Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði? Tryggvi Ásmundsson skrifar 20. september 2018 08:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt. Í Fréttablaðinu 23.1. 2004 birtist eftirfarandi viðtal við Birgi Jakobsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Sparnaður fyrir ríkið. „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrirmyndar hvað varðar þá hágæðaþjónustu sem er í boði á tiltölulega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobsson, íslenskur framkvæmdastjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand Hóteli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðissviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkrahúsi. Starfsmenn sjúkrahússins eru um 1500 og sjúkrarúm um 300, en ársvelta sjúkrahússins nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Birgir segir að samningar hafi verið gerðir við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkisreknu sjúkrahúsanna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkisreknu sjúkrahúsin, en greiðslan fyrir hvert sjúkratilfelli er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkrahúsunum. Það kemur til af því að við erum með hagkvæmari rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstrarafgang á hverju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. Í þessu sérlega skýra viðtali eru 2 lykilatriði: Einkarekstur verður að hafa samkeppni og eðlilegast er að sú samkeppni sé við ríkið. Ríkið verður að vita nákvæmlega hvað hlutirnir kosta og gera þá kröfu að einkareksturinn sé ódýrari. 10% krafa er eðlileg. Þetta girðir fyrir að gróði fari úr böndunum. Það mætti jafnvel gera þá kröfu að samningur komi til endurskoðunar fari hagnaður fram úr umsömdum mörkum. Hitt atriðið er að fyrirtæki verður að reka með hagnaði. Annars lifa þau ekki af. Það þarf fé í viðhald húsnæðis og tækja, ný og áður óþekkt tæki, nýjungar og fyrirtæki verður að geta mætt óvæntum áföllum. Seinast og ekki síst verður að vera hægt að umbuna góðu starfsfólki. Lítil starfsmannavelta og góður starfsandi er akkeri hvers fyrirtækis. Mér finnst þetta atriði oft gleymast hjá opinberum fyrirtækjum. Ég bið um rök sem mæla gegn svona einkarekstri. Sjálfur kem ég ekki auga á þau. Nú er það staðreynd að öll tannlæknaþjónusta og megnið af sjúkraþjálfun er einkarekin og niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það er yfirleitt ekki minnst á þetta og öllum finnst það sjálfsagt. Hver er munurinn á þessu og stofurekstri sérfræðilækna?Höfundur er læknir á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt. Í Fréttablaðinu 23.1. 2004 birtist eftirfarandi viðtal við Birgi Jakobsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Sparnaður fyrir ríkið. „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrirmyndar hvað varðar þá hágæðaþjónustu sem er í boði á tiltölulega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobsson, íslenskur framkvæmdastjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand Hóteli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðissviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkrahúsi. Starfsmenn sjúkrahússins eru um 1500 og sjúkrarúm um 300, en ársvelta sjúkrahússins nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Birgir segir að samningar hafi verið gerðir við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkisreknu sjúkrahúsanna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkisreknu sjúkrahúsin, en greiðslan fyrir hvert sjúkratilfelli er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkrahúsunum. Það kemur til af því að við erum með hagkvæmari rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstrarafgang á hverju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. Í þessu sérlega skýra viðtali eru 2 lykilatriði: Einkarekstur verður að hafa samkeppni og eðlilegast er að sú samkeppni sé við ríkið. Ríkið verður að vita nákvæmlega hvað hlutirnir kosta og gera þá kröfu að einkareksturinn sé ódýrari. 10% krafa er eðlileg. Þetta girðir fyrir að gróði fari úr böndunum. Það mætti jafnvel gera þá kröfu að samningur komi til endurskoðunar fari hagnaður fram úr umsömdum mörkum. Hitt atriðið er að fyrirtæki verður að reka með hagnaði. Annars lifa þau ekki af. Það þarf fé í viðhald húsnæðis og tækja, ný og áður óþekkt tæki, nýjungar og fyrirtæki verður að geta mætt óvæntum áföllum. Seinast og ekki síst verður að vera hægt að umbuna góðu starfsfólki. Lítil starfsmannavelta og góður starfsandi er akkeri hvers fyrirtækis. Mér finnst þetta atriði oft gleymast hjá opinberum fyrirtækjum. Ég bið um rök sem mæla gegn svona einkarekstri. Sjálfur kem ég ekki auga á þau. Nú er það staðreynd að öll tannlæknaþjónusta og megnið af sjúkraþjálfun er einkarekin og niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það er yfirleitt ekki minnst á þetta og öllum finnst það sjálfsagt. Hver er munurinn á þessu og stofurekstri sérfræðilækna?Höfundur er læknir á eftirlaunum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar