Fjárfesting til framtíðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Fyrirhugaður niðurskurður á fjárframlögum til Rannsóknasjóðs Rannís, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, er köld kveðja til þeirra vísindamanna sem starfa hér á landi. Í raun eru áherslur ríkisstjórnarinnar, sem birtast bæði í frumvarpi til fjárlaga og í fyrirhuguðum lagabreytingum sem heimila gjaldtöku vísindasiðanefndar, í hrópandi ósamræmi við þann mikla árangur sem náðst hefur í grunnrannsóknum og vísindum almennt hér á landi undanfarin ár og áratugi. Ósamræmi þetta felst í þeirri staðreynd að í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt vísindasamfélag framarlega á mörgum af þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir framtíð okkar sem fullvalda og blómstrandi þjóðar, og sem tegundar. Þau grunnvísindi sem stunduð eru hér hafa ótvírætt gildi og hafa oft á tíðum beina skírskotun til krefjandi úrlausnarefna sem við munum þurfa að takast á við. Opinbert fjármagn gegnir lykilhlutverki í öllum vísindarannsóknum. Slíkar rannsóknir krefjast þolinmæði og skilnings á því að framfarir eiga sér stað hægt en ávallt með ávinningi. Fjármagn sem sett er í rannsóknir og þróun skilar sér margfalt til baka í formi þekkingar, sem ekki verður metin til fjár. Þannig geta grunnrannsóknir haft svo víðtæk áhrif að þær móta samfélagið til frambúðar, þó svo að það hafi ekki verið tilgangur þeirra eða ætlun vísindamannanna. Nægir að nefna frumeindaklukkuna sem leiddi til GPS-tækninnar, kjarnasegulherma sem leiddu til þróunar segulómtækja og hinnar illskiljanlegu skammtafræði sem nú myndar grunn rafeinda- og tölvutækni. Nýlegt dæmi er Zika-veiran sem tiltölulega nýlega braust fram á sjónarsviðið með skelfilegum afleiðingum. Hins vegar höfðu grunnrannsóknir fyrri ára þau áhrif að vísindamönnum tókst að þróa vísi að vænlegu bóluefni. Ávinningur af frumkvöðlastarfsemi í vísindum getur líka verið af öðrum toga, því um leið og þau hafa bein áhrif á velferð og daglegt líf fólks þá geta djörf og skapandi vísindi stuðlað að enn frekari áhuga almennings á sjálfum vísindunum, svo lengi sem þeir vísindamenn sem þau stunda gangast við þeirri ábyrgð sem notkun almannafjár fylgir og eru reiðubúnir og viljugir til að miðla af reynslu sinni og dýrmætri þekkingu. Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á fjárframlögum í Rannsóknasjóð og þeim er varða gjaldtöku munu vafalaust hafa hamlandi áhrif á íslenskt vísindastarf. Slíkt á ekki að viðgangast á tímum þar sem þörfin fyrir framsækin vísindi er sem mest. Ávinningurinn af öflugri fjármögnun grunnrannsókna er slíkur að við höfum ekki efni á að draga úr henni. Ávinningur þessi er ekki aðeins fólginn framförum í vísindum og tækni, heldur í þeirri ákvörðun að færa vísindin ofar í forgangsröðina; að gera þau að grunnstefi samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrirhugaður niðurskurður á fjárframlögum til Rannsóknasjóðs Rannís, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, er köld kveðja til þeirra vísindamanna sem starfa hér á landi. Í raun eru áherslur ríkisstjórnarinnar, sem birtast bæði í frumvarpi til fjárlaga og í fyrirhuguðum lagabreytingum sem heimila gjaldtöku vísindasiðanefndar, í hrópandi ósamræmi við þann mikla árangur sem náðst hefur í grunnrannsóknum og vísindum almennt hér á landi undanfarin ár og áratugi. Ósamræmi þetta felst í þeirri staðreynd að í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt vísindasamfélag framarlega á mörgum af þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir framtíð okkar sem fullvalda og blómstrandi þjóðar, og sem tegundar. Þau grunnvísindi sem stunduð eru hér hafa ótvírætt gildi og hafa oft á tíðum beina skírskotun til krefjandi úrlausnarefna sem við munum þurfa að takast á við. Opinbert fjármagn gegnir lykilhlutverki í öllum vísindarannsóknum. Slíkar rannsóknir krefjast þolinmæði og skilnings á því að framfarir eiga sér stað hægt en ávallt með ávinningi. Fjármagn sem sett er í rannsóknir og þróun skilar sér margfalt til baka í formi þekkingar, sem ekki verður metin til fjár. Þannig geta grunnrannsóknir haft svo víðtæk áhrif að þær móta samfélagið til frambúðar, þó svo að það hafi ekki verið tilgangur þeirra eða ætlun vísindamannanna. Nægir að nefna frumeindaklukkuna sem leiddi til GPS-tækninnar, kjarnasegulherma sem leiddu til þróunar segulómtækja og hinnar illskiljanlegu skammtafræði sem nú myndar grunn rafeinda- og tölvutækni. Nýlegt dæmi er Zika-veiran sem tiltölulega nýlega braust fram á sjónarsviðið með skelfilegum afleiðingum. Hins vegar höfðu grunnrannsóknir fyrri ára þau áhrif að vísindamönnum tókst að þróa vísi að vænlegu bóluefni. Ávinningur af frumkvöðlastarfsemi í vísindum getur líka verið af öðrum toga, því um leið og þau hafa bein áhrif á velferð og daglegt líf fólks þá geta djörf og skapandi vísindi stuðlað að enn frekari áhuga almennings á sjálfum vísindunum, svo lengi sem þeir vísindamenn sem þau stunda gangast við þeirri ábyrgð sem notkun almannafjár fylgir og eru reiðubúnir og viljugir til að miðla af reynslu sinni og dýrmætri þekkingu. Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á fjárframlögum í Rannsóknasjóð og þeim er varða gjaldtöku munu vafalaust hafa hamlandi áhrif á íslenskt vísindastarf. Slíkt á ekki að viðgangast á tímum þar sem þörfin fyrir framsækin vísindi er sem mest. Ávinningurinn af öflugri fjármögnun grunnrannsókna er slíkur að við höfum ekki efni á að draga úr henni. Ávinningur þessi er ekki aðeins fólginn framförum í vísindum og tækni, heldur í þeirri ákvörðun að færa vísindin ofar í forgangsröðina; að gera þau að grunnstefi samfélagsins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar