Bretar eru nokkuð rólegir þrátt fyrir að staðan sé nú uggvænleg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Þessir Bretar virðast þó allt annað en rólegir yfir stöðunni. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira