Að breyta í verki Sandra Hlíf Ocares skrifar 17. janúar 2019 07:00 Árið 2010 var samþykkt breyting á hlutafélagalöggjöfinni sem fól það í sér að hlutafélögum af ákveðinni stærð væri skylt að hafa að minnsta kosti 40% hlutfall hvors kyns í stjórninni. Auðvitað var tilgangur laganna sá að rétta hlut kvenna sem um árabil hafa borið skertan hlut frá borði hvað varðar ábyrgðarstöður, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Um það er ekki deilt, né það að æskilegt sé að leiðrétta þetta sögulega óréttlæti. Hættan við löggjöf af þessu tagi er þó sú að áhrifafólk líti á skilyrði um kynjakvóta sem einhvers konar box til að haka í. Í tilfelli kynjakvóta í stjórnum hefur birtingarmyndin gjarnan orðið sú að leita þarf logandi ljósi að konum til að bjóða sig fram til stjórnarkjörs. Í slíku umhverfi vill bregða við að ávallt sé litið til sömu kvennanna. Þeirra sem eru á réttum aldri, hafa réttu samböndin og réttu „reynsluna“. Gallinn er bara sá að ef einungis er litið til þessara mælikvarða er búin til óyfirstíganleg hindrun gagnvart eðlilegri endurnýjun. Hvernig á annars að öðlast þessa margumtöluðu reynslu þegar tækifærin eru af svo skornum skammti? Nú hafa í mörgum félögum verið settar á laggirnar tilnefningarnefndir sem að einhverju leyti auka þessi tækifæri kvenna til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Tilgangur nefndanna er að auka faglegt mat á hæfni þeirra sem bjóða sig fram til stjórnarsetu sem og að leggja til bestu samsetningu stjórnar út frá fyrir fram skilgreindum mælikvörðum. Þessar nefndir verða vonandi til þess að opna dyr fyrir fleiri aðila að koma að borðinu í stjórnarkjörum. Til þess að slíkar nefndir njóti trúverðugleika og þjóni tilgangi sínum þurfa þær að skila frá sér vinnu sem er raunverulega rökstudd með tilliti til bestu samsetningar stjórnar með hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi. Reynslan mun vonandi sýna okkur að þessar nefndir þjóni raunverulega tilgangi sínum en verði ekki enn eitt boxið til að tikka í. Annað atriði má svo nefna, sem stendur okkur konum nær að leiðrétta, og það er sú staðreynd að við konur mættum vera duglegri við að bjóða fram krafta okkar til stjórnarsetu. Hafa dug og þor til að vera dæmdar af verðleikum okkar og hæfni. Þannig breytum við kerfinu, og þeirri kerfislægu hugsun að þátttaka kvenna í stjórnum sé einfaldlega box til að tikka í. Það er beinlínis nauðsynlegt að samkeppni sé um stjórnarstöður meðal kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sandra Hlíf Ocares Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2010 var samþykkt breyting á hlutafélagalöggjöfinni sem fól það í sér að hlutafélögum af ákveðinni stærð væri skylt að hafa að minnsta kosti 40% hlutfall hvors kyns í stjórninni. Auðvitað var tilgangur laganna sá að rétta hlut kvenna sem um árabil hafa borið skertan hlut frá borði hvað varðar ábyrgðarstöður, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Um það er ekki deilt, né það að æskilegt sé að leiðrétta þetta sögulega óréttlæti. Hættan við löggjöf af þessu tagi er þó sú að áhrifafólk líti á skilyrði um kynjakvóta sem einhvers konar box til að haka í. Í tilfelli kynjakvóta í stjórnum hefur birtingarmyndin gjarnan orðið sú að leita þarf logandi ljósi að konum til að bjóða sig fram til stjórnarkjörs. Í slíku umhverfi vill bregða við að ávallt sé litið til sömu kvennanna. Þeirra sem eru á réttum aldri, hafa réttu samböndin og réttu „reynsluna“. Gallinn er bara sá að ef einungis er litið til þessara mælikvarða er búin til óyfirstíganleg hindrun gagnvart eðlilegri endurnýjun. Hvernig á annars að öðlast þessa margumtöluðu reynslu þegar tækifærin eru af svo skornum skammti? Nú hafa í mörgum félögum verið settar á laggirnar tilnefningarnefndir sem að einhverju leyti auka þessi tækifæri kvenna til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Tilgangur nefndanna er að auka faglegt mat á hæfni þeirra sem bjóða sig fram til stjórnarsetu sem og að leggja til bestu samsetningu stjórnar út frá fyrir fram skilgreindum mælikvörðum. Þessar nefndir verða vonandi til þess að opna dyr fyrir fleiri aðila að koma að borðinu í stjórnarkjörum. Til þess að slíkar nefndir njóti trúverðugleika og þjóni tilgangi sínum þurfa þær að skila frá sér vinnu sem er raunverulega rökstudd með tilliti til bestu samsetningar stjórnar með hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi. Reynslan mun vonandi sýna okkur að þessar nefndir þjóni raunverulega tilgangi sínum en verði ekki enn eitt boxið til að tikka í. Annað atriði má svo nefna, sem stendur okkur konum nær að leiðrétta, og það er sú staðreynd að við konur mættum vera duglegri við að bjóða fram krafta okkar til stjórnarsetu. Hafa dug og þor til að vera dæmdar af verðleikum okkar og hæfni. Þannig breytum við kerfinu, og þeirri kerfislægu hugsun að þátttaka kvenna í stjórnum sé einfaldlega box til að tikka í. Það er beinlínis nauðsynlegt að samkeppni sé um stjórnarstöður meðal kvenna.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun