Upplifun viðskiptavina, lykilinn að tryggð? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 16. október 2018 11:27 Nú þegar vísbendingar benda til þess að væntingar viðskiptavina séu á uppleið og með öllum þeim spennandi framförum í tækni sem eru að eiga sér stað, þurfa fyrirtæki enn frekar að vera á tánum með það hvernig hægt er að ná betri árangri og byggja upp samband við viðskiptavini sína. Ekki má gleyma þeim viðskiptavinum sem eru í dag „ekki viðskiptavinir“ þeir gætu ef vel væri að öllu staðið, verið bestu viðskiptavinir morgundagsins. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við félaga þína í bransanum, þú ert líka að keppa á á útivelli þar sem heimsmeistarar stilla fram sínu besta liði. Vertu sú/sá sem tekur auka æfinguna. Áskoranir felast ekki einungis í því að skilja þarfir, óskir og væntingar notenda í breyttu umhverfi, heldur hafa hugrekki til þess að gera breytingar.Þau versluðu við okkur, er það ekki samband?Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við öll viðskiptavinir einhvers staðar og þú veist muninn á hví hvenær þú færð góða þjónustu og ekki. Þetta er ekkert flókið, þú þekkir þetta. Ekki missa af tækifærinu til að gera betur. Spilum við ekki öll til að vinna? Það er sannað að viðskiptavinur er líklegri til að halda áfram í viðskiptum, auka viðskipti sín og ólíklegri til þess að færa viðskipti sín annað, sé lagt upp með að veita góða þjónustu og legga markvissa áherslu á upplifun viðskiptavina. Hvernig er hægt að bæta upplifun viðskiptavina? Ein leið sem fyrirtæki geta farið er að skilgreina viðskiptavinina og ferðalag hans í tengslum við viðskipti við þig. Eitt af því sem má skoða er viðskiptavinurinn sem persóna, kröfur, þarfir og óskir til þess að tryggja að hann sé ávallt í forgrunni þegar mótuð er stefna, markmið eru sett og ákvarðanir teknar. Eitt af markmiðunum er að gera sér grein fyrir og ná utan um nákvæmlega hverjir eru þínir viðskiptavinir og hvar eru t.d. þröskuldar og sársaukapunktar í ferðalagi hans í viðskiptum og samskiptum við þig. Grundvöllur þess að sækja fram og ná meiri árangri í markaðs- og sölu starfi er að þekkja viðskiptavininn (og þá sem eru dag „ekki viðskiptavinir“). Þetta er vitað og nokkuð samþykkt en hversu vel standa fyrirtæki sig í þessu?Upplifunin hjá okkur er hún alltaf góð.. er það ekki?Hvernig get ég og mitt fyrirtækið aukið tryggð viðskiptavina í gegnum upplifun viðskiptavinarins? Góð leið er að líta samskipti fyrirtækisins við viðskiptavini sem ferðalag og að hugsað sé að öllum stöðum og snertiflötum á milli viðskiptavina og fyrirtækisins. Skoða alla staði ferðalagsins ekki einungis þá sem þú metur mikilvægasta. Ferðalag viðskiptavinarins er sá ferill sem viðskiptavinurinn fer í gegnum til þess ljúka við ákveðin verk t.d. við að stofna til viðskipta eða fá úrlausn á kvörtun. Oft krefst þetta ferðalag þess að viðskiptavinurinn þarf að eiga samskipti á nokkrum stöðum innan fyrirtækisins. Kosturinn við að horfa á allt ferlið er sá að oft eru það ólíklegir snertifletir sem geta haft mikil áhrif á upplifun, jákvæða og neikvæða. En ef þú veist ekki hvaða snertifletir það eru, getur það verið beinlínis skaðlegt.Vertu viss um að hafa rétt fyrir þérUpplifun viðskiptavinarins ætti að vera ofarlega á dagskrá hvers stjórnanda og nauðsynlegt er að kalla eftir og nýta öll möguleg gögn, til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Hér geta gögn eins og þjónustukannanir nýst sem vísbendingar sé raunverulega unnið með niðurstöðurnar, en ég mæli eindregið með því að spyrja fólkið þitt, þá sem raunverulega hitta viðskiptavini á hverjum degi. Mín reynsla er sú að hér koma oft fram nýir vinklar og ábendingar, eitthvað sem stjórnendur sem fjær standa þjónustuveitingunni sjálfri ná ekki yfirsýn yfir. Kannski það sem verra er, hafa tekið ákvarðanir byggðar á tilfinningu og gömlum upplýsingum. Þetta þarf ekki að vera flókið, spurðu fólkið þitt! Mikilvægur þáttur í því að fara fram úr væntingum viðskiptavina er að þora að prófa eitthvað nýtt og festast ekki bara í því sem reynt hefur verið heldur finna hvaða leið er best út frá þörfum viðskiptavina eða notanda þjónustunnar. Til þess að virðisaukandi upplifun viðskiptavina geti skilað árangri er nauðsynlegt að skapa grunn fyrir og stuðla að þeirri fyrirtækjamenningu að leitað sé leiða til að gera betur á hverjum degi, þvert á allt fyrirtækið og þvert á alla snertifleti. Er þetta leiðin sem þú notar til að meta árangur? Hversu mikla áherslu leggur þitt fyrirtæki á uppbyggingu sambanda við viðskiptavininn. Settu viðskiptavininn í forgrunn, en það er hætta á því að fyrirtæki missi sjónar á möguleikum til að bæta sig, setji þau sig ekki í spor viðskiptavina. Það geta öll fyrirtæki fundið sinn x faktor og unnið að því að nýta öll sín tækifæri. Það kallar á mikla vinnu, en við sem spilum til að vinna og erum ekki óvön því.Höfundur er markaðsstjóri Trackwell. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar vísbendingar benda til þess að væntingar viðskiptavina séu á uppleið og með öllum þeim spennandi framförum í tækni sem eru að eiga sér stað, þurfa fyrirtæki enn frekar að vera á tánum með það hvernig hægt er að ná betri árangri og byggja upp samband við viðskiptavini sína. Ekki má gleyma þeim viðskiptavinum sem eru í dag „ekki viðskiptavinir“ þeir gætu ef vel væri að öllu staðið, verið bestu viðskiptavinir morgundagsins. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við félaga þína í bransanum, þú ert líka að keppa á á útivelli þar sem heimsmeistarar stilla fram sínu besta liði. Vertu sú/sá sem tekur auka æfinguna. Áskoranir felast ekki einungis í því að skilja þarfir, óskir og væntingar notenda í breyttu umhverfi, heldur hafa hugrekki til þess að gera breytingar.Þau versluðu við okkur, er það ekki samband?Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við öll viðskiptavinir einhvers staðar og þú veist muninn á hví hvenær þú færð góða þjónustu og ekki. Þetta er ekkert flókið, þú þekkir þetta. Ekki missa af tækifærinu til að gera betur. Spilum við ekki öll til að vinna? Það er sannað að viðskiptavinur er líklegri til að halda áfram í viðskiptum, auka viðskipti sín og ólíklegri til þess að færa viðskipti sín annað, sé lagt upp með að veita góða þjónustu og legga markvissa áherslu á upplifun viðskiptavina. Hvernig er hægt að bæta upplifun viðskiptavina? Ein leið sem fyrirtæki geta farið er að skilgreina viðskiptavinina og ferðalag hans í tengslum við viðskipti við þig. Eitt af því sem má skoða er viðskiptavinurinn sem persóna, kröfur, þarfir og óskir til þess að tryggja að hann sé ávallt í forgrunni þegar mótuð er stefna, markmið eru sett og ákvarðanir teknar. Eitt af markmiðunum er að gera sér grein fyrir og ná utan um nákvæmlega hverjir eru þínir viðskiptavinir og hvar eru t.d. þröskuldar og sársaukapunktar í ferðalagi hans í viðskiptum og samskiptum við þig. Grundvöllur þess að sækja fram og ná meiri árangri í markaðs- og sölu starfi er að þekkja viðskiptavininn (og þá sem eru dag „ekki viðskiptavinir“). Þetta er vitað og nokkuð samþykkt en hversu vel standa fyrirtæki sig í þessu?Upplifunin hjá okkur er hún alltaf góð.. er það ekki?Hvernig get ég og mitt fyrirtækið aukið tryggð viðskiptavina í gegnum upplifun viðskiptavinarins? Góð leið er að líta samskipti fyrirtækisins við viðskiptavini sem ferðalag og að hugsað sé að öllum stöðum og snertiflötum á milli viðskiptavina og fyrirtækisins. Skoða alla staði ferðalagsins ekki einungis þá sem þú metur mikilvægasta. Ferðalag viðskiptavinarins er sá ferill sem viðskiptavinurinn fer í gegnum til þess ljúka við ákveðin verk t.d. við að stofna til viðskipta eða fá úrlausn á kvörtun. Oft krefst þetta ferðalag þess að viðskiptavinurinn þarf að eiga samskipti á nokkrum stöðum innan fyrirtækisins. Kosturinn við að horfa á allt ferlið er sá að oft eru það ólíklegir snertifletir sem geta haft mikil áhrif á upplifun, jákvæða og neikvæða. En ef þú veist ekki hvaða snertifletir það eru, getur það verið beinlínis skaðlegt.Vertu viss um að hafa rétt fyrir þérUpplifun viðskiptavinarins ætti að vera ofarlega á dagskrá hvers stjórnanda og nauðsynlegt er að kalla eftir og nýta öll möguleg gögn, til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Hér geta gögn eins og þjónustukannanir nýst sem vísbendingar sé raunverulega unnið með niðurstöðurnar, en ég mæli eindregið með því að spyrja fólkið þitt, þá sem raunverulega hitta viðskiptavini á hverjum degi. Mín reynsla er sú að hér koma oft fram nýir vinklar og ábendingar, eitthvað sem stjórnendur sem fjær standa þjónustuveitingunni sjálfri ná ekki yfirsýn yfir. Kannski það sem verra er, hafa tekið ákvarðanir byggðar á tilfinningu og gömlum upplýsingum. Þetta þarf ekki að vera flókið, spurðu fólkið þitt! Mikilvægur þáttur í því að fara fram úr væntingum viðskiptavina er að þora að prófa eitthvað nýtt og festast ekki bara í því sem reynt hefur verið heldur finna hvaða leið er best út frá þörfum viðskiptavina eða notanda þjónustunnar. Til þess að virðisaukandi upplifun viðskiptavina geti skilað árangri er nauðsynlegt að skapa grunn fyrir og stuðla að þeirri fyrirtækjamenningu að leitað sé leiða til að gera betur á hverjum degi, þvert á allt fyrirtækið og þvert á alla snertifleti. Er þetta leiðin sem þú notar til að meta árangur? Hversu mikla áherslu leggur þitt fyrirtæki á uppbyggingu sambanda við viðskiptavininn. Settu viðskiptavininn í forgrunn, en það er hætta á því að fyrirtæki missi sjónar á möguleikum til að bæta sig, setji þau sig ekki í spor viðskiptavina. Það geta öll fyrirtæki fundið sinn x faktor og unnið að því að nýta öll sín tækifæri. Það kallar á mikla vinnu, en við sem spilum til að vinna og erum ekki óvön því.Höfundur er markaðsstjóri Trackwell.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun