Minni ársins Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 3. janúar 2019 08:30 Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar