Facebook treður nýjar slóðir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. október 2018 06:30 Lofa að njósna ekki í gegnum Portal. Getty/Thomas Trutschel Samfélagsmiðlarisinn Facebook, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og WhatsApp, kynnti í gær tvo nýja snjallskjái úr smiðju fyrirtækisins. Skjáirnir kallast Portal og Portal Plus. Alexa, stafræni aðstoðarmaðurinn úr smiðju Amazon, er innbyggð í skjáina en þeir eru þó einna helst hugsaðir fyrir myndbandssamtöl í gegnum Messenger-appið. Með Portal og Portal Plus hafa orðið ákveðin kaflaskil í sögu Facebook. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið sendir frá sér vélbúnað. Hingað til hefur hugbúnaður verið viðfangsefnið og hefur sú vinna heppnast vel enda notar gríðarlegur fjöldi samfélagsmiðla fyrirtækisins. Þó er vert að minnast á það að Facebook keypti sýndarveruleikagleraugnaframleiðandann Oculus árið 2014. Portal-skjáirnir eru þó settir á markað undir nafni Facebook. Kynningu Facebook var ekki tekið gagnrýnislaust í gær. Jeremy White hjá tæknitímaritinu Wired sagði til að mynda að tímasetningin væri einstaklega óheppileg í ljósi þess að nýlega hafi verið brotist inn í milljónir reikninga notenda Facebook. „Spurningin er einfaldlega sú hvort fólk muni hundsa ógn við öryggi sitt vegna þess hve vel því líst á vöruna,“ sagði White. Andrew Bosworth, sem stýrir markaðssetningu Portal, sagði við BBC að skiljanlega hefðu neytendur áhyggjur af því að Facebook kæmi hljóðnemum og myndavélum inn á heimili neytenda. Facebook myndi hins vegar ekki undir nokkrum kringumstæðum njósna um viðskiptavini sína í gegnum Portal. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og WhatsApp, kynnti í gær tvo nýja snjallskjái úr smiðju fyrirtækisins. Skjáirnir kallast Portal og Portal Plus. Alexa, stafræni aðstoðarmaðurinn úr smiðju Amazon, er innbyggð í skjáina en þeir eru þó einna helst hugsaðir fyrir myndbandssamtöl í gegnum Messenger-appið. Með Portal og Portal Plus hafa orðið ákveðin kaflaskil í sögu Facebook. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið sendir frá sér vélbúnað. Hingað til hefur hugbúnaður verið viðfangsefnið og hefur sú vinna heppnast vel enda notar gríðarlegur fjöldi samfélagsmiðla fyrirtækisins. Þó er vert að minnast á það að Facebook keypti sýndarveruleikagleraugnaframleiðandann Oculus árið 2014. Portal-skjáirnir eru þó settir á markað undir nafni Facebook. Kynningu Facebook var ekki tekið gagnrýnislaust í gær. Jeremy White hjá tæknitímaritinu Wired sagði til að mynda að tímasetningin væri einstaklega óheppileg í ljósi þess að nýlega hafi verið brotist inn í milljónir reikninga notenda Facebook. „Spurningin er einfaldlega sú hvort fólk muni hundsa ógn við öryggi sitt vegna þess hve vel því líst á vöruna,“ sagði White. Andrew Bosworth, sem stýrir markaðssetningu Portal, sagði við BBC að skiljanlega hefðu neytendur áhyggjur af því að Facebook kæmi hljóðnemum og myndavélum inn á heimili neytenda. Facebook myndi hins vegar ekki undir nokkrum kringumstæðum njósna um viðskiptavini sína í gegnum Portal.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira