Á tímamótum – Landvernd 50 ára Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Sjaldan ef nokkurn tíma, hefur krafa samfélagsins verið jafn mikil og nú þegar kemur að umhverfismálum, náttúruvernd og ábyrgri stjórnun auðlinda. Skiptir þá ekki máli hvar borið er niður, hverjum og einum ber að sýna ábyrgð í verki; einstaklingurinn, fyrirtækin og stjórnvöld. Til að styðja okkur í að við öll getum gert betur, og komandi kynslóðir njóti þeirra aðfanga og ávaxta sem okkur er boðið upp á, verðum við að einsetja okkur að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru af nær 200 þjóðum heims í árslok 2015 og tóku gildi 1. janúar 2016. Forgangsröðunin á að vera í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Landvernd hefur ekki látið sitt eftir liggja en samtökin standa á tímamótum nú um þessi áramót, en á árinu 2019 fagna samtökin 50 ára starfsafmæli sínu. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið okkar. Landvernd er stoltur áhrifavaldur í íslensku samfélagi sem stuðlar að markvissri fræðslu íslenskra nemenda um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar með Grænfánaverkefninu, hreinsar Ísland í samvinnu við öfluga samstarfsaðila, stendur vörð um hálendið og náttúruperlur landsins og veitir stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald í málefnum sem snerta umhverfið svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2019 mun verða viðburðaríkt í starfseminni og einkennast af fjölmörgum fræðsluviðburðum, uppákomum og sýnilegum áskorunum. Um leið og við þökkum samvinnu og stuðning á liðnu ári, vonumst við til þess að landsmenn allir fagni með okkur með ábyrgum hætti, takist á við áskoranir morgundagsins í loftslagsmálum með breyttu hegðunar- og neyslumynstri, fræðist um hvernig við getum staðið enn betur vörð um okkar einstöku náttúru og stuðlað að því að núverandi og komandi kynslóðir geti búið við bestu mögulegu umhverfisgæði sem völ er á. Stöndum saman um hreint land, fagurt land. Gleðilegt ár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan ef nokkurn tíma, hefur krafa samfélagsins verið jafn mikil og nú þegar kemur að umhverfismálum, náttúruvernd og ábyrgri stjórnun auðlinda. Skiptir þá ekki máli hvar borið er niður, hverjum og einum ber að sýna ábyrgð í verki; einstaklingurinn, fyrirtækin og stjórnvöld. Til að styðja okkur í að við öll getum gert betur, og komandi kynslóðir njóti þeirra aðfanga og ávaxta sem okkur er boðið upp á, verðum við að einsetja okkur að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru af nær 200 þjóðum heims í árslok 2015 og tóku gildi 1. janúar 2016. Forgangsröðunin á að vera í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Landvernd hefur ekki látið sitt eftir liggja en samtökin standa á tímamótum nú um þessi áramót, en á árinu 2019 fagna samtökin 50 ára starfsafmæli sínu. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið okkar. Landvernd er stoltur áhrifavaldur í íslensku samfélagi sem stuðlar að markvissri fræðslu íslenskra nemenda um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar með Grænfánaverkefninu, hreinsar Ísland í samvinnu við öfluga samstarfsaðila, stendur vörð um hálendið og náttúruperlur landsins og veitir stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald í málefnum sem snerta umhverfið svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2019 mun verða viðburðaríkt í starfseminni og einkennast af fjölmörgum fræðsluviðburðum, uppákomum og sýnilegum áskorunum. Um leið og við þökkum samvinnu og stuðning á liðnu ári, vonumst við til þess að landsmenn allir fagni með okkur með ábyrgum hætti, takist á við áskoranir morgundagsins í loftslagsmálum með breyttu hegðunar- og neyslumynstri, fræðist um hvernig við getum staðið enn betur vörð um okkar einstöku náttúru og stuðlað að því að núverandi og komandi kynslóðir geti búið við bestu mögulegu umhverfisgæði sem völ er á. Stöndum saman um hreint land, fagurt land. Gleðilegt ár
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun