Fljótum við sofandi að feigðarósi? Björn Þorláksson skrifar 9. október 2018 07:00 Brýnt er að velta fyrir sér framlagi Íslendinga og stefnu til að sporna við hnattrænni hlýnun. Ef horft er til sviðs stjórnmálanna má spyrja hvers konar viðurlög og hvatakerfi eru æskilegust til að við verðum sjálfbært draumaþjóðfélag? Framtíðarsýn Evrópu er að draumaþjóðfélagið losi lítinn koltvísýring og umhverfisvæn hagkerfi myndi grunn að vellíðan almennings ásamt þrautseigum vistkerfum. Helstu áskoranir tengjast ósjálfbærum framleiðslu- og neyslukerfum og áhrifum þeirra til langs tíma á vistkerfi og heilsu manna. „Raunar eigum við erfitt með að skilja hugmyndina hvað það þýðir að lifa innan þolmarka plánetunnar. Það sem er hins vegar augljóst er að við verðum að breyta lykilkerfum á borð við samgöngu-, orku-, húsnæðis- og matvælakerfi ef við viljum breytingar til lengri tíma litið,“ sagði Hans Bruyninckx , framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, þegar síðasta SOER-skýrsla um stöðu og horfur í umhverfismálum var kynnt. Ísland hefur alla burði að standa sig vel og leggja fram þekkingu til alþjóðasamstarfs um umhverfismál. Hitt er ljóst hvað okkar heimahlutskipti varðar að þótt nægt neysluvatn og ýmsir aðrir þættir séu okkur hagfelldir, þarf umpólun á ýmsum öðrum sviðum í meðvitund einstaklinga, fyrirtækja, atvinnulífs og stjórnmála gagnvart mikilvægi umhverfismála. Æska landsins virðist þó reiðubúin til að axla ábyrgð gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum ógnum sem steðja að veröldinni. Athygli hefur vakið að síðustu misseri hefur mátt sjá mikinn fjölda frétta þar sem börn eru leiðandi afl í umhverfismálum og vekja okkur hin sem eldri erum. Hvort við verðum nokkru sinni „draumaþjóðfélag“ er erfitt að segja. En það er mikilvægt að meðvitund barnanna okkar skerðist ekki vegna þess að við, „fullorðnir Íslendingar“, séum þeim ekki nægilega góð fyrirmynd í umhverfismálum. Lífsgæði og afkomumöguleikar okkar eigin barna eru undir. Í þeim efnum dugar ekki að fljóta sofandi að feigðarósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Kveikjum neistann - Leikskólinn er einn af lyklum að leið til árangurs Hermundur Sigmundsson,Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Skoðun Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Brýnt er að velta fyrir sér framlagi Íslendinga og stefnu til að sporna við hnattrænni hlýnun. Ef horft er til sviðs stjórnmálanna má spyrja hvers konar viðurlög og hvatakerfi eru æskilegust til að við verðum sjálfbært draumaþjóðfélag? Framtíðarsýn Evrópu er að draumaþjóðfélagið losi lítinn koltvísýring og umhverfisvæn hagkerfi myndi grunn að vellíðan almennings ásamt þrautseigum vistkerfum. Helstu áskoranir tengjast ósjálfbærum framleiðslu- og neyslukerfum og áhrifum þeirra til langs tíma á vistkerfi og heilsu manna. „Raunar eigum við erfitt með að skilja hugmyndina hvað það þýðir að lifa innan þolmarka plánetunnar. Það sem er hins vegar augljóst er að við verðum að breyta lykilkerfum á borð við samgöngu-, orku-, húsnæðis- og matvælakerfi ef við viljum breytingar til lengri tíma litið,“ sagði Hans Bruyninckx , framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, þegar síðasta SOER-skýrsla um stöðu og horfur í umhverfismálum var kynnt. Ísland hefur alla burði að standa sig vel og leggja fram þekkingu til alþjóðasamstarfs um umhverfismál. Hitt er ljóst hvað okkar heimahlutskipti varðar að þótt nægt neysluvatn og ýmsir aðrir þættir séu okkur hagfelldir, þarf umpólun á ýmsum öðrum sviðum í meðvitund einstaklinga, fyrirtækja, atvinnulífs og stjórnmála gagnvart mikilvægi umhverfismála. Æska landsins virðist þó reiðubúin til að axla ábyrgð gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum ógnum sem steðja að veröldinni. Athygli hefur vakið að síðustu misseri hefur mátt sjá mikinn fjölda frétta þar sem börn eru leiðandi afl í umhverfismálum og vekja okkur hin sem eldri erum. Hvort við verðum nokkru sinni „draumaþjóðfélag“ er erfitt að segja. En það er mikilvægt að meðvitund barnanna okkar skerðist ekki vegna þess að við, „fullorðnir Íslendingar“, séum þeim ekki nægilega góð fyrirmynd í umhverfismálum. Lífsgæði og afkomumöguleikar okkar eigin barna eru undir. Í þeim efnum dugar ekki að fljóta sofandi að feigðarósi.
Kveikjum neistann - Leikskólinn er einn af lyklum að leið til árangurs Hermundur Sigmundsson,Svava Þ. Hjaltalín Skoðun
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Kveikjum neistann - Leikskólinn er einn af lyklum að leið til árangurs Hermundur Sigmundsson,Svava Þ. Hjaltalín Skoðun
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun