Jólaeftirlitið María Bjarnadóttir skrifar 14. desember 2018 08:00 Ég þekki börn sem efast um tilvist íslenskra jólasveina. Þetta eru góð og ágætlega uppalin börn, en efasemdarfræ um hina þrettán fráu sveina hefur náð að skjóta rótum í þeirra saklausu jólahjörtum. Ég veit að sjálfsögðu ekki hver á að axla ábyrgð á þessu, en einhver ætti að gera það. Ég veit fyrir víst að foreldrar þessara barna hafa árlega sætt ágengum yfirheyrslum vegna málsins og hafa í því samhengi bæði haft réttarstöðu grunaðra og vitna. Þau vita að sjálfsögðu ekkert um málið eins og margoft hefur komið fram í skýrslutökum. Þó að stöku mömmur séu að kyssa jólasveina, eru foreldrar ekki í neinu skipulögðu samstarfi við sveinana. Auðvitað er mjög furðulegt fyrir foreldra að réttlæta fyrir börnum stuðning sinn við að ókunnugir menn sem stunda húsbrot og þjófnað séu að fylgjast með þeim á laun. Það er líka flókið að viðurkenna að foreldri veiti fúslega samþykki fyrir því að sveinarnir haldi yfirlit yfir og meti hegðun barna hvort sem þau eru vakin eða sofin, án andmælaréttar fyrir börnin. Það þarf svo varla að taka fram hversu vafasöm vinnsla jólasveinanna á þessum upplýsingum er í skilningi persónuverndarlaga. Þó þetta séu réttmætar ábendingar eru þær bara aðeins of Skröggslegar. Það er líka leiðinlegt að það sé verið að efast um trúverðugleika sveinanna út af einhverjum framkvæmdaratriðum eins og ómöguleika varðandi útsendingakerfi skógjafa. Það þarf enginn svona neikvæðni í desember, það er nógu dimmt fyrir. Svo er þetta kerfisbundna eftirlit alveg í fínu lagi. Það er tímabundið í eðli sínu, gætir meðalhófs og stefnir að lögmætu markmiði um að næra jólaandann. Þið megið trúa því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki börn sem efast um tilvist íslenskra jólasveina. Þetta eru góð og ágætlega uppalin börn, en efasemdarfræ um hina þrettán fráu sveina hefur náð að skjóta rótum í þeirra saklausu jólahjörtum. Ég veit að sjálfsögðu ekki hver á að axla ábyrgð á þessu, en einhver ætti að gera það. Ég veit fyrir víst að foreldrar þessara barna hafa árlega sætt ágengum yfirheyrslum vegna málsins og hafa í því samhengi bæði haft réttarstöðu grunaðra og vitna. Þau vita að sjálfsögðu ekkert um málið eins og margoft hefur komið fram í skýrslutökum. Þó að stöku mömmur séu að kyssa jólasveina, eru foreldrar ekki í neinu skipulögðu samstarfi við sveinana. Auðvitað er mjög furðulegt fyrir foreldra að réttlæta fyrir börnum stuðning sinn við að ókunnugir menn sem stunda húsbrot og þjófnað séu að fylgjast með þeim á laun. Það er líka flókið að viðurkenna að foreldri veiti fúslega samþykki fyrir því að sveinarnir haldi yfirlit yfir og meti hegðun barna hvort sem þau eru vakin eða sofin, án andmælaréttar fyrir börnin. Það þarf svo varla að taka fram hversu vafasöm vinnsla jólasveinanna á þessum upplýsingum er í skilningi persónuverndarlaga. Þó þetta séu réttmætar ábendingar eru þær bara aðeins of Skröggslegar. Það er líka leiðinlegt að það sé verið að efast um trúverðugleika sveinanna út af einhverjum framkvæmdaratriðum eins og ómöguleika varðandi útsendingakerfi skógjafa. Það þarf enginn svona neikvæðni í desember, það er nógu dimmt fyrir. Svo er þetta kerfisbundna eftirlit alveg í fínu lagi. Það er tímabundið í eðli sínu, gætir meðalhófs og stefnir að lögmætu markmiði um að næra jólaandann. Þið megið trúa því.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar