Vinnum saman gegn fíknivandanum Vörður Leví Traustason skrifar 28. desember 2018 08:00 Ár er síðan greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra benti á að aðgangur að sterkum fíkniefnum væri að aukast og myndi kosta fjölda manns lífið. Á sama tíma berast fréttir af því að 20% háskólanema hafi notað örvandi lyf sem hafi verið ávísað á einhvern annan. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að efla þau meðferðarúrræði sem fólki með fíknivanda býðst hér á landi. Frá því að fyrstu skjólstæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar í bílskúr á Sogaveginum fyrir 45 árum hafa tugþúsundir einstaklinga fengið hjálp og stuðning frá samtökunum til að takast á við fíknivanda sinn. Í tillögum sem starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði árið 2016 var meðal annars lagt til að fjölgað yrði afeitrunarplássum á sjúkrahúsum, tryggð fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir ólíka hópa og að settar yrðu lágmarkskröfur um gæði og innihald meðferðar, framvindu og árangur. Þá yrði tillit tekið til einstaklingsmiðaðrar meðferðar, kyns og aldurs, komið á samráðsvettvangi og rannsóknir og forvarnastarf eflt. Við viljum gera okkar til að þetta geti orðið að raunveruleika. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja byggingu á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti sem rúmar fjölnotasal, aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðinga og eldhús í fallegri náttúru Mosfellsdalsins og verður það vígt 31. janúar nk. Húsið tengir saman eldri byggingar sem hýsa herbergi heimilismanna. Geta 30 einstaklingar, 10 konur og 20 karlar, verið í meðferð hverju sinni að lokinni afeitrun á sjúkrahúsi. Draumurinn er að fjölga meðferðarrýmum upp í 40 og efla og bæta þjónustuna með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum þ.m.t. þjónustu félagsráðgjafa og sálfræðinga í góðu samstarfi við aðra sem sinna einstaklingum sem glíma við fíkn, áföll og geðræna sjúkdóma. Samhjálp rekur einnig eftirmeðferðarheimili þar sem um 55 einstaklingar geta búið í um tvö ár og verið í áframhaldandi meðferð. Þá er Kaffistofa Samhjálpar rekin í Borgartúni 1 þar sem opið er alla daga ársins og um 67.000 máltíðir eru gefnar á ári. Tökum höndum saman gegn þeirri miklu vá sem fíkn er í samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ár er síðan greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra benti á að aðgangur að sterkum fíkniefnum væri að aukast og myndi kosta fjölda manns lífið. Á sama tíma berast fréttir af því að 20% háskólanema hafi notað örvandi lyf sem hafi verið ávísað á einhvern annan. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að efla þau meðferðarúrræði sem fólki með fíknivanda býðst hér á landi. Frá því að fyrstu skjólstæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar í bílskúr á Sogaveginum fyrir 45 árum hafa tugþúsundir einstaklinga fengið hjálp og stuðning frá samtökunum til að takast á við fíknivanda sinn. Í tillögum sem starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði árið 2016 var meðal annars lagt til að fjölgað yrði afeitrunarplássum á sjúkrahúsum, tryggð fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir ólíka hópa og að settar yrðu lágmarkskröfur um gæði og innihald meðferðar, framvindu og árangur. Þá yrði tillit tekið til einstaklingsmiðaðrar meðferðar, kyns og aldurs, komið á samráðsvettvangi og rannsóknir og forvarnastarf eflt. Við viljum gera okkar til að þetta geti orðið að raunveruleika. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja byggingu á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti sem rúmar fjölnotasal, aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðinga og eldhús í fallegri náttúru Mosfellsdalsins og verður það vígt 31. janúar nk. Húsið tengir saman eldri byggingar sem hýsa herbergi heimilismanna. Geta 30 einstaklingar, 10 konur og 20 karlar, verið í meðferð hverju sinni að lokinni afeitrun á sjúkrahúsi. Draumurinn er að fjölga meðferðarrýmum upp í 40 og efla og bæta þjónustuna með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum þ.m.t. þjónustu félagsráðgjafa og sálfræðinga í góðu samstarfi við aðra sem sinna einstaklingum sem glíma við fíkn, áföll og geðræna sjúkdóma. Samhjálp rekur einnig eftirmeðferðarheimili þar sem um 55 einstaklingar geta búið í um tvö ár og verið í áframhaldandi meðferð. Þá er Kaffistofa Samhjálpar rekin í Borgartúni 1 þar sem opið er alla daga ársins og um 67.000 máltíðir eru gefnar á ári. Tökum höndum saman gegn þeirri miklu vá sem fíkn er í samfélagi okkar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar