Bretland úr EES Michael Nevin skrifar 21. desember 2018 07:00 Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar