Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði? Tryggvi Ásmundsson skrifar 20. september 2018 08:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt. Í Fréttablaðinu 23.1. 2004 birtist eftirfarandi viðtal við Birgi Jakobsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Sparnaður fyrir ríkið. „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrirmyndar hvað varðar þá hágæðaþjónustu sem er í boði á tiltölulega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobsson, íslenskur framkvæmdastjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand Hóteli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðissviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkrahúsi. Starfsmenn sjúkrahússins eru um 1500 og sjúkrarúm um 300, en ársvelta sjúkrahússins nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Birgir segir að samningar hafi verið gerðir við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkisreknu sjúkrahúsanna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkisreknu sjúkrahúsin, en greiðslan fyrir hvert sjúkratilfelli er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkrahúsunum. Það kemur til af því að við erum með hagkvæmari rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstrarafgang á hverju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. Í þessu sérlega skýra viðtali eru 2 lykilatriði: Einkarekstur verður að hafa samkeppni og eðlilegast er að sú samkeppni sé við ríkið. Ríkið verður að vita nákvæmlega hvað hlutirnir kosta og gera þá kröfu að einkareksturinn sé ódýrari. 10% krafa er eðlileg. Þetta girðir fyrir að gróði fari úr böndunum. Það mætti jafnvel gera þá kröfu að samningur komi til endurskoðunar fari hagnaður fram úr umsömdum mörkum. Hitt atriðið er að fyrirtæki verður að reka með hagnaði. Annars lifa þau ekki af. Það þarf fé í viðhald húsnæðis og tækja, ný og áður óþekkt tæki, nýjungar og fyrirtæki verður að geta mætt óvæntum áföllum. Seinast og ekki síst verður að vera hægt að umbuna góðu starfsfólki. Lítil starfsmannavelta og góður starfsandi er akkeri hvers fyrirtækis. Mér finnst þetta atriði oft gleymast hjá opinberum fyrirtækjum. Ég bið um rök sem mæla gegn svona einkarekstri. Sjálfur kem ég ekki auga á þau. Nú er það staðreynd að öll tannlæknaþjónusta og megnið af sjúkraþjálfun er einkarekin og niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það er yfirleitt ekki minnst á þetta og öllum finnst það sjálfsagt. Hver er munurinn á þessu og stofurekstri sérfræðilækna?Höfundur er læknir á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt. Í Fréttablaðinu 23.1. 2004 birtist eftirfarandi viðtal við Birgi Jakobsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Sparnaður fyrir ríkið. „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrirmyndar hvað varðar þá hágæðaþjónustu sem er í boði á tiltölulega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobsson, íslenskur framkvæmdastjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand Hóteli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðissviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkrahúsi. Starfsmenn sjúkrahússins eru um 1500 og sjúkrarúm um 300, en ársvelta sjúkrahússins nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Birgir segir að samningar hafi verið gerðir við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkisreknu sjúkrahúsanna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkisreknu sjúkrahúsin, en greiðslan fyrir hvert sjúkratilfelli er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkrahúsunum. Það kemur til af því að við erum með hagkvæmari rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstrarafgang á hverju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. Í þessu sérlega skýra viðtali eru 2 lykilatriði: Einkarekstur verður að hafa samkeppni og eðlilegast er að sú samkeppni sé við ríkið. Ríkið verður að vita nákvæmlega hvað hlutirnir kosta og gera þá kröfu að einkareksturinn sé ódýrari. 10% krafa er eðlileg. Þetta girðir fyrir að gróði fari úr böndunum. Það mætti jafnvel gera þá kröfu að samningur komi til endurskoðunar fari hagnaður fram úr umsömdum mörkum. Hitt atriðið er að fyrirtæki verður að reka með hagnaði. Annars lifa þau ekki af. Það þarf fé í viðhald húsnæðis og tækja, ný og áður óþekkt tæki, nýjungar og fyrirtæki verður að geta mætt óvæntum áföllum. Seinast og ekki síst verður að vera hægt að umbuna góðu starfsfólki. Lítil starfsmannavelta og góður starfsandi er akkeri hvers fyrirtækis. Mér finnst þetta atriði oft gleymast hjá opinberum fyrirtækjum. Ég bið um rök sem mæla gegn svona einkarekstri. Sjálfur kem ég ekki auga á þau. Nú er það staðreynd að öll tannlæknaþjónusta og megnið af sjúkraþjálfun er einkarekin og niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það er yfirleitt ekki minnst á þetta og öllum finnst það sjálfsagt. Hver er munurinn á þessu og stofurekstri sérfræðilækna?Höfundur er læknir á eftirlaunum.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun