Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2018 11:19 Fyrr á árinu var greint frá því að Toys R Us hugðist loka öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum. Getty/Portland Press Herald Norræni leikfangarisinn Top-Toy, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us og BR, er í miklum fjárhagsvandræðum og hyggst loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Samfara lokunum verður 450 manns sagt upp. Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum á föstudaginn. Framkvæmdastjórinn Per Sigvardsson segir í samtali við DR að nauðsynlegt sé að bregðast við stöðinni með þessum hætti, en félagið birti ársreikning sinn í síðustu viku. Félagið rekur þrjár verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us á Íslandi – Í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að ekki séu „neinar áætlanir áætlanir um að loka verslunum á Íslandi“. DR segir frá því að tólf verslunum verði lokað í Danmörku og 180 manns sagt upp. Alls rekur félagið 77 verslanir undir merkjum BR í Danmörku og 21 Toys ‘R‘ Us verslun. 26 verslunum verður lokað í Svíþjóð og í Þýskalandi verður öllum verslunum félagsins lokað. Verslunum verður lokað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.Fyrr á árinu var greint frá því að Toys R Us hugðist loka öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum. Neytendur Norðurlönd Svíþjóð Þýskaland Tengdar fréttir Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Norræni leikfangarisinn Top-Toy, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us og BR, er í miklum fjárhagsvandræðum og hyggst loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Samfara lokunum verður 450 manns sagt upp. Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum á föstudaginn. Framkvæmdastjórinn Per Sigvardsson segir í samtali við DR að nauðsynlegt sé að bregðast við stöðinni með þessum hætti, en félagið birti ársreikning sinn í síðustu viku. Félagið rekur þrjár verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us á Íslandi – Í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að ekki séu „neinar áætlanir áætlanir um að loka verslunum á Íslandi“. DR segir frá því að tólf verslunum verði lokað í Danmörku og 180 manns sagt upp. Alls rekur félagið 77 verslanir undir merkjum BR í Danmörku og 21 Toys ‘R‘ Us verslun. 26 verslunum verður lokað í Svíþjóð og í Þýskalandi verður öllum verslunum félagsins lokað. Verslunum verður lokað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.Fyrr á árinu var greint frá því að Toys R Us hugðist loka öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum.
Neytendur Norðurlönd Svíþjóð Þýskaland Tengdar fréttir Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00