Á misjöfnu þrífast börnin best Guðrún Vilmundardóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 Daginn er tekið að lengja, ég óska okkur öllum til hamingju með það. Fjörugustu mánuðirnir í bókaútgáfunni eru að baki og tími til að hvílast og stilla strengi sína upp á nýtt. Starf mitt felst að stórum hluta í því að lesa handrit og bækur en það er langt síðan ég komst að því að besta hvíldin frá lestri er hreint ekki að lesa ekki neitt, heldur einmitt að lesa eitthvað allt annað en maður er vanur að lesa. Enga hvíld vissi ég betri frá námsbókunum en að lesa skáldsögur. Það er ekkert jafn dásamlegt og að gleyma sér í góðri bók sem hittir mann í hjartastað. Ég hef aldrei hikað að leggja frá mér bækur sem heilla mig ekki. Hef ekki verið af þeim skóla að það þurfi endilega að klára bók sem byrjað er á. Ekki frekar en maður þurfi endilega að eiga, um aldur og ævi, bækur sem manni áskotnast. En í friðsældinni yfir hátíðarnar ákvað ég að gera tilraun. Ég hef lokið við hverja einustu bók sem ég hef tekið upp. Þær eru orðnar nokkrar og einhverjar hefði ég lagt frá mér væri ég ekki yfirlýst tilraunadýr. En ég verð satt að segja að mæla með þessu. Það er eitthvað hressandi við það að sogast ekki endilega inn heldur standa á hliðarlínunni, og viti menn, það er alltaf eitthvað sem kemur skemmtilega á óvart og veitir nýja innsýn. Þetta er nú mín jólakveðja og nýuppgötvað ráð til hvíldar og gleði. Óska gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Daginn er tekið að lengja, ég óska okkur öllum til hamingju með það. Fjörugustu mánuðirnir í bókaútgáfunni eru að baki og tími til að hvílast og stilla strengi sína upp á nýtt. Starf mitt felst að stórum hluta í því að lesa handrit og bækur en það er langt síðan ég komst að því að besta hvíldin frá lestri er hreint ekki að lesa ekki neitt, heldur einmitt að lesa eitthvað allt annað en maður er vanur að lesa. Enga hvíld vissi ég betri frá námsbókunum en að lesa skáldsögur. Það er ekkert jafn dásamlegt og að gleyma sér í góðri bók sem hittir mann í hjartastað. Ég hef aldrei hikað að leggja frá mér bækur sem heilla mig ekki. Hef ekki verið af þeim skóla að það þurfi endilega að klára bók sem byrjað er á. Ekki frekar en maður þurfi endilega að eiga, um aldur og ævi, bækur sem manni áskotnast. En í friðsældinni yfir hátíðarnar ákvað ég að gera tilraun. Ég hef lokið við hverja einustu bók sem ég hef tekið upp. Þær eru orðnar nokkrar og einhverjar hefði ég lagt frá mér væri ég ekki yfirlýst tilraunadýr. En ég verð satt að segja að mæla með þessu. Það er eitthvað hressandi við það að sogast ekki endilega inn heldur standa á hliðarlínunni, og viti menn, það er alltaf eitthvað sem kemur skemmtilega á óvart og veitir nýja innsýn. Þetta er nú mín jólakveðja og nýuppgötvað ráð til hvíldar og gleði. Óska gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar