Lýðheilsa Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. október 2018 07:00 Árlega má rekja um 63 prósent dauðsfalla í heiminum til sjúkdóma sem ekki eru komnir til vegna smits. Þetta eru hinir svokölluðu smitlausu sjúkdómar. Þessir kvillar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir; oft krónísk veikindi, stundum skyndileg dauðsföll. Árið 2012 mátti rekja 38 milljónir dauðsfalla í heiminum til þessara sjúkdóma. Koma má í veg fyrir langflesta smitlausa sjúkdóma, enda eru þeir oftar en ekki háðir breytum sem mögulegt er að stýra, eða eiga við. Flestar birtingarmyndir krabbameins má flokka sem smitlausan sjúkdóm sem háður er ytri breytum og þáttum. Hægt er að koma í veg fyrir 30 til 50 prósent allra krabbameina með því að lágmarka aukna áhættu sem hlýst af tóbaksreykingum, ofþyngd, offitu, lélegu mataræði, of lítilli hreyfingu, áfengisneyslu og loftmengun. Krabbamein er því ekki aðeins bundið við óheppilegar stökkbreytingar í erfðaefni okkar og óstjórnlega fjölgun frumna í kjölfarið, heldur hverfist það að stórum hluta um okkar eigin ákvarðanir, umhverfi og lífsstíl. Tíðindi af mikilvægum framförum í krabbameinslækningum og erfðavísindum dynja á okkur öllum stundum, og öðru hverju í bland við staðlausa stafi hómópata, grasalækna og annarra sölumanna snákaolíu um ósannreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir krabbamein og aðra kvilla. Það er auðvelt, jafnvel freistandi, að falla í gryfju aðleiðslu sem byggð er á því sem blasir við okkur, í stað þess að komast að niðurstöðu eða ályktun á rökréttan hátt. Það verður vafalaust erfitt að telja almenningi trú um að hann sjálfur beri á endanum mestu ábyrgðina. Raunar er slíkt ómögulegt þegar þjóðarleiðtogar og aðrir sem tök hafa til að móta opinbera umræðu lýsa því yfir að lækning verði að finnast við krabbameini. Sama hversu miklum peningum við ausum í krabbameinsrannsóknir þá verður afraksturinn aldrei lækning. Þannig eru slíkar yfirlýsingar aðeins til þess fallnar að létta ábyrgðinni af einstaklingum. Eins mikilvægt og það er að efla rannsóknir á sviðum erfða og krabbameins, þá verður þessi mikilvægi vilji til að sigrast á hinu ósigranlega að endurspeglast í opinberri stefnumótun ríkis og sveitarfélaga. Þar sem einstaklingurinn er virkjaður í baráttunni og hvattur til að taka skynsamlegar ákvarðanir um lífsstíl sinn og umhverfi. Það er auðveldara að koma í veg fyrir krabbamein en að lækna það. Með aukinni þátttöku í skimunum og snemmgreiningu krabbameins, auk bólusetningar við þeim veirum sem tengdar eru krabbameini (HPV), verður hægt að ná miklum árangri. En mikilvægasta aðgerðin mun ávallt taka til áhættuþátta í umhverfinu og bætts lífsmynsturs almennings. Slík áhersla krefst meiriháttar fjárfestingar, en ef við ætlum á annað borð að reyna að eiga við hið óviðráðanlega þá getum við allt eins gert það af eins miklum krafti og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Árlega má rekja um 63 prósent dauðsfalla í heiminum til sjúkdóma sem ekki eru komnir til vegna smits. Þetta eru hinir svokölluðu smitlausu sjúkdómar. Þessir kvillar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir; oft krónísk veikindi, stundum skyndileg dauðsföll. Árið 2012 mátti rekja 38 milljónir dauðsfalla í heiminum til þessara sjúkdóma. Koma má í veg fyrir langflesta smitlausa sjúkdóma, enda eru þeir oftar en ekki háðir breytum sem mögulegt er að stýra, eða eiga við. Flestar birtingarmyndir krabbameins má flokka sem smitlausan sjúkdóm sem háður er ytri breytum og þáttum. Hægt er að koma í veg fyrir 30 til 50 prósent allra krabbameina með því að lágmarka aukna áhættu sem hlýst af tóbaksreykingum, ofþyngd, offitu, lélegu mataræði, of lítilli hreyfingu, áfengisneyslu og loftmengun. Krabbamein er því ekki aðeins bundið við óheppilegar stökkbreytingar í erfðaefni okkar og óstjórnlega fjölgun frumna í kjölfarið, heldur hverfist það að stórum hluta um okkar eigin ákvarðanir, umhverfi og lífsstíl. Tíðindi af mikilvægum framförum í krabbameinslækningum og erfðavísindum dynja á okkur öllum stundum, og öðru hverju í bland við staðlausa stafi hómópata, grasalækna og annarra sölumanna snákaolíu um ósannreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir krabbamein og aðra kvilla. Það er auðvelt, jafnvel freistandi, að falla í gryfju aðleiðslu sem byggð er á því sem blasir við okkur, í stað þess að komast að niðurstöðu eða ályktun á rökréttan hátt. Það verður vafalaust erfitt að telja almenningi trú um að hann sjálfur beri á endanum mestu ábyrgðina. Raunar er slíkt ómögulegt þegar þjóðarleiðtogar og aðrir sem tök hafa til að móta opinbera umræðu lýsa því yfir að lækning verði að finnast við krabbameini. Sama hversu miklum peningum við ausum í krabbameinsrannsóknir þá verður afraksturinn aldrei lækning. Þannig eru slíkar yfirlýsingar aðeins til þess fallnar að létta ábyrgðinni af einstaklingum. Eins mikilvægt og það er að efla rannsóknir á sviðum erfða og krabbameins, þá verður þessi mikilvægi vilji til að sigrast á hinu ósigranlega að endurspeglast í opinberri stefnumótun ríkis og sveitarfélaga. Þar sem einstaklingurinn er virkjaður í baráttunni og hvattur til að taka skynsamlegar ákvarðanir um lífsstíl sinn og umhverfi. Það er auðveldara að koma í veg fyrir krabbamein en að lækna það. Með aukinni þátttöku í skimunum og snemmgreiningu krabbameins, auk bólusetningar við þeim veirum sem tengdar eru krabbameini (HPV), verður hægt að ná miklum árangri. En mikilvægasta aðgerðin mun ávallt taka til áhættuþátta í umhverfinu og bætts lífsmynsturs almennings. Slík áhersla krefst meiriháttar fjárfestingar, en ef við ætlum á annað borð að reyna að eiga við hið óviðráðanlega þá getum við allt eins gert það af eins miklum krafti og mögulegt er.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun