt um að heilbrigðisráðuneytið hygðist veita 25 milljónum til að fylgja eftir aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Í nýrri skýrslu frá Embætti landlæknis kemur fram að 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Sérfræðingar kalla eftir aukinni geðrækt innan skólakerfisins og forvörnum í samfélaginu. Önnur ógn sem stafar að ungu fólki hefur verið í deiglunni síðustu daga. Að minnsta kosti 30 fíklar undir fertugu hafa látist það sem af er ári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fíkn vera einn hættulegasta sjúkdóm samtímans og þann algengasta hjá ungu fólki. „Þetta er sá sjúkdómur sem ... veldur dauða líklega flestra á aldrinum fimmtán ára til fertugs.“ Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 80 milljónum króna í átak gegn fíkniefnum. Gæði til framtíðar Í tilkynningu á vef Alþingis er gefin skýring á því hvers vegna hátíðarfundurinn á Þingvöllum fór „nokkuð fram úr áætlun“. Segir þar að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa „lýsingu og hljóð af bestu gæðum“ meðal annars svo að „upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar“. Af orðum þessum að dæma mætti draga þá ályktun að Alþingi sé umhugað um framtíðina. En hvað segja milljónirnar 22 um málið? Því miður segir talan skuggalegri sögu en þá sem virðist í fyrstu. Talan 22 milljónir segir meira um hve lág upphæðin er sem á að bjarga geði komandi kynslóða en hvað ljósabúnaðurinn á Þingvöllum var dýr. Kostnaðurinn við hátíðarfundinn allan, 87 milljónir króna, segir skuggalega sögu um hve lágt fjárframlagið er í raun til átaks gegn fíkniefnum. Ef Alþingi væri sannarlega annt um framtíðina fjárfesti það hærri upphæðum í velferð ungs fólks en því sem nemur kostnaði við eitt rislítið mektarmanna-partí.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun