Tilhneiging til framfara Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. janúar 2019 06:45 Fréttablaðið gerði helstu framförum og áföngum vísindanna á liðnu ári skil á dögunum. Í þessari upptalningu, sem var langt því frá tæmandi, kennir vitaskuld ýmissa grasa; allt frá fæðingu fyrsta barnsins úr ígræddu legi látinnar konu og tímabærri endurskilgreiningu kílógrammsins, til birtingarmynda loftslagsbreytinga og þess þegar vísindi, hugvit og hugrekki urðu til þess að tólf fótboltastrákum var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands. Okkur er tamt að hugsa um vísindin út frá byltingarkenndum uppgötvunum og sögulegum áföngum. Bæði virðast spretta fram á ólíklegustu tímum, stundum fyrir algjöra tilviljun eða lukkulega hugljómun. Þegar betur er að gáð er það alls ekki raunin. Undirstaða vísindalegra framfara er elja, þolinmæði og auðvitað samstarf við samtímafólk, og innblástur frá þeim sem ruddu brautina. Uppgötvanir og framfarir ársins 2018 í vísindum eru merkilegur vitnisburður um þá grósku sem einkennir vísindin um þessar mundir á erlendum jafnt sem innlendum vettvangi. En af þessum framförum sprettur engin úr höfði eins manns eða konu, eða úr tóminu sjálfu. Þær eru afrakstur þess berggrunns sem vísindin eru reist á, og þeirra fjölmörgu mistaka, reikningsskekkna og misheppnuðu tilrauna sem fylgja öllu vísindastarfi. Gott dæmi um þetta er átta daga ferðalag Apollo 11 til Tunglsins og heim. Ævintýri sem fagnar hálfrar aldar afmæli í sumar. Aðdragandi þessa stórfenglega augnabliks mannsandans var ekki markaður með risastórum skrefum, heldur mörgum litlum en þó þýðingarmiklum skrefum. Þýðing framfaranna fyrir samfélag mannanna er hins vegar ávallt meira virði en það sem varið var í sjálft átakið. Þar hafði Neil Armstrong sannarlega rétt fyrir sér. Vísindin borga sig alltaf, þó svo að ávinningurinn sé ekki augljós við fyrstu sýn. Af hverju að rifja þetta upp? Viljinn til að framkvæma, betra sig og bæta, og óttinn við að mistakast er mörgum hugleikinn þegar árið er ungt og ný tækifæri virðast opnast. Lexían sem skrykkjótt ferðalag vísindanna í gegnum aldirnar færir okkur er áminning um að vonbrigði og mistök eru eðlilegur — jafnvel nauðsynlegur — þáttur í framförum. Það eina sem þarf til í raun er tilhneiging til framfara; hlutur í kyrrstöðu á það nefnilega til að vera í kyrrstöðu, öfugt á við þann sem knúinn er áfram á nýja braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið gerði helstu framförum og áföngum vísindanna á liðnu ári skil á dögunum. Í þessari upptalningu, sem var langt því frá tæmandi, kennir vitaskuld ýmissa grasa; allt frá fæðingu fyrsta barnsins úr ígræddu legi látinnar konu og tímabærri endurskilgreiningu kílógrammsins, til birtingarmynda loftslagsbreytinga og þess þegar vísindi, hugvit og hugrekki urðu til þess að tólf fótboltastrákum var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands. Okkur er tamt að hugsa um vísindin út frá byltingarkenndum uppgötvunum og sögulegum áföngum. Bæði virðast spretta fram á ólíklegustu tímum, stundum fyrir algjöra tilviljun eða lukkulega hugljómun. Þegar betur er að gáð er það alls ekki raunin. Undirstaða vísindalegra framfara er elja, þolinmæði og auðvitað samstarf við samtímafólk, og innblástur frá þeim sem ruddu brautina. Uppgötvanir og framfarir ársins 2018 í vísindum eru merkilegur vitnisburður um þá grósku sem einkennir vísindin um þessar mundir á erlendum jafnt sem innlendum vettvangi. En af þessum framförum sprettur engin úr höfði eins manns eða konu, eða úr tóminu sjálfu. Þær eru afrakstur þess berggrunns sem vísindin eru reist á, og þeirra fjölmörgu mistaka, reikningsskekkna og misheppnuðu tilrauna sem fylgja öllu vísindastarfi. Gott dæmi um þetta er átta daga ferðalag Apollo 11 til Tunglsins og heim. Ævintýri sem fagnar hálfrar aldar afmæli í sumar. Aðdragandi þessa stórfenglega augnabliks mannsandans var ekki markaður með risastórum skrefum, heldur mörgum litlum en þó þýðingarmiklum skrefum. Þýðing framfaranna fyrir samfélag mannanna er hins vegar ávallt meira virði en það sem varið var í sjálft átakið. Þar hafði Neil Armstrong sannarlega rétt fyrir sér. Vísindin borga sig alltaf, þó svo að ávinningurinn sé ekki augljós við fyrstu sýn. Af hverju að rifja þetta upp? Viljinn til að framkvæma, betra sig og bæta, og óttinn við að mistakast er mörgum hugleikinn þegar árið er ungt og ný tækifæri virðast opnast. Lexían sem skrykkjótt ferðalag vísindanna í gegnum aldirnar færir okkur er áminning um að vonbrigði og mistök eru eðlilegur — jafnvel nauðsynlegur — þáttur í framförum. Það eina sem þarf til í raun er tilhneiging til framfara; hlutur í kyrrstöðu á það nefnilega til að vera í kyrrstöðu, öfugt á við þann sem knúinn er áfram á nýja braut.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar