Svikalogn Hörður Ægisson skrifar 21. september 2018 07:00 Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina. Sú staða var uppi í byrjun liðinnar viku, þegar útlitið var orðið verulega dökkt varðandi hvort útboðið myndi klárast, að raunhæfar líkur voru á því að félagið þyrfti að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sú niðurstaða varð sem betur fer ekki að veruleika. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar. Höggið fyrir íslenskt efnahagslíf, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, hefði verið umtalsvert þar sem gengið hefði veikst, eignamarkaðir lækkað og spár um hóflegan hagvöxt snúist upp í samdrátt. Flugfélagið er núna komið fyrir vind – að minnsta kosti í bili – en það stendur hins vegar eftir sem áður, rétt eins og mörg önnur evrópsk flugfélög, frammi fyrir erfiðum áskorunum á komandi vetri og stjórnendur hafa lítið svigrúm til að taka rangar ákvarðanir. Engar olíuverðslækkanir eru í spákortunum og gríðarhörð samkeppni í flugi yfir hafið þýðir að meðalfargjöld munu áfram haldast mjög lág. Áætlanir WOW air gera ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða tapi á þessu ári en að verulegur viðsnúningur verði í afkomu félagsins á næsta ári. Erfitt er að sjá hvernig þær spár, sem eru sagðar grundvallast á auknum hliðartekjum, eigi að geta gengið eftir miðað við óbreyttar ytri aðstæður. Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum. Það má ekki seinna vera. Þótt fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna sé um margt ólík – hún er augljóslega sterkari í tilfelli Icelandair – þá er ljóst að fjárfestar hafa takmarkaða trú á því að stjórnendum Icelandair takist að rétta við gengi félagsins. Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara. Staðan í hagkerfinu er þess vegna viðkvæm. Það er erfiður vetur í vændum, ekki aðeins sökum óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna, heldur ekki síður vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Icelandair Skoðun WOW Air Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina. Sú staða var uppi í byrjun liðinnar viku, þegar útlitið var orðið verulega dökkt varðandi hvort útboðið myndi klárast, að raunhæfar líkur voru á því að félagið þyrfti að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sú niðurstaða varð sem betur fer ekki að veruleika. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar. Höggið fyrir íslenskt efnahagslíf, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, hefði verið umtalsvert þar sem gengið hefði veikst, eignamarkaðir lækkað og spár um hóflegan hagvöxt snúist upp í samdrátt. Flugfélagið er núna komið fyrir vind – að minnsta kosti í bili – en það stendur hins vegar eftir sem áður, rétt eins og mörg önnur evrópsk flugfélög, frammi fyrir erfiðum áskorunum á komandi vetri og stjórnendur hafa lítið svigrúm til að taka rangar ákvarðanir. Engar olíuverðslækkanir eru í spákortunum og gríðarhörð samkeppni í flugi yfir hafið þýðir að meðalfargjöld munu áfram haldast mjög lág. Áætlanir WOW air gera ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða tapi á þessu ári en að verulegur viðsnúningur verði í afkomu félagsins á næsta ári. Erfitt er að sjá hvernig þær spár, sem eru sagðar grundvallast á auknum hliðartekjum, eigi að geta gengið eftir miðað við óbreyttar ytri aðstæður. Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum. Það má ekki seinna vera. Þótt fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna sé um margt ólík – hún er augljóslega sterkari í tilfelli Icelandair – þá er ljóst að fjárfestar hafa takmarkaða trú á því að stjórnendum Icelandair takist að rétta við gengi félagsins. Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara. Staðan í hagkerfinu er þess vegna viðkvæm. Það er erfiður vetur í vændum, ekki aðeins sökum óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna, heldur ekki síður vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun