Á tímamótum – Landvernd 50 ára Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Sjaldan ef nokkurn tíma, hefur krafa samfélagsins verið jafn mikil og nú þegar kemur að umhverfismálum, náttúruvernd og ábyrgri stjórnun auðlinda. Skiptir þá ekki máli hvar borið er niður, hverjum og einum ber að sýna ábyrgð í verki; einstaklingurinn, fyrirtækin og stjórnvöld. Til að styðja okkur í að við öll getum gert betur, og komandi kynslóðir njóti þeirra aðfanga og ávaxta sem okkur er boðið upp á, verðum við að einsetja okkur að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru af nær 200 þjóðum heims í árslok 2015 og tóku gildi 1. janúar 2016. Forgangsröðunin á að vera í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Landvernd hefur ekki látið sitt eftir liggja en samtökin standa á tímamótum nú um þessi áramót, en á árinu 2019 fagna samtökin 50 ára starfsafmæli sínu. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið okkar. Landvernd er stoltur áhrifavaldur í íslensku samfélagi sem stuðlar að markvissri fræðslu íslenskra nemenda um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar með Grænfánaverkefninu, hreinsar Ísland í samvinnu við öfluga samstarfsaðila, stendur vörð um hálendið og náttúruperlur landsins og veitir stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald í málefnum sem snerta umhverfið svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2019 mun verða viðburðaríkt í starfseminni og einkennast af fjölmörgum fræðsluviðburðum, uppákomum og sýnilegum áskorunum. Um leið og við þökkum samvinnu og stuðning á liðnu ári, vonumst við til þess að landsmenn allir fagni með okkur með ábyrgum hætti, takist á við áskoranir morgundagsins í loftslagsmálum með breyttu hegðunar- og neyslumynstri, fræðist um hvernig við getum staðið enn betur vörð um okkar einstöku náttúru og stuðlað að því að núverandi og komandi kynslóðir geti búið við bestu mögulegu umhverfisgæði sem völ er á. Stöndum saman um hreint land, fagurt land. Gleðilegt ár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sjaldan ef nokkurn tíma, hefur krafa samfélagsins verið jafn mikil og nú þegar kemur að umhverfismálum, náttúruvernd og ábyrgri stjórnun auðlinda. Skiptir þá ekki máli hvar borið er niður, hverjum og einum ber að sýna ábyrgð í verki; einstaklingurinn, fyrirtækin og stjórnvöld. Til að styðja okkur í að við öll getum gert betur, og komandi kynslóðir njóti þeirra aðfanga og ávaxta sem okkur er boðið upp á, verðum við að einsetja okkur að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru af nær 200 þjóðum heims í árslok 2015 og tóku gildi 1. janúar 2016. Forgangsröðunin á að vera í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Landvernd hefur ekki látið sitt eftir liggja en samtökin standa á tímamótum nú um þessi áramót, en á árinu 2019 fagna samtökin 50 ára starfsafmæli sínu. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið okkar. Landvernd er stoltur áhrifavaldur í íslensku samfélagi sem stuðlar að markvissri fræðslu íslenskra nemenda um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar með Grænfánaverkefninu, hreinsar Ísland í samvinnu við öfluga samstarfsaðila, stendur vörð um hálendið og náttúruperlur landsins og veitir stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald í málefnum sem snerta umhverfið svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2019 mun verða viðburðaríkt í starfseminni og einkennast af fjölmörgum fræðsluviðburðum, uppákomum og sýnilegum áskorunum. Um leið og við þökkum samvinnu og stuðning á liðnu ári, vonumst við til þess að landsmenn allir fagni með okkur með ábyrgum hætti, takist á við áskoranir morgundagsins í loftslagsmálum með breyttu hegðunar- og neyslumynstri, fræðist um hvernig við getum staðið enn betur vörð um okkar einstöku náttúru og stuðlað að því að núverandi og komandi kynslóðir geti búið við bestu mögulegu umhverfisgæði sem völ er á. Stöndum saman um hreint land, fagurt land. Gleðilegt ár
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar