Færum myrkrið frá morgni til kvölds Pétur Gunnarsson skrifar 15. janúar 2019 11:00 Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. Það jaðrar við ofskynjanir að sjá þau trítla í myrkrinu með töskurnar á bakinu eins og litlir fallhlífarhermenn innan um æðandi stálflykkin, oft við akstursskilyrði sem nálgast blindakstur. Þetta er þeim mun ótrúlegra að við höfum í hendi okkar að breyta þessu með einu pennastriki, án minnstu útgjalda, og gerðum það reyndar allt til ársins 1968 á meðan klukkunni var breytt vor og haust, þar til svokölluðum viðskiptahagsmunum var leyft að lögfesta myrkrið. En þá mætti kannski hafa í huga að árið 1968 – fyrir hálfri öld – var Reykjavík smábær í samanburði við þá borg sem nú flæðir yfir holt og móa. Ennfremur að árið 1968 var einkabíllinn tæplega kominn til sögu, fleytifullir strætisvagnar fluttu borgarbúa á milli staða auk þess sem allt var í göngufjarlægð fyrir þá sem vildu ferðast á hestum postulanna. Þyrfti ekki að taka þessar breytur með í myndina nú þegar við hugleiðum að færa klukkuna aftur til dagskímu að vetrinum? Til grundvallar liggja skýrslur unnar af vísindafólki sem talar einum rómi um mikilvægi þess að taka mið af hnattstöðu landsins. Líkt og menn gerðu reyndar í þúsund ár á meðan hér bjó landbúnaðarþjóð. Dagurinn byrjaði þegar dagaði, svo einfalt var það. Eða með orðum Jónasar frá Hrafnagili: „En nærri fóru menn um það af vana, hvenær fara skyldi á fætur. Réð jafnan birta á morgnana á vetrum?…“ (Íslenskir þjóðhættir, bls. 1) Um það þurfti hvorki skýrslur né rökræður í þingnefndum, allt og sumt var að líta út um gluggann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. Það jaðrar við ofskynjanir að sjá þau trítla í myrkrinu með töskurnar á bakinu eins og litlir fallhlífarhermenn innan um æðandi stálflykkin, oft við akstursskilyrði sem nálgast blindakstur. Þetta er þeim mun ótrúlegra að við höfum í hendi okkar að breyta þessu með einu pennastriki, án minnstu útgjalda, og gerðum það reyndar allt til ársins 1968 á meðan klukkunni var breytt vor og haust, þar til svokölluðum viðskiptahagsmunum var leyft að lögfesta myrkrið. En þá mætti kannski hafa í huga að árið 1968 – fyrir hálfri öld – var Reykjavík smábær í samanburði við þá borg sem nú flæðir yfir holt og móa. Ennfremur að árið 1968 var einkabíllinn tæplega kominn til sögu, fleytifullir strætisvagnar fluttu borgarbúa á milli staða auk þess sem allt var í göngufjarlægð fyrir þá sem vildu ferðast á hestum postulanna. Þyrfti ekki að taka þessar breytur með í myndina nú þegar við hugleiðum að færa klukkuna aftur til dagskímu að vetrinum? Til grundvallar liggja skýrslur unnar af vísindafólki sem talar einum rómi um mikilvægi þess að taka mið af hnattstöðu landsins. Líkt og menn gerðu reyndar í þúsund ár á meðan hér bjó landbúnaðarþjóð. Dagurinn byrjaði þegar dagaði, svo einfalt var það. Eða með orðum Jónasar frá Hrafnagili: „En nærri fóru menn um það af vana, hvenær fara skyldi á fætur. Réð jafnan birta á morgnana á vetrum?…“ (Íslenskir þjóðhættir, bls. 1) Um það þurfti hvorki skýrslur né rökræður í þingnefndum, allt og sumt var að líta út um gluggann.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar