
Uppeldi drengja til kvenmennsku
Bandaríski barnageðlæknirinn, Kyle D. Pruett (f. 1943), hefur margt skynsamlegt ritað um uppeldi í áranna rás. Hann bendir m.a. á, að rannsóknir leiði í ljós mjög frábrugðið viðmót fullorðinna gagnvart kornabörnum, stúlkum og drengjum. Blái drengurinn er síður faðmaður, það er minna við hann talað og meira með hann hnoðast en stúkubörnin. Honum er gjarnan lýst sem stórum, styrkum og sjálfstæðum. Bleiku stúlkunni er fremur lýst sem viðkvæmri og mjúkri um leið og meira er lesið fyrir hana og meira við hana gælt. Sé drengur klæddur í bleikt, breytist viðmótið í dæmigert stúlkubarnsviðmót. Með drengjum er síður ræktaður hæfileikinn til aðhlynningar, nærandi umhyggju og tilfinninganæmis. Hæfileikann hafa bæði kyn fengið í vöggugjöf.
Í gamni og alvöru má geta þess, að á Íslandi eru reifabörn enn íklædd bleiku eða bláu eftir því, hvernig þau líta út til klofsins. Þau koma yfirleitt í heiminn við hjálp ljósmæðra. Ljósfeður eru útdauðir (eða því sem næst). Svipaða sögu má um karlkyns uppalendur segja. Konur ráða því að miklu leyti ríkjum í heimi drengjanna. Við lifum nýja tíma í mannkynssögunni, þar sem börn af báðum kynjum eru nær einvörðungu alin upp af konum. Hver skyldu svo áhrifin vera? Býsna umhugsunarverð trúi ég. Stundum er talað um sálarkreppu föðurlausra drengja eða pilta, sem hafa ófullnægjandi tilfinningasamband við föður sinn eða ígildi hans.
Umræddir drengir eiga erfitt með að átta sig á kynímynd sinni. Í heimi kvennanna leitast sumir þeirra við að tileinka sér kvenlega hugsun og látæði og koma til móts við þarfir kvennanna. Algeng tilbrigði; sumir eru þvingaðir til að leika eins konar elskhuga- og húsbóndahlutverk ; sumir verða sálusorgarar mæðra sinna; sumir verða ofurháðir mæðrum sínum (konum) og reyna af öllu afli að „tillíkjast“ þeim; sumir skirrast við nálægð þeirra, nálægð verður þeim ógnvænleg. Þegar þessir drengja yfirgefa heim uppeldiskvennanna, virðast þeir stundum óvelkomnir í heim karlanna, sem þeir bera takmarkað skynbragð á. Algeng viðbrögð; draga sig til hlés, sýna óframfærni í kynlífi og vankunnáttu um samskipti kynjanna; sýna ungæðishátt í hátterni og hugsun; verða óábyrgir og skeytingarlausir; sýna lögum og reglum vanvirðu.
Heimi karlanna kynnast ofangreindir drengir sem sagt af viðhorfum uppeldiskvennanna. Þau sýnast oft og tíðum neikvæð, mörkuð skilningsleysi. Reynsluheimur karla er skiljanlega framandi konum. Drengir (og vitaskuld stúlkur einnig) kynnast karlmennskunni sömuleiðis í tölvuleikjum og kvikmyndum. Fjölmiðlar eru enn þá ein heimild þeirra um karlmennskuna. Venjulega eru karlmenn þar ýmist kynntir til sögu sem ofurhetjur, skúrkar eða kúgarar kvenna með ýmsum hætti, sbr. fréttaflutning RÚV.
Fjarvera föður leiðir venjulega til skorts á nánum tengslum við karlmann og þess vegna skorts á náinni karlfyrirmynd. Þetta er jarðvegur ýmis konar truflana á sálinni, m.a. því að átta sig á, hvaða kyni þeir eiginlega tilheyri. Sumir hrekjast út í kynsamsömunarkreppu. Vel kann svo að vera, að ýgi drengja, sem alast upp meðal kvenna, megi rekja til ómeðvitaðra þarfa um að verða einhvers konar ofurkarl, karl í krapinu. Slíkt endar þó venjulega í hryggilegri og ofbeldisfullri skopstælingu. Lífið verður um megn. Þeir skammast sín fyrir kyn sitt og sjálfa sig, verða helteknir kynskömmustu. Sumir drekkja sér í vímu, aðrir velja að binda enda á líf sitt.Við hljótum að spyrja þeirrar spurningar; hvernig megi bæta úr? Ábyrgðin er okkar allra. En þegar stórt eru spurt, verður einatt fátt um svör. En vísbendingu er að fá í vönduðum vísindarannsóknum. Það hefur nefnilega þrásinnis verið sýnt fram á, að föðurnánd hafi góð og afgerandi áhrif á líf og sál drengja (og stúlkna að sjálfsögðu).
Höfundur er ellilífeyrisþegi
Skoðun

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Katrín Matthíasdóttir skrifar