Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 11:31 Auglýsingin er í raun stuttmynd frá Greenpeace sem stórleikkonan Emma Thompson talsetti. Skjáskot Jólaauglýsing verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir stríða gegn reglum um pólitískar auglýsingar. Auglýsingin er í raun stutt teiknimynd framleidd af Greenpeace um umhverfisáhrif pálmaolíuframleiðslu, en pálmaolíu má finna í ýmsum mat- og hreinlætisvörum. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Í auglýsingunni rekst ung stúlka á órangútan í svefnherberginu sínu og spyrst fyrir um hvers vegna í ósköpunum apinn sé þar. Hann svarar því að það sé mannvera í skóginum sínum og lýsir áhrifum framleiðslunnar á líf hans í frumskóginum. Clearcast, sem sér um að kanna auglýsingar áður en þær fara í almenna sýningu í Bretlandi, sögðu auglýsinguna brjóta gegn banni á pólitískum auglýsingum frá árinu 2003. „Þetta var mynd sem Greenpeace gerði sem Emma Thompson talsetti,“ sagði Malcolm Walker, stofnandi Iceland í samtali við The Guardian. „Við fengum leyfi til að nota hana og fjarlægja merki Greenpeace og nota hana sem jólaauglýsingu,“ sagði hann og bætti við að auglýsingin hefði líklega slegið út jólaauglýsingu verslunarkeðjunnar John Lewis sem vekur yfirleitt mikla athygli um allan heim. Iceland mun engu að síður birta stuttar auglýsingar þar sem áhersla er lögð á vörur sem innihalda ekki pálmaolíu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Bretland Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Jólaauglýsing verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir stríða gegn reglum um pólitískar auglýsingar. Auglýsingin er í raun stutt teiknimynd framleidd af Greenpeace um umhverfisáhrif pálmaolíuframleiðslu, en pálmaolíu má finna í ýmsum mat- og hreinlætisvörum. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Í auglýsingunni rekst ung stúlka á órangútan í svefnherberginu sínu og spyrst fyrir um hvers vegna í ósköpunum apinn sé þar. Hann svarar því að það sé mannvera í skóginum sínum og lýsir áhrifum framleiðslunnar á líf hans í frumskóginum. Clearcast, sem sér um að kanna auglýsingar áður en þær fara í almenna sýningu í Bretlandi, sögðu auglýsinguna brjóta gegn banni á pólitískum auglýsingum frá árinu 2003. „Þetta var mynd sem Greenpeace gerði sem Emma Thompson talsetti,“ sagði Malcolm Walker, stofnandi Iceland í samtali við The Guardian. „Við fengum leyfi til að nota hana og fjarlægja merki Greenpeace og nota hana sem jólaauglýsingu,“ sagði hann og bætti við að auglýsingin hefði líklega slegið út jólaauglýsingu verslunarkeðjunnar John Lewis sem vekur yfirleitt mikla athygli um allan heim. Iceland mun engu að síður birta stuttar auglýsingar þar sem áhersla er lögð á vörur sem innihalda ekki pálmaolíu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.
Bretland Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira