Viðskipti erlent

Íhuga að draga úr framleiðslu til að stöðva lækkun olíuverðs

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá því í október hefur olíuverð lækkað um minnst tuttugu prósent.
Frá því í október hefur olíuverð lækkað um minnst tuttugu prósent. AP/Eric Gay
Forsvarsmenn OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og samstarfsaðilar þeirra íhuga að draga úr olíuframleiðslu um allt að 1,4 milljónir tunna á dag. Það stendur til þar sem ríkin hafa áhyggjur af lækkun olíuverðs. Samkvæmt heimildum Reuters eru yfirvöld Rússlands þó efins um að draga svo mikið úr framleiðslu.



1,4 milljónir tunna samsvara um 1,4 prósenti af olíueftirspurn heimsins.

Haldi fall olíuverðs áfram í dag yrði það þrettándi dagurinn í röð þar sem tunnan lækkar í verði. Frá því í október hefur olíuverð lækkað um minnst tuttugu prósent. Sérfræðingar sem Business Insider ræddi við segja þó mögulegt að olíuverð gæti lækkað enn fremur.



Muni OPEC draga úr framleiðslu er ljóst að það muni ekki falla í kramið hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann tísti á mánudaginn og sagðist vona til þess að Sádi-Arabía og önnur ríki OPEC drægju ekki úr framleiðslu. Miðað við birgðastöðu ríkja heimsins ætti olíuverð að vera mun lægra en það væri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×