Fugl í hendi – bréf til heilbrigðisráðherra Kári Stefánsson skrifar 24. október 2018 08:00 Fordómar hafa gert það að verkum að íslenskt samfélag hefur haft tilhneigingu til þess að líta á þá sem þjást af fíknisjúkdómum sem óþekktaranga og dóna, en ekki sjúklinga, og meðhöndla þá eins og skólakrakka, skipa þeim að spýta tyggjóinu í ruslafötuna og standa úti í horni frekar en að sjá þeim fyrir viðeigandi læknismeðferð. Það er hins vegar orðið erfitt að halda í þessa skoðun vegna þess að óþekktarangar eru að deyja umvörpum af óþekktinni einni saman og dónaskap. Staðreyndin er sú að fíknisjúkdómar deyða fleiri á aldrinum 18-40 ára en allir aðrir sjúkdómar á Íslandi og samt er engin stofnun á vegum hins opinbera heilbrigðiskerfis að sinna þeim af viti. Meðferð við þeim er að mestu komin yfir á herðar SÁÁ sem sinnir þeim af myndarskap þótt betur megi ef duga skal vegna þess að stuðningur hins opinbera er af of skornum skammti. Það gladdi mig þegar þú ásamt nokkrum öðrum þingmönnum reist úr sæti um daginn og ræddir ópíatakrísuna á vinnustað ykkar og í fjölmiðlum. Það sýndi svo ekki verður um villst að ykkur er ekki sama og viljið gera eitthvað í málinu. Það varð hins vegar líka ljóst á þessum umræðum að þið eruð ekki endilega að vinna úr bestu fáanlegu upplýsingum. Til dæmis: 1. Þú lést hafa eftir þér að SÁÁ hefði gefið út yfirlýsingu um að þau ætluðu ekki að taka á móti ungum fíklum (sautján ára og yngri) og gafst í skyn að þau hefðu ekki vilja til þess, þess vegna væri nauðsynlegt að koma á fót nýrri miðstöð til meðferðar á ungum fíklum. Staðreyndin er sú að SÁÁ var gagnrýnt grimmilega fyrir að hýsa unga fíkla á Vogi í sama húsnæði og fullorðna og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að skilja á milli aldurshópanna. Þess vegna gaf SÁÁ út yfirlýsingu um að þau treystu sér ekki til þess að hýsa þá lengur, þótt þau hafi gert það að sama marki í ár og í fyrra, vegna þess að þeir eiga ekki í annað hús að venda. SÁÁ býr að fágætri reynslu, þekkingu og getu til þess að meðhöndla fíklana ungu og það væri mun ódýrara og líklegra til árangurs að veita fé til þess að skilja á milli þeirra og hinna fullorðnu á Vogi en að setja saman nýja miðstöð. 2. Íslensk erfðagreining og SÁÁ eru í samvinnu við sérfræðinga frá bandarísku heilbrigðismálastofnuninni um rannsóknir á erfðum fíknar og koma þeir til landsins í það minnsta annað hvort ár. Þeim ber saman um að meðferðin á Vogi og nálgun SÁÁ á fíknisjúkdóma almennt sé til fyrirmyndar og betri en þeir þekki í sínu heimalandi. Það væri því við hæfi að hið opinbera nýtti sér getu SÁÁ til þess að setja saman viðbrögð við núverandi krísu, í stað þess að tala um þau og til þeirra eins og þeim sé málið minna heldur en meira skylt og þau séu kannski pínulítið fyrir. 3. Þið þingmenn stóðuð upp og tjáðuð ykkur um ópíatakrísuna þótt fíknikrísan á Íslandi sé aðallega krísa í notkun örvandi lyfja, minna í notkun ópíata þótt hún sé svo sannarlega alvarleg. Á síðasta ári voru 200 innlagnir á Vog út af ópíötum en 800 út af örvandi lyfjum. 4. Í umræðum á Þingi sagðir þú að hið opinbera ætlaði að verja 50 milljónum króna í að koma upp neysluhúsnæði fyrir fíkla á þessu hausti. Það er ólíklegt að þannig neysluhúsnæði yrði til vansa og sá möguleiki er fyrir hendi að það gæti leyst einhvern vanda sumra. Mér finnst líklegt að hugmyndin eigi rætur sínar hjá Rauða krossinum sem vann stórt afrek með því að byrja að dreifa hreinum nálum og sprautum meðal fíkla og minnka þannig líkur á hættulegum sýkingum meðal þeirra. Það væri gott að vita af fíklunum okkar sprauta sig við boðlegri kringumstæður og öruggari en skringilegt að setja það ofar á forgangslista en meðferð og forvarnir. 5. Eitt af stóru vandamálunum við meðferð fíknisjúkdóma er skortur á vilja sjúklingsins til þess að þiggja meðferð og þegar viljinn loksins kemur hefur hann tilhneigingu til þess að endast skammt. Það er því mikilvægt að geta boðið sjúklingnum meðferð þegar hann vill hana. Þess vegna er biðlisti á stofnun eins og Vogi óásættanlegur. Í dag er biðlistinn á Vogi 590 manns. Það eru teknir inn sex manns á dag en þyrftu að vera átta til þess að losna við biðlistann. Það myndi kosta um það bil 200 milljón krónur á ári að bæta við þessum tveimur á dag. 6. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi og samt finnst hinu opinbera eðlilegt að skammta meðferð við þeim á þann máta að ekkert slíkt þekkist miðað við aðra sjúkdóma. Sjúkratryggingar borga bara fyrir 1500 af þeim 2200 innlögnum sem eru á Vog á ári hverju. Hverjar eru röksemdirnar fyrir því, hæstvirtur heilbrigðisráðherra? 7. Fíknisjúkdómar eru langvinnir og skynsamlegt að líta svo á að þeir fylgi einstaklingnum um aldur. Það er því mikilvægt að hafa til staðar aðferðir til þess að styðja hann eftir að hann er útskrifaður og það er best gert í gegnum göngudeild. Sjúkratryggingar borga ekki fyrir göngudeildarþjónustu sem SÁÁ vill bjóða upp á og það sama á við um forvarnarstarf sem SÁÁ hefur skipulagt. Fíknisjúkdómar hafa lent utangarðs hjá heilbrigðiskerfinu okkar opinbera og eru nú að mestu leyti á könnu áhugamannasamtakanna SÁÁ. Þar hefur í gegnum tíðina safnast saman þekking, reynsla og geta sem hefur lyft grettistaki. Það þarf hins vegar að gera betur með því að skilja á milli unglinga og fullorðinna inni á Vogi og milli karla og kvenna. Það þarf að fjármagna bæði göngudeildarmeðferð og forvarnir, og ekki síst þarf að losna við biðlista. Það væri erfitt og kannski ókleift að byggja upp innan opinbera kerfisins viðlíka getu og er til staðar hjá SÁÁ. Skynsamlegast væri af hinu opinbera að skilgreina þörfina fyrir meðferð á fíknisjúkdómum og forvarnir með aðstoð SÁÁ og fela þeim síðan sem verktaka heilbrigðiskerfisins að mæta þörfinni. Sá einkarekstur sem SÁÁ stundar hljómar eins og tónlist í eyrum gamla sósíalistans sem skrifar þessi orð og ég vona svo sannarlega að þú heyrir hana líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Fordómar hafa gert það að verkum að íslenskt samfélag hefur haft tilhneigingu til þess að líta á þá sem þjást af fíknisjúkdómum sem óþekktaranga og dóna, en ekki sjúklinga, og meðhöndla þá eins og skólakrakka, skipa þeim að spýta tyggjóinu í ruslafötuna og standa úti í horni frekar en að sjá þeim fyrir viðeigandi læknismeðferð. Það er hins vegar orðið erfitt að halda í þessa skoðun vegna þess að óþekktarangar eru að deyja umvörpum af óþekktinni einni saman og dónaskap. Staðreyndin er sú að fíknisjúkdómar deyða fleiri á aldrinum 18-40 ára en allir aðrir sjúkdómar á Íslandi og samt er engin stofnun á vegum hins opinbera heilbrigðiskerfis að sinna þeim af viti. Meðferð við þeim er að mestu komin yfir á herðar SÁÁ sem sinnir þeim af myndarskap þótt betur megi ef duga skal vegna þess að stuðningur hins opinbera er af of skornum skammti. Það gladdi mig þegar þú ásamt nokkrum öðrum þingmönnum reist úr sæti um daginn og ræddir ópíatakrísuna á vinnustað ykkar og í fjölmiðlum. Það sýndi svo ekki verður um villst að ykkur er ekki sama og viljið gera eitthvað í málinu. Það varð hins vegar líka ljóst á þessum umræðum að þið eruð ekki endilega að vinna úr bestu fáanlegu upplýsingum. Til dæmis: 1. Þú lést hafa eftir þér að SÁÁ hefði gefið út yfirlýsingu um að þau ætluðu ekki að taka á móti ungum fíklum (sautján ára og yngri) og gafst í skyn að þau hefðu ekki vilja til þess, þess vegna væri nauðsynlegt að koma á fót nýrri miðstöð til meðferðar á ungum fíklum. Staðreyndin er sú að SÁÁ var gagnrýnt grimmilega fyrir að hýsa unga fíkla á Vogi í sama húsnæði og fullorðna og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að skilja á milli aldurshópanna. Þess vegna gaf SÁÁ út yfirlýsingu um að þau treystu sér ekki til þess að hýsa þá lengur, þótt þau hafi gert það að sama marki í ár og í fyrra, vegna þess að þeir eiga ekki í annað hús að venda. SÁÁ býr að fágætri reynslu, þekkingu og getu til þess að meðhöndla fíklana ungu og það væri mun ódýrara og líklegra til árangurs að veita fé til þess að skilja á milli þeirra og hinna fullorðnu á Vogi en að setja saman nýja miðstöð. 2. Íslensk erfðagreining og SÁÁ eru í samvinnu við sérfræðinga frá bandarísku heilbrigðismálastofnuninni um rannsóknir á erfðum fíknar og koma þeir til landsins í það minnsta annað hvort ár. Þeim ber saman um að meðferðin á Vogi og nálgun SÁÁ á fíknisjúkdóma almennt sé til fyrirmyndar og betri en þeir þekki í sínu heimalandi. Það væri því við hæfi að hið opinbera nýtti sér getu SÁÁ til þess að setja saman viðbrögð við núverandi krísu, í stað þess að tala um þau og til þeirra eins og þeim sé málið minna heldur en meira skylt og þau séu kannski pínulítið fyrir. 3. Þið þingmenn stóðuð upp og tjáðuð ykkur um ópíatakrísuna þótt fíknikrísan á Íslandi sé aðallega krísa í notkun örvandi lyfja, minna í notkun ópíata þótt hún sé svo sannarlega alvarleg. Á síðasta ári voru 200 innlagnir á Vog út af ópíötum en 800 út af örvandi lyfjum. 4. Í umræðum á Þingi sagðir þú að hið opinbera ætlaði að verja 50 milljónum króna í að koma upp neysluhúsnæði fyrir fíkla á þessu hausti. Það er ólíklegt að þannig neysluhúsnæði yrði til vansa og sá möguleiki er fyrir hendi að það gæti leyst einhvern vanda sumra. Mér finnst líklegt að hugmyndin eigi rætur sínar hjá Rauða krossinum sem vann stórt afrek með því að byrja að dreifa hreinum nálum og sprautum meðal fíkla og minnka þannig líkur á hættulegum sýkingum meðal þeirra. Það væri gott að vita af fíklunum okkar sprauta sig við boðlegri kringumstæður og öruggari en skringilegt að setja það ofar á forgangslista en meðferð og forvarnir. 5. Eitt af stóru vandamálunum við meðferð fíknisjúkdóma er skortur á vilja sjúklingsins til þess að þiggja meðferð og þegar viljinn loksins kemur hefur hann tilhneigingu til þess að endast skammt. Það er því mikilvægt að geta boðið sjúklingnum meðferð þegar hann vill hana. Þess vegna er biðlisti á stofnun eins og Vogi óásættanlegur. Í dag er biðlistinn á Vogi 590 manns. Það eru teknir inn sex manns á dag en þyrftu að vera átta til þess að losna við biðlistann. Það myndi kosta um það bil 200 milljón krónur á ári að bæta við þessum tveimur á dag. 6. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi og samt finnst hinu opinbera eðlilegt að skammta meðferð við þeim á þann máta að ekkert slíkt þekkist miðað við aðra sjúkdóma. Sjúkratryggingar borga bara fyrir 1500 af þeim 2200 innlögnum sem eru á Vog á ári hverju. Hverjar eru röksemdirnar fyrir því, hæstvirtur heilbrigðisráðherra? 7. Fíknisjúkdómar eru langvinnir og skynsamlegt að líta svo á að þeir fylgi einstaklingnum um aldur. Það er því mikilvægt að hafa til staðar aðferðir til þess að styðja hann eftir að hann er útskrifaður og það er best gert í gegnum göngudeild. Sjúkratryggingar borga ekki fyrir göngudeildarþjónustu sem SÁÁ vill bjóða upp á og það sama á við um forvarnarstarf sem SÁÁ hefur skipulagt. Fíknisjúkdómar hafa lent utangarðs hjá heilbrigðiskerfinu okkar opinbera og eru nú að mestu leyti á könnu áhugamannasamtakanna SÁÁ. Þar hefur í gegnum tíðina safnast saman þekking, reynsla og geta sem hefur lyft grettistaki. Það þarf hins vegar að gera betur með því að skilja á milli unglinga og fullorðinna inni á Vogi og milli karla og kvenna. Það þarf að fjármagna bæði göngudeildarmeðferð og forvarnir, og ekki síst þarf að losna við biðlista. Það væri erfitt og kannski ókleift að byggja upp innan opinbera kerfisins viðlíka getu og er til staðar hjá SÁÁ. Skynsamlegast væri af hinu opinbera að skilgreina þörfina fyrir meðferð á fíknisjúkdómum og forvarnir með aðstoð SÁÁ og fela þeim síðan sem verktaka heilbrigðiskerfisins að mæta þörfinni. Sá einkarekstur sem SÁÁ stundar hljómar eins og tónlist í eyrum gamla sósíalistans sem skrifar þessi orð og ég vona svo sannarlega að þú heyrir hana líka.
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar