Allt í upplausn í Bretlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. desember 2018 06:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. „Það er í raun allt í upplausn í breskum stjórnmálum þegar kemur að Brexit. Það er engin augljós leið fram undan,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um málið. Hann segir blasa við að May komi samningnum ekki í gegnum þingið og því sé atkvæðagreiðslan dregin til baka. May sagðist meðvituð um að þingmenn hefðu einna helst áhyggjur af „backstop“-áætluninni, varúðarráðstöfun ef Bretum og ESB tekst ekki að komast að niðurstöðu um hvernig skuli hátta tollamálum svo ekki verði þörf á sýnilegum landamærum milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægja er með þessa ráðstöfun enda felur hún í sér að Norður-Írar, einir Breta, þyrftu áfram að lúta meginþorra reglna tollabandalagsins. Á næstunni myndi hún leitast við að uppræta þessar áhyggjur. John Bercow, forseti þingsins og samflokksmaður May, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði það ókurteisi að kippa málinu einhliða af dagskrá þegar 164 þingmenn hafa tekið þátt í umræðum. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins skoruðu á Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, í gær að leggja fram vantrauststillögu. Ljóst er að staða May er nokkuð veik. Eiríkur segir þó ekki hægt að útiloka að May standi storminn af sér enda hefur hún staðið af sér ótrúlegustu mál í valdatíð sinni. Að sama skapi, segir hann, gæti hún fallið hvenær sem er. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. „Það er í raun allt í upplausn í breskum stjórnmálum þegar kemur að Brexit. Það er engin augljós leið fram undan,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um málið. Hann segir blasa við að May komi samningnum ekki í gegnum þingið og því sé atkvæðagreiðslan dregin til baka. May sagðist meðvituð um að þingmenn hefðu einna helst áhyggjur af „backstop“-áætluninni, varúðarráðstöfun ef Bretum og ESB tekst ekki að komast að niðurstöðu um hvernig skuli hátta tollamálum svo ekki verði þörf á sýnilegum landamærum milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægja er með þessa ráðstöfun enda felur hún í sér að Norður-Írar, einir Breta, þyrftu áfram að lúta meginþorra reglna tollabandalagsins. Á næstunni myndi hún leitast við að uppræta þessar áhyggjur. John Bercow, forseti þingsins og samflokksmaður May, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði það ókurteisi að kippa málinu einhliða af dagskrá þegar 164 þingmenn hafa tekið þátt í umræðum. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins skoruðu á Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, í gær að leggja fram vantrauststillögu. Ljóst er að staða May er nokkuð veik. Eiríkur segir þó ekki hægt að útiloka að May standi storminn af sér enda hefur hún staðið af sér ótrúlegustu mál í valdatíð sinni. Að sama skapi, segir hann, gæti hún fallið hvenær sem er.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52
Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46
May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11
Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35