Streymisstríðið harðnar stöðugt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 10:30 Netflix á í harðri samkeppni. Vísir/Getty Disney tilkynnti í gær að væntanleg streymisveita fyrirtækisins myndi fá nafnið Disney+ og að hún færi í loftið 2019. Fyrstu viðbrögð margra eru ef til vill að fagna komu streymisveitunnar enda verður þar að öllum líkindum hægt að streyma helstu titlum Disney-samsteypunnar. Star Wars, Konungi ljónanna, Avengers, Pocahontas og svo mætti lengi telja. En fyrir neytendur er tilefni til að hafa áhyggjur af þessari þróun í streymisheiminum. Undanfarin ár hefur svokallað streymisstríð sífellt verið að harðna. Markaður sem áður einskorðaðist við Netflix og smærri keppinauta er nú að breytast, hefur reyndar tekið töluverðum breytingum nú þegar. Koma Disney+ á markað þýðir að efni Disney hverfur að öllum líkindum af til dæmis Netflix, sem er vafalaust vinsælasta streymissíðan hér á landi. Nýr streymisheimur er mun fjölbreyttari, stærri og flóknari en það sem áður þekktist. Amazon Prime hefur risið hratt, HBO GO nýtur vinsælda sem og Hulu. Disney, Apple og jafnvel Walmart herja á þennan markað. Sjónvarpsstöðvar eru sömuleiðis farnar að bjóða upp á sínar eigin streymisveitur. Jafnt innlendar sem erlendar. Og samkeppnin er hörð. IndieWire fjallaði um það fyrir mánaðamót að kveikt hefði verið á túrbóstillingunni í streymisstríðinu. „Netflix vann fyrstu lotu enda ekki með mikla samkeppni. En nú þegar nýir aðilar koma á markað er ljóst að stríðinu er hvergi nærri lokið. Þótt áhorfendur fái fleiri valkosti gætu þeir þurft að borga æ meira í áskriftargjöld, hafi þeir áhuga á efninu,“ skrifaði blaðamaður IndieWire. Þar sem samkeppnin er hörð er erfitt að sjá fyrir sér að sama efni verði aðgengilegt á mörgum mismunandi veitum. Áhugafólk um gott sjónvarp gæti því þurft að borga áskrift að fleiri en einni og fleiri en tveimur veitum í hverjum mánuði. En í þessari harðnandi samkeppni má samt finna jákvæð tíðindi fyrir neytendur. Öruggasta leiðin fyrir hverja streymisveitu til að trekkja að notendur er að vera með gott efni. Og einfaldasta leiðin til að geta boðið upp á gott efni er einfaldlega að framleiða það sjálf. Netflix tilkynnti til að mynda fyrr á árinu að fyrirtækið hefði sett framleiðslu 250 nýrra þáttaraða og kvikmynda á dagskrá og Amazon sagðist vera með 105 verkefni í gangi. Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Neytendur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Disney tilkynnti í gær að væntanleg streymisveita fyrirtækisins myndi fá nafnið Disney+ og að hún færi í loftið 2019. Fyrstu viðbrögð margra eru ef til vill að fagna komu streymisveitunnar enda verður þar að öllum líkindum hægt að streyma helstu titlum Disney-samsteypunnar. Star Wars, Konungi ljónanna, Avengers, Pocahontas og svo mætti lengi telja. En fyrir neytendur er tilefni til að hafa áhyggjur af þessari þróun í streymisheiminum. Undanfarin ár hefur svokallað streymisstríð sífellt verið að harðna. Markaður sem áður einskorðaðist við Netflix og smærri keppinauta er nú að breytast, hefur reyndar tekið töluverðum breytingum nú þegar. Koma Disney+ á markað þýðir að efni Disney hverfur að öllum líkindum af til dæmis Netflix, sem er vafalaust vinsælasta streymissíðan hér á landi. Nýr streymisheimur er mun fjölbreyttari, stærri og flóknari en það sem áður þekktist. Amazon Prime hefur risið hratt, HBO GO nýtur vinsælda sem og Hulu. Disney, Apple og jafnvel Walmart herja á þennan markað. Sjónvarpsstöðvar eru sömuleiðis farnar að bjóða upp á sínar eigin streymisveitur. Jafnt innlendar sem erlendar. Og samkeppnin er hörð. IndieWire fjallaði um það fyrir mánaðamót að kveikt hefði verið á túrbóstillingunni í streymisstríðinu. „Netflix vann fyrstu lotu enda ekki með mikla samkeppni. En nú þegar nýir aðilar koma á markað er ljóst að stríðinu er hvergi nærri lokið. Þótt áhorfendur fái fleiri valkosti gætu þeir þurft að borga æ meira í áskriftargjöld, hafi þeir áhuga á efninu,“ skrifaði blaðamaður IndieWire. Þar sem samkeppnin er hörð er erfitt að sjá fyrir sér að sama efni verði aðgengilegt á mörgum mismunandi veitum. Áhugafólk um gott sjónvarp gæti því þurft að borga áskrift að fleiri en einni og fleiri en tveimur veitum í hverjum mánuði. En í þessari harðnandi samkeppni má samt finna jákvæð tíðindi fyrir neytendur. Öruggasta leiðin fyrir hverja streymisveitu til að trekkja að notendur er að vera með gott efni. Og einfaldasta leiðin til að geta boðið upp á gott efni er einfaldlega að framleiða það sjálf. Netflix tilkynnti til að mynda fyrr á árinu að fyrirtækið hefði sett framleiðslu 250 nýrra þáttaraða og kvikmynda á dagskrá og Amazon sagðist vera með 105 verkefni í gangi.
Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Neytendur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira