

Svikalogn
Flugfélagið er núna komið fyrir vind – að minnsta kosti í bili – en það stendur hins vegar eftir sem áður, rétt eins og mörg önnur evrópsk flugfélög, frammi fyrir erfiðum áskorunum á komandi vetri og stjórnendur hafa lítið svigrúm til að taka rangar ákvarðanir. Engar olíuverðslækkanir eru í spákortunum og gríðarhörð samkeppni í flugi yfir hafið þýðir að meðalfargjöld munu áfram haldast mjög lág.
Áætlanir WOW air gera ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða tapi á þessu ári en að verulegur viðsnúningur verði í afkomu félagsins á næsta ári. Erfitt er að sjá hvernig þær spár, sem eru sagðar grundvallast á auknum hliðartekjum, eigi að geta gengið eftir miðað við óbreyttar ytri aðstæður. Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum. Það má ekki seinna vera.
Þótt fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna sé um margt ólík – hún er augljóslega sterkari í tilfelli Icelandair – þá er ljóst að fjárfestar hafa takmarkaða trú á því að stjórnendum Icelandair takist að rétta við gengi félagsins. Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara.
Staðan í hagkerfinu er þess vegna viðkvæm. Það er erfiður vetur í vændum, ekki aðeins sökum óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna, heldur ekki síður vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki.
Skoðun

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Varalitur á skattagrísinum
Helgi Brynjarsson skrifar

Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf
Magnús Magnússon skrifar

Hingað og ekki lengra
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga
Hannes Örn Blandon skrifar

Þegar líða fer að jólum
Ísak Hilmarsson skrifar

Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum
Bergþóra Góa Kvaran skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar
Sveinn Ægir Birgisson skrifar

Meistaragráða í lífsreynslu
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Stjórnvöld, Óskar á heima hér!
Þóra Andrésdóttir skrifar

Dvel þú í draumahöll
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Níðingsverk
Jón Daníelsson skrifar

Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir
Stefán Jón Hafstein skrifar

Æji nei innflytjendur
Davíð Aron Routley skrifar

Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Samstaða, kjarkur og þor
Björn Snæbjörnsson skrifar

Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám
Darri Rafn Hólmarsson skrifar

Yfirfull fangelsi, brostið kerfi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur
Árni B. Möller skrifar