Hugsjónir, lífsgleði og amma Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. október 2018 07:00 Mér finnst ég reglulega komast, með einum eða öðrum hætti, í tæri við þau sjónarmið fólks á ákveðnu efra aldursbili – þetta eru oft karlmenn um sjötugt – að yngra fólk aðhyllist ekki neinar hugsjónir. Að hugsjónir séu dánar. Því er haldið fram með þó nokkrum söknuði að um 1970 hafi fólk haft miklar hugsjónir. Þá hafi fólk farið í kröfugöngur og slegist við lögguna. Fólki var heitt í hamsi árið 1970. Núna sé öllum skítsama. Fólk hangi bara í símunum sínum. Áður en ég fullyrði, af sjónarhóli manns sem lítur ennþá á sig sem ungan (þótt hann sé það ekki), að þessi sjónarmið séu beinlínis röng, vil ég segja þetta: Mikið ofsalega hlýtur að vera leiðinlegt að verða gamall og líða svona. Að hafa litla sem enga trú á samtíma sínum. Að halda að hápunktur sögunnar hafi átt sér stað fyrir fimmtíu árum og ekkert merkilegt hafi gerst síðan þá. Ég hugsa stundum um ömmu mína þegar svona forpokuð sjónarmið eru annars vegar. Amma mín hafði sífelldan og einlægan áhuga á umhverfi sínu, öðru fólki, fréttum, stjórnmálum, lífinu. Þegar hún var 95 ára dró hún mig á tónleika með Björk í Laugardalshöll, á sama tíma og hinir sjötugu, aðallega, voru að rembast við að semja brandara um Björk og að röddin hennar væri eins og kattarbreim. Á dánarbeðinum spurði amma hjúkrunarkonurnar spjörunum úr. Hún þurfti að vita hvaðan þær væru, hvar þær stæðu í pólitíkinni og hvort þær ættu börn og maka. Amma hlustaði á Útvarp Sögu á hverjum degi fram undir það síðasta og komst að þeirri undraverðu niðurstöðu að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Mér hefur alltaf fundist það ótrúlegt dæmi um sigur mannsandans.Forvitnin Forvitnin og löngunin til þess að skilja samtímann gerði það að verkum að amma Hlíf varð 106 ára gömul. Hún var södd lífdaga í lokin. En forvitnisblikið var samt enn í augunum. Á dánarbeðinum sagði hún mér að þó svo hún væri reiðubúin að deyja, þá langaði hana samt svolítið að vita hvernig næstu kosningar færu. Vinnur íhaldið á? Tapar Samfylkingin? Hvað með nýju framboðin? Sjálf fór amma í framboð í Reykjavík norður þegar hún var 104 ára. Það er ómetanlegt fyrir mann í lífinu að eiga sér svona fyrirmynd og leiðarljós. Tilhneigingin til tuðs og bölmóðs er alltaf til staðar. Það er hins vegar talsvert miklu meira gefandi, þótt það sé erfiðara, að reyna að skilja samtíma sinn frekar en að dæma hann. Að viðhalda forvitninni og áhuganum. Fari ég einhvern tímann á þann stað í lífinu að ég lýsi því yfir í heyranda hljóði – hvað þá í blaðagrein – að allt þetta unga fólk skilji ekki hugsjónir og sé sama um allt, þá má fara með mig tuldrandi upp á heiði og hlekkja við grjót. Í náttfötunum. Ekki með síma.Hugsjónalausu málin Nokkur pólitísk stefnumál hafa á undanförnum árum orðið mönnunum tilefni til þess að fullyrða að aðrir hafi engar hugsjónir. Það að einhver vilji breyta klukkunni og samræma hana sólargangi er haft til marks um gríðarlegt hugsjónaleysi. Að einhver vilji innleiða frelsi í nafngiftum er talið annað slíkt dæmi. Að vilja áfengi í kjörbúðir er hugsjónaleysi af verstu sort. Að telja það allt í lagi að hótel rísi í miðbænum, jafnvel á Landssímareitnum, er ekki bara talið hugsjónaleysi heldur beinlínis árás á menningu þjóðarinnar. Allt fólk sem aðhyllist svona lagað, og vill kannski þar að auki færa Reykjavíkurflugvöll og ganga í Evrópusambandið, er grandvaralaus skríll sem hefur aldrei barist við lögguna né heldur skilið fullveldið. Hér lýsi ég tilfinningu. Ég skynja sterkt þessa víbra. Ákveðnar skoðanir eru hafðar til marks um ekkert vit sé lengur í pólitíkinni. Fólki er bara sama um allt. Það vill að fólk fái að skíra börnin sín Niðursuðudós. Ef ég hef rétt fyrir mér, má ég þá frekar biðja um hitt: Að reynt sé að skilja hver hugsjónin er að baki hverju stefnumáli. Að baki umræðunni um að breyta klukkunni býr löngun til þess að þjóðfélaginu sé hagað í samræmi við bestu þekkingu á lýðheilsu. Að röng klukka hafi áhrif á líðan, einkum ungs fólks, er kenning sem nýverið hlaut Nóbelsverðlaun. Og frelsið til að fá að gefa barni sínu nafn að eigin vali, hvernig er það ekki hugsjón? Barátta gegn forræðishyggju, fyrir því að fólki sé treyst, er einhver hugsjónaþrungnasta barátta sem til er. Þannig má þræða sig í gegnum skoðanirnar, eina af annarri, og reyna að skilja þær allar. Ef maður gerir það, þá verður maður 106 ára og deyr glaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst ég reglulega komast, með einum eða öðrum hætti, í tæri við þau sjónarmið fólks á ákveðnu efra aldursbili – þetta eru oft karlmenn um sjötugt – að yngra fólk aðhyllist ekki neinar hugsjónir. Að hugsjónir séu dánar. Því er haldið fram með þó nokkrum söknuði að um 1970 hafi fólk haft miklar hugsjónir. Þá hafi fólk farið í kröfugöngur og slegist við lögguna. Fólki var heitt í hamsi árið 1970. Núna sé öllum skítsama. Fólk hangi bara í símunum sínum. Áður en ég fullyrði, af sjónarhóli manns sem lítur ennþá á sig sem ungan (þótt hann sé það ekki), að þessi sjónarmið séu beinlínis röng, vil ég segja þetta: Mikið ofsalega hlýtur að vera leiðinlegt að verða gamall og líða svona. Að hafa litla sem enga trú á samtíma sínum. Að halda að hápunktur sögunnar hafi átt sér stað fyrir fimmtíu árum og ekkert merkilegt hafi gerst síðan þá. Ég hugsa stundum um ömmu mína þegar svona forpokuð sjónarmið eru annars vegar. Amma mín hafði sífelldan og einlægan áhuga á umhverfi sínu, öðru fólki, fréttum, stjórnmálum, lífinu. Þegar hún var 95 ára dró hún mig á tónleika með Björk í Laugardalshöll, á sama tíma og hinir sjötugu, aðallega, voru að rembast við að semja brandara um Björk og að röddin hennar væri eins og kattarbreim. Á dánarbeðinum spurði amma hjúkrunarkonurnar spjörunum úr. Hún þurfti að vita hvaðan þær væru, hvar þær stæðu í pólitíkinni og hvort þær ættu börn og maka. Amma hlustaði á Útvarp Sögu á hverjum degi fram undir það síðasta og komst að þeirri undraverðu niðurstöðu að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Mér hefur alltaf fundist það ótrúlegt dæmi um sigur mannsandans.Forvitnin Forvitnin og löngunin til þess að skilja samtímann gerði það að verkum að amma Hlíf varð 106 ára gömul. Hún var södd lífdaga í lokin. En forvitnisblikið var samt enn í augunum. Á dánarbeðinum sagði hún mér að þó svo hún væri reiðubúin að deyja, þá langaði hana samt svolítið að vita hvernig næstu kosningar færu. Vinnur íhaldið á? Tapar Samfylkingin? Hvað með nýju framboðin? Sjálf fór amma í framboð í Reykjavík norður þegar hún var 104 ára. Það er ómetanlegt fyrir mann í lífinu að eiga sér svona fyrirmynd og leiðarljós. Tilhneigingin til tuðs og bölmóðs er alltaf til staðar. Það er hins vegar talsvert miklu meira gefandi, þótt það sé erfiðara, að reyna að skilja samtíma sinn frekar en að dæma hann. Að viðhalda forvitninni og áhuganum. Fari ég einhvern tímann á þann stað í lífinu að ég lýsi því yfir í heyranda hljóði – hvað þá í blaðagrein – að allt þetta unga fólk skilji ekki hugsjónir og sé sama um allt, þá má fara með mig tuldrandi upp á heiði og hlekkja við grjót. Í náttfötunum. Ekki með síma.Hugsjónalausu málin Nokkur pólitísk stefnumál hafa á undanförnum árum orðið mönnunum tilefni til þess að fullyrða að aðrir hafi engar hugsjónir. Það að einhver vilji breyta klukkunni og samræma hana sólargangi er haft til marks um gríðarlegt hugsjónaleysi. Að einhver vilji innleiða frelsi í nafngiftum er talið annað slíkt dæmi. Að vilja áfengi í kjörbúðir er hugsjónaleysi af verstu sort. Að telja það allt í lagi að hótel rísi í miðbænum, jafnvel á Landssímareitnum, er ekki bara talið hugsjónaleysi heldur beinlínis árás á menningu þjóðarinnar. Allt fólk sem aðhyllist svona lagað, og vill kannski þar að auki færa Reykjavíkurflugvöll og ganga í Evrópusambandið, er grandvaralaus skríll sem hefur aldrei barist við lögguna né heldur skilið fullveldið. Hér lýsi ég tilfinningu. Ég skynja sterkt þessa víbra. Ákveðnar skoðanir eru hafðar til marks um ekkert vit sé lengur í pólitíkinni. Fólki er bara sama um allt. Það vill að fólk fái að skíra börnin sín Niðursuðudós. Ef ég hef rétt fyrir mér, má ég þá frekar biðja um hitt: Að reynt sé að skilja hver hugsjónin er að baki hverju stefnumáli. Að baki umræðunni um að breyta klukkunni býr löngun til þess að þjóðfélaginu sé hagað í samræmi við bestu þekkingu á lýðheilsu. Að röng klukka hafi áhrif á líðan, einkum ungs fólks, er kenning sem nýverið hlaut Nóbelsverðlaun. Og frelsið til að fá að gefa barni sínu nafn að eigin vali, hvernig er það ekki hugsjón? Barátta gegn forræðishyggju, fyrir því að fólki sé treyst, er einhver hugsjónaþrungnasta barátta sem til er. Þannig má þræða sig í gegnum skoðanirnar, eina af annarri, og reyna að skilja þær allar. Ef maður gerir það, þá verður maður 106 ára og deyr glaður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun