Drápsfrumur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2018 07:00 „Það er engin lækning til.“ Þetta voru lokaorð óþekkts höfundar Edwin Smith-rollunnar, elstu læknahandbókar veraldar, eftir að hann hafði lýst hörmulegri sýkingu sem spratt fram í brjóstum kvenna í Egyptalandi hinu forna, 1600 árum fyrir Krists burð. Sjúkdómurinn myndaði hræðileg kýli sem virtust breiða úr sér með löngum krabbaleggjum. Þessi óþekkti skurðlæknir, sem gerði fyrstur manna, svo vitað sé, tilraunir með brjóstnám, reyndist því miður sannspár. Það er engin lækning til við krabbameini. Líffræði krabbameina er beinlínis þess eðlis að það er og verður hluti af hinni mannlegu reynslu. Því höfum við tileinkað okkur annað viðhorf til vandamálsins. Til að takast á við krabbamein þurfum við fjölbreytta nálgun, persónustýrða meðferð og öflugar forvarnir. Ekki er langt síðan að meðferð við krabbameini grundvallaðist á þrenns konar aðferðum, hver um sig í grunninn ófáguð árás á mannslíkamann. Skurðaðgerðin, geislameðferðin og lyfjameðferðin hafa allar sannað gildi sitt á undanförnum áratugum, en oft með skelfilegum áhrifum á lífsgæði sjúklingsins. Fjórða aðferðin, ónæmismeðferðin, er ný og á enn eftir að slíta barnsskónum. Tveir frumkvöðlar á sviði hennar, þeir James P. Allison og Tasuku Honjo, voru heiðraðir fyrir framlag sitt til læknavísindanna í gær þegar tilkynnt var að þeir hlytu Nóbelsverðlaun í læknisfræði þetta árið. Uppgötvun þeirra byggir á því að að virkja ónæmiskerfi einstaklinga í baráttunni við krabbamein. Allison og Honjo sýndu fram á það hvernig ákveðin prótein hamla virkni T-fruma ónæmiskerfisins (stundum kallaðar drápsfrumur) í þeirri miklu orrustu sem geisar í líkamanum þegar krabbameinsfrumur brjótast fram. Með því að bæla þessi tilteknu prótein er hægt að virkja ónæmiskerfið frekar í viðureigninni við krabbamein. Lyf sem byggja á þessari aðferð eru nú í notkun víða um heim og hafa hingað til gefið afar góða raun. Lyf þessi eru þó engan veginn sú töfralausn sem við höfum beðið eftir allt frá tímum Forn-Egypta. Ónæmismeðferð er ekki hættulaus og fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Um leið er hún afar einstaklingsmiðuð. Októbermánuður er víða tileinkaður vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Það er því ánægjulegt af því tilefni að sjá að aldagömul barátta við krabbamein heldur áfram að þróast til hins betra, með bættum meðferðum og nýjum sem einmitt virkja okkar helsta bandamann, ónæmiskerfið, í baráttunni við okkar elsta og ógnvænlegasta óvin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
„Það er engin lækning til.“ Þetta voru lokaorð óþekkts höfundar Edwin Smith-rollunnar, elstu læknahandbókar veraldar, eftir að hann hafði lýst hörmulegri sýkingu sem spratt fram í brjóstum kvenna í Egyptalandi hinu forna, 1600 árum fyrir Krists burð. Sjúkdómurinn myndaði hræðileg kýli sem virtust breiða úr sér með löngum krabbaleggjum. Þessi óþekkti skurðlæknir, sem gerði fyrstur manna, svo vitað sé, tilraunir með brjóstnám, reyndist því miður sannspár. Það er engin lækning til við krabbameini. Líffræði krabbameina er beinlínis þess eðlis að það er og verður hluti af hinni mannlegu reynslu. Því höfum við tileinkað okkur annað viðhorf til vandamálsins. Til að takast á við krabbamein þurfum við fjölbreytta nálgun, persónustýrða meðferð og öflugar forvarnir. Ekki er langt síðan að meðferð við krabbameini grundvallaðist á þrenns konar aðferðum, hver um sig í grunninn ófáguð árás á mannslíkamann. Skurðaðgerðin, geislameðferðin og lyfjameðferðin hafa allar sannað gildi sitt á undanförnum áratugum, en oft með skelfilegum áhrifum á lífsgæði sjúklingsins. Fjórða aðferðin, ónæmismeðferðin, er ný og á enn eftir að slíta barnsskónum. Tveir frumkvöðlar á sviði hennar, þeir James P. Allison og Tasuku Honjo, voru heiðraðir fyrir framlag sitt til læknavísindanna í gær þegar tilkynnt var að þeir hlytu Nóbelsverðlaun í læknisfræði þetta árið. Uppgötvun þeirra byggir á því að að virkja ónæmiskerfi einstaklinga í baráttunni við krabbamein. Allison og Honjo sýndu fram á það hvernig ákveðin prótein hamla virkni T-fruma ónæmiskerfisins (stundum kallaðar drápsfrumur) í þeirri miklu orrustu sem geisar í líkamanum þegar krabbameinsfrumur brjótast fram. Með því að bæla þessi tilteknu prótein er hægt að virkja ónæmiskerfið frekar í viðureigninni við krabbamein. Lyf sem byggja á þessari aðferð eru nú í notkun víða um heim og hafa hingað til gefið afar góða raun. Lyf þessi eru þó engan veginn sú töfralausn sem við höfum beðið eftir allt frá tímum Forn-Egypta. Ónæmismeðferð er ekki hættulaus og fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Um leið er hún afar einstaklingsmiðuð. Októbermánuður er víða tileinkaður vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Það er því ánægjulegt af því tilefni að sjá að aldagömul barátta við krabbamein heldur áfram að þróast til hins betra, með bættum meðferðum og nýjum sem einmitt virkja okkar helsta bandamann, ónæmiskerfið, í baráttunni við okkar elsta og ógnvænlegasta óvin.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun