Jólagjöfin í ár Hörður Ægisson skrifar 28. desember 2018 08:00 Skjótt skipast veður í lofti. Eftir stöðugar verðhækkanir var heimsmarkaðsverðið á hráolíu komið yfir 80 Bandaríkjadali í lok september og hafði ekki verið hærra í um fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa hækkað um liðlega 30 prósent fyrstu níu mánuði ársins töldu flestir greinendur, sökum þess að útlit væri fyrir skort á framboði, engar olíuverðslækkanir vera í spákortunum heldur stæðu fremur líkur til þess að verðið myndi halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Fyrir íslensku flugfélögin, sem hafa staðið höllum fæti og þurfa að greiða jafnvirði um 60 milljarða króna fyrir þotueldsneyti á þessu ári, voru þetta sérstaklega váleg tíðindi. Sem betur fer gengu spárnar ekki eftir heldur hefur heimsmarkaðsverð á olíu þess í stað hrunið um nærri 40 prósent á aðeins tæplega þremur mánuðum og stendur núna í um 53 dölum fatið. Hvað gerðist? Orsakirnar eru auðvitað margþættar en skyndilegt offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu vestanhafs, ásamt væntingum um minni eftirspurn og hægari vöxt í alþjóðahagkerfinu sökum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína skýra ekki hvað síst þetta mikla verðfall. Þá hefur ákvörðun aðildarríkja OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að draga úr framleiðslu sinni í því skyni að reyna að vinna gegn frekari lækkun á olíuverði ekki skilað tilætluðum árangri. Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum, benti einnig á það í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að mörg ríki hefðu búið sig undir stífar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart stjórnvöldum í Íran með því að bæta hjá sér birgðastöðuna. Þegar á hólminn var komið reyndust aðgerðirnar mun vægari en haldið var í fyrstu – og með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka mjög skarpt. Fáar þjóðir nota jafn mikið af olíu og Íslendingar á hvern íbúa. Sveiflur á olíuverði hafa því gríðarmikil áhrif á allt íslenskt efnahagslíf en olíunotkun Íslendinga hefur stóraukist – um 40 prósent frá 2010 – samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Þar skipta flugsamgöngur mestu máli en olíunotkun flugfélaganna hefur þrefaldast á aðeins sjö árum og í fyrra stóðu þau undir um 38 prósentum af heildarolíunotkun. Mikil verðlækkun á olíu kemur sér því vel fyrir flugfélögin, ekki hvað síst WOW air sem hefur ekki varið eldneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Áætlað er að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á þotueldsneyti hafi það jákvæð áhrif á afkomu Icelandair og WOW air sem nemur um 1.500 til 2.000 milljónum á ársgrundvelli. Það munar um minna á tímum þegar félögin hafa verið að berjast í bökkum. Það eru auðvitað ekki aðeins fyrirtækin sem njóta góðs af lægra olíuverði. Ávinningurinn fyrir heimilin er ekki síðri þar sem verð á ýmsum innfluttum vörum ætti að fara lækkandi og þrýstingur til aukinnar verðbólgu að sama skapi að minnka. Tímasetningin gæti vart verið betri enda er verðbólgan nú að nálgast fjögur prósent – og hefur ekki mælst hærri í fjögur ár – sem stafar ekki síst af miklum olíuverðshækkunum síðustu misseri og veikingu krónunnar. Flestir hafa talið að Seðlabankinn verði í vaxtahækkunarham á nýju ári, meðal annars vegna hækkandi hrávöruverðs, en samkvæmt grunnspá bankans gerir hann ráð fyrir að olíuverð verði í kringum 80 dali á árinu 2019. Haldist verðið hins vegar á svipuðum slóðum og nú mun það auka líkur á að til þess þurfi ekki að koma. Hríðlækkandi olíuverð er því réttnefnd jólagjöfin í ár fyrir íslensku eyðsluklóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Eftir stöðugar verðhækkanir var heimsmarkaðsverðið á hráolíu komið yfir 80 Bandaríkjadali í lok september og hafði ekki verið hærra í um fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa hækkað um liðlega 30 prósent fyrstu níu mánuði ársins töldu flestir greinendur, sökum þess að útlit væri fyrir skort á framboði, engar olíuverðslækkanir vera í spákortunum heldur stæðu fremur líkur til þess að verðið myndi halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Fyrir íslensku flugfélögin, sem hafa staðið höllum fæti og þurfa að greiða jafnvirði um 60 milljarða króna fyrir þotueldsneyti á þessu ári, voru þetta sérstaklega váleg tíðindi. Sem betur fer gengu spárnar ekki eftir heldur hefur heimsmarkaðsverð á olíu þess í stað hrunið um nærri 40 prósent á aðeins tæplega þremur mánuðum og stendur núna í um 53 dölum fatið. Hvað gerðist? Orsakirnar eru auðvitað margþættar en skyndilegt offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu vestanhafs, ásamt væntingum um minni eftirspurn og hægari vöxt í alþjóðahagkerfinu sökum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína skýra ekki hvað síst þetta mikla verðfall. Þá hefur ákvörðun aðildarríkja OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að draga úr framleiðslu sinni í því skyni að reyna að vinna gegn frekari lækkun á olíuverði ekki skilað tilætluðum árangri. Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum, benti einnig á það í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að mörg ríki hefðu búið sig undir stífar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart stjórnvöldum í Íran með því að bæta hjá sér birgðastöðuna. Þegar á hólminn var komið reyndust aðgerðirnar mun vægari en haldið var í fyrstu – og með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka mjög skarpt. Fáar þjóðir nota jafn mikið af olíu og Íslendingar á hvern íbúa. Sveiflur á olíuverði hafa því gríðarmikil áhrif á allt íslenskt efnahagslíf en olíunotkun Íslendinga hefur stóraukist – um 40 prósent frá 2010 – samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Þar skipta flugsamgöngur mestu máli en olíunotkun flugfélaganna hefur þrefaldast á aðeins sjö árum og í fyrra stóðu þau undir um 38 prósentum af heildarolíunotkun. Mikil verðlækkun á olíu kemur sér því vel fyrir flugfélögin, ekki hvað síst WOW air sem hefur ekki varið eldneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Áætlað er að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á þotueldsneyti hafi það jákvæð áhrif á afkomu Icelandair og WOW air sem nemur um 1.500 til 2.000 milljónum á ársgrundvelli. Það munar um minna á tímum þegar félögin hafa verið að berjast í bökkum. Það eru auðvitað ekki aðeins fyrirtækin sem njóta góðs af lægra olíuverði. Ávinningurinn fyrir heimilin er ekki síðri þar sem verð á ýmsum innfluttum vörum ætti að fara lækkandi og þrýstingur til aukinnar verðbólgu að sama skapi að minnka. Tímasetningin gæti vart verið betri enda er verðbólgan nú að nálgast fjögur prósent – og hefur ekki mælst hærri í fjögur ár – sem stafar ekki síst af miklum olíuverðshækkunum síðustu misseri og veikingu krónunnar. Flestir hafa talið að Seðlabankinn verði í vaxtahækkunarham á nýju ári, meðal annars vegna hækkandi hrávöruverðs, en samkvæmt grunnspá bankans gerir hann ráð fyrir að olíuverð verði í kringum 80 dali á árinu 2019. Haldist verðið hins vegar á svipuðum slóðum og nú mun það auka líkur á að til þess þurfi ekki að koma. Hríðlækkandi olíuverð er því réttnefnd jólagjöfin í ár fyrir íslensku eyðsluklóna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar