Allt í plasti Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. október 2018 08:00 Plast þótti einu sinni mikið og merkilegt töfraefni. Tilkoma þess einfaldaði tilveruna og auðveldaði okkur lífið svo mjög að við notum plast í allt. Plastið er svolítið eins og Guð og býr í garðslöngunni og núna líka í glötuninni. Plastið sem áður var blessun er orðið bölvun og heldur er gamanið farið að kárna þegar plastið hefur myndað risastórt eyland úti á miðju reginhafi, eiginlega stofnað sjálfstæða heimsálfu sem boðar ekkert gott. Plastið er meira að segja orðið hluti af okkur sjálfum, við erum orðin plast. Við kúkum í það minnsta plasti ef marka má nýjustu rannsóknir. Hvernig útsmogið plastið fór að því að renna svona gersamlega saman við okkur er mér hulin ráðgáta. Vissulega er löng og rík hefð fyrir því hjá nútímamanninum að éta alls konar rusl en hvergi minnist ég þess að hafa rekist á plast á matseðlum. Mikið furðuverk og flárátt, bölvað plastið. Hópur hugdjarfs fólks, sennilega væri þó heiðarlegra að kalla það bara hreint út sagt heimskt í bjartsýni sinni, boðaði plastlausan september. Hvernig ætli fólki hafi gengið svona almennt að sniðganga plast í heilan mánuð? Ég sé ekki fyrir mér að geta komist í gegnum plastlausan hálftíma. Öll verðum við þó að reyna að spyrna við fótum og þá vonandi á gúmmískósólum frekar en úr plasti. Það segir samt sitt um við hverslags ofurefli er að etja þegar græna tunnan sem ég á að setja flokkaða og hreinsaða plastið mitt í er úr plasti! Og ekki eru nú þeir sem pakka vörum sínum í plast mikið að hjálpa manni að flokka og greina plast frá skárra rusli. Öllum þessum efnum er grautað saman væntanlega til þess að gera flokkunina erfiðari. Er þetta kannski bara allt í plati? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Plast þótti einu sinni mikið og merkilegt töfraefni. Tilkoma þess einfaldaði tilveruna og auðveldaði okkur lífið svo mjög að við notum plast í allt. Plastið er svolítið eins og Guð og býr í garðslöngunni og núna líka í glötuninni. Plastið sem áður var blessun er orðið bölvun og heldur er gamanið farið að kárna þegar plastið hefur myndað risastórt eyland úti á miðju reginhafi, eiginlega stofnað sjálfstæða heimsálfu sem boðar ekkert gott. Plastið er meira að segja orðið hluti af okkur sjálfum, við erum orðin plast. Við kúkum í það minnsta plasti ef marka má nýjustu rannsóknir. Hvernig útsmogið plastið fór að því að renna svona gersamlega saman við okkur er mér hulin ráðgáta. Vissulega er löng og rík hefð fyrir því hjá nútímamanninum að éta alls konar rusl en hvergi minnist ég þess að hafa rekist á plast á matseðlum. Mikið furðuverk og flárátt, bölvað plastið. Hópur hugdjarfs fólks, sennilega væri þó heiðarlegra að kalla það bara hreint út sagt heimskt í bjartsýni sinni, boðaði plastlausan september. Hvernig ætli fólki hafi gengið svona almennt að sniðganga plast í heilan mánuð? Ég sé ekki fyrir mér að geta komist í gegnum plastlausan hálftíma. Öll verðum við þó að reyna að spyrna við fótum og þá vonandi á gúmmískósólum frekar en úr plasti. Það segir samt sitt um við hverslags ofurefli er að etja þegar græna tunnan sem ég á að setja flokkaða og hreinsaða plastið mitt í er úr plasti! Og ekki eru nú þeir sem pakka vörum sínum í plast mikið að hjálpa manni að flokka og greina plast frá skárra rusli. Öllum þessum efnum er grautað saman væntanlega til þess að gera flokkunina erfiðari. Er þetta kannski bara allt í plati?
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun