Fyrsta heilbrigðisstefnan? Ingimar Einarsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun