Að bera fólk út af biðlistum? Kári Stefánsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun