Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. janúar 2019 12:00 Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00