Jólaeftirlitið María Bjarnadóttir skrifar 14. desember 2018 08:00 Ég þekki börn sem efast um tilvist íslenskra jólasveina. Þetta eru góð og ágætlega uppalin börn, en efasemdarfræ um hina þrettán fráu sveina hefur náð að skjóta rótum í þeirra saklausu jólahjörtum. Ég veit að sjálfsögðu ekki hver á að axla ábyrgð á þessu, en einhver ætti að gera það. Ég veit fyrir víst að foreldrar þessara barna hafa árlega sætt ágengum yfirheyrslum vegna málsins og hafa í því samhengi bæði haft réttarstöðu grunaðra og vitna. Þau vita að sjálfsögðu ekkert um málið eins og margoft hefur komið fram í skýrslutökum. Þó að stöku mömmur séu að kyssa jólasveina, eru foreldrar ekki í neinu skipulögðu samstarfi við sveinana. Auðvitað er mjög furðulegt fyrir foreldra að réttlæta fyrir börnum stuðning sinn við að ókunnugir menn sem stunda húsbrot og þjófnað séu að fylgjast með þeim á laun. Það er líka flókið að viðurkenna að foreldri veiti fúslega samþykki fyrir því að sveinarnir haldi yfirlit yfir og meti hegðun barna hvort sem þau eru vakin eða sofin, án andmælaréttar fyrir börnin. Það þarf svo varla að taka fram hversu vafasöm vinnsla jólasveinanna á þessum upplýsingum er í skilningi persónuverndarlaga. Þó þetta séu réttmætar ábendingar eru þær bara aðeins of Skröggslegar. Það er líka leiðinlegt að það sé verið að efast um trúverðugleika sveinanna út af einhverjum framkvæmdaratriðum eins og ómöguleika varðandi útsendingakerfi skógjafa. Það þarf enginn svona neikvæðni í desember, það er nógu dimmt fyrir. Svo er þetta kerfisbundna eftirlit alveg í fínu lagi. Það er tímabundið í eðli sínu, gætir meðalhófs og stefnir að lögmætu markmiði um að næra jólaandann. Þið megið trúa því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég þekki börn sem efast um tilvist íslenskra jólasveina. Þetta eru góð og ágætlega uppalin börn, en efasemdarfræ um hina þrettán fráu sveina hefur náð að skjóta rótum í þeirra saklausu jólahjörtum. Ég veit að sjálfsögðu ekki hver á að axla ábyrgð á þessu, en einhver ætti að gera það. Ég veit fyrir víst að foreldrar þessara barna hafa árlega sætt ágengum yfirheyrslum vegna málsins og hafa í því samhengi bæði haft réttarstöðu grunaðra og vitna. Þau vita að sjálfsögðu ekkert um málið eins og margoft hefur komið fram í skýrslutökum. Þó að stöku mömmur séu að kyssa jólasveina, eru foreldrar ekki í neinu skipulögðu samstarfi við sveinana. Auðvitað er mjög furðulegt fyrir foreldra að réttlæta fyrir börnum stuðning sinn við að ókunnugir menn sem stunda húsbrot og þjófnað séu að fylgjast með þeim á laun. Það er líka flókið að viðurkenna að foreldri veiti fúslega samþykki fyrir því að sveinarnir haldi yfirlit yfir og meti hegðun barna hvort sem þau eru vakin eða sofin, án andmælaréttar fyrir börnin. Það þarf svo varla að taka fram hversu vafasöm vinnsla jólasveinanna á þessum upplýsingum er í skilningi persónuverndarlaga. Þó þetta séu réttmætar ábendingar eru þær bara aðeins of Skröggslegar. Það er líka leiðinlegt að það sé verið að efast um trúverðugleika sveinanna út af einhverjum framkvæmdaratriðum eins og ómöguleika varðandi útsendingakerfi skógjafa. Það þarf enginn svona neikvæðni í desember, það er nógu dimmt fyrir. Svo er þetta kerfisbundna eftirlit alveg í fínu lagi. Það er tímabundið í eðli sínu, gætir meðalhófs og stefnir að lögmætu markmiði um að næra jólaandann. Þið megið trúa því.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun