Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. Þetta sögðu saksóknarar í Suður-Kóreu í gær samkvæmt CNN. Ellefu hafa verið ákærð fyrir þjófnaðinn.
Þessi tækni byggir á því að gera OLED-skjái Samsung sveigjanlega, meðal annars með því að nota öðruvísi lím, og gerir það að verkum að hægt verður að nota þennan væntanlega síma bæði sem spjaldtölvu og venjulegan síma. Í yfirlýsingu frá Samsung Display, dótturfyrirtækis Samsung-samsteypunnar sem sér um gerð þessara skjáa, segir að fyrirtækið sé slegið vegna málsins.
Stálu tækni frá Samsung
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent