Föllum ekki í hræðsluáróðursgryfjuna Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar