Bragginn og bjöllurnar Örn Þórðarson skrifar 11. október 2018 07:00 Framkvæmdastjóri í meðalstóru sveitarfélagi getur ekki vitað um allt sem gert er á vegum sveitarfélagsins. Það getur borgarstjóri ekki heldur. Þess vegna verða þeir að reiða sig á viðvaranir, annað hvort frá starfsmönnum sínum eða íbúum. Hlusta þegar viðvörunarbjöllurnar gjalla. Nauthólsvegur 100 eða Bragginn vakti fyrst athygli mína fyrir tveim árum, þegar kynnt voru áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæðinu fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, fyrir 82 milljónir króna. Áhugaverð hugmynd, en ég áttaði mig ekki á hvers vegna sveitarfélagið væri að útbúa félagsaðstöðu fyrir háskólanemendur, sem er ekki lögbundið verkefni eða telst til kjarnastarfsemi sveitarfélaga. Ég vildi miklu frekar útbúa félagsaðstöðu fyrir grunnskólabörn, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þar er mikið verk óunnið og af nógu að taka. Frekar galin forgangsröðun fannst mér. Spurningar óþægilegar og óæskilegar Næst kom þessi bygging fyrir mínar sjónir 22. desember 2017, á fundi Innkauparáðs. Þar var verkið komið í 147 milljónir króna. Ég gerði athugasemd á fundinum og málið var tekið af dagskrá með þeim skýringum að verið væri að skoða málið innan stjórnsýslunnar. Næst mætti ég á fund Innkauparáðs 27. janúar og þá kom skýringin að málið væri á borði borgarlögmanns vegna fleiri athugasemda, frá 16. júní og 18. ágúst. Málið fékkst afgreitt með þessum athugasemdum, enda ábyrgð sveitarfélagsins sem verkkaupa mikil gagnvart verksala. Ég hafði ekki rödd í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, fyrir utan setu í hverfisráði Hlíða. Þar kom málið enn á dagskrá 28. febrúar og ég, ásamt hverfisráði, óskaði þá eftir svörum um hvað mikill kostnaður hefði fallið á verkefnið Nauthólsveg 100, Braggann. Fyrirspurnin var send inn í borgarkerfið. Fyrstu svör sem við fengum voru í formi spurningar; Hvað er nákvæmlega verið að spyrja um? Kannski var spurningin óljós og ekki á færi einstakra starfsmanna að svara, en hún hlýtur að hafa vakið athygli innan borgarkerfisins. Hringt viðvörunarbjöllum. Hugsanlega hefur verkefnið verið statt á þeim stað í kerfinu að allar spurningar voru óþægilegar og óæskilegar. Hvers vegna? Sveitarstjóri í meðalstóru sveitarfélagi sem ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir sveitarstjórnar hefði tekið eftir þessari viðvörunarbjöllu. Borgarstjóri hefði átt að taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum Innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum. Allar þessar viðvaranir voru skráðar í fundargerðum, sem voru síðan færðar fyrir borgarráð og borgarstjórn, til staðfestingar. Til staðfestingar! Hvernig getur það gerst að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á því að framkvæmdir borgarinnar séu í samræmi við lög, samþykktir og fyrirmæli yfirboðara sinna, sinni ekki hlutverki sínu? Þessi ábyrgð er ekki valkvæð, að stundum axli sveitarstjóri ábyrgðina og stundum ekki. Og hún er ekkert óskýr. Lög kveða á um að stærri framkvæmdir fari í útboð á evrópska efnahagssvæðinu, smærri á innlendum markaði. Samþykktir borgarinnar og Innkauparáðs hnykkja enn betur á þessum ákvæðum. Eftir standa fyrirmæli borgaryfirvalda, borgarstjórnar, hvað var það sem þau ætluðust til varðandi félagsaðstöðu nemenda HR? Var það þeirra vilji að verkið yrði unnið fyrir tæpan hálfan milljarð. Varla. Hvernig gat það því gerst? Á sama tíma og viðvörunarbjöllur gullu um alla borg. Sveitarstjórar bera ábyrgð, viðvaranir starfsmanna og íbúa eru stjórntæki. Hvers vegna er það ekki þannig í Reykjavík og hjá borgarstjóra? Og hvers vegna var ákveðið að eyða hátt í hálfum milljarði í félagsaðstöðu háskólanema sem heyrir undir ríkið, þegar félagsaðstaða grunnskólanema, sem heyrir undir Reykjavíkurborg, er víða í algjörum ólestri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri í meðalstóru sveitarfélagi getur ekki vitað um allt sem gert er á vegum sveitarfélagsins. Það getur borgarstjóri ekki heldur. Þess vegna verða þeir að reiða sig á viðvaranir, annað hvort frá starfsmönnum sínum eða íbúum. Hlusta þegar viðvörunarbjöllurnar gjalla. Nauthólsvegur 100 eða Bragginn vakti fyrst athygli mína fyrir tveim árum, þegar kynnt voru áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæðinu fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, fyrir 82 milljónir króna. Áhugaverð hugmynd, en ég áttaði mig ekki á hvers vegna sveitarfélagið væri að útbúa félagsaðstöðu fyrir háskólanemendur, sem er ekki lögbundið verkefni eða telst til kjarnastarfsemi sveitarfélaga. Ég vildi miklu frekar útbúa félagsaðstöðu fyrir grunnskólabörn, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þar er mikið verk óunnið og af nógu að taka. Frekar galin forgangsröðun fannst mér. Spurningar óþægilegar og óæskilegar Næst kom þessi bygging fyrir mínar sjónir 22. desember 2017, á fundi Innkauparáðs. Þar var verkið komið í 147 milljónir króna. Ég gerði athugasemd á fundinum og málið var tekið af dagskrá með þeim skýringum að verið væri að skoða málið innan stjórnsýslunnar. Næst mætti ég á fund Innkauparáðs 27. janúar og þá kom skýringin að málið væri á borði borgarlögmanns vegna fleiri athugasemda, frá 16. júní og 18. ágúst. Málið fékkst afgreitt með þessum athugasemdum, enda ábyrgð sveitarfélagsins sem verkkaupa mikil gagnvart verksala. Ég hafði ekki rödd í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, fyrir utan setu í hverfisráði Hlíða. Þar kom málið enn á dagskrá 28. febrúar og ég, ásamt hverfisráði, óskaði þá eftir svörum um hvað mikill kostnaður hefði fallið á verkefnið Nauthólsveg 100, Braggann. Fyrirspurnin var send inn í borgarkerfið. Fyrstu svör sem við fengum voru í formi spurningar; Hvað er nákvæmlega verið að spyrja um? Kannski var spurningin óljós og ekki á færi einstakra starfsmanna að svara, en hún hlýtur að hafa vakið athygli innan borgarkerfisins. Hringt viðvörunarbjöllum. Hugsanlega hefur verkefnið verið statt á þeim stað í kerfinu að allar spurningar voru óþægilegar og óæskilegar. Hvers vegna? Sveitarstjóri í meðalstóru sveitarfélagi sem ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir sveitarstjórnar hefði tekið eftir þessari viðvörunarbjöllu. Borgarstjóri hefði átt að taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum Innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum. Allar þessar viðvaranir voru skráðar í fundargerðum, sem voru síðan færðar fyrir borgarráð og borgarstjórn, til staðfestingar. Til staðfestingar! Hvernig getur það gerst að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á því að framkvæmdir borgarinnar séu í samræmi við lög, samþykktir og fyrirmæli yfirboðara sinna, sinni ekki hlutverki sínu? Þessi ábyrgð er ekki valkvæð, að stundum axli sveitarstjóri ábyrgðina og stundum ekki. Og hún er ekkert óskýr. Lög kveða á um að stærri framkvæmdir fari í útboð á evrópska efnahagssvæðinu, smærri á innlendum markaði. Samþykktir borgarinnar og Innkauparáðs hnykkja enn betur á þessum ákvæðum. Eftir standa fyrirmæli borgaryfirvalda, borgarstjórnar, hvað var það sem þau ætluðust til varðandi félagsaðstöðu nemenda HR? Var það þeirra vilji að verkið yrði unnið fyrir tæpan hálfan milljarð. Varla. Hvernig gat það því gerst? Á sama tíma og viðvörunarbjöllur gullu um alla borg. Sveitarstjórar bera ábyrgð, viðvaranir starfsmanna og íbúa eru stjórntæki. Hvers vegna er það ekki þannig í Reykjavík og hjá borgarstjóra? Og hvers vegna var ákveðið að eyða hátt í hálfum milljarði í félagsaðstöðu háskólanema sem heyrir undir ríkið, þegar félagsaðstaða grunnskólanema, sem heyrir undir Reykjavíkurborg, er víða í algjörum ólestri?
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun