Að taka afstöðu með náttúrunni Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 15. janúar 2019 07:00 Í grein í Fréttablaðinu sem birtist þann 9. janúar eftir Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfismálaráðherra fer hann yfir þau málefni sem að hans mati eru efst á baugi á nýju ári. Nefnir hann þar sérstaklega friðlýsingar, stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og gegn plastmengun. Þetta eru þörf og góð mál og almenn sátt er um þau, þó mörgum þyki meira sagt en gert. Það sem vekur athygli er að umhverfismálaráðherra sér ekki ástæðu til þess að nefna stærstu ógnina sem nú steðjar að íslenskri náttúru og lífríki hennar: stóriðjulaxeldi í opnum sjókvíum með frjóan norskan lax. Þögn og afstöðuleysi ráðherrans til sjókvíaeldis er hrópandi, líkist afneitun eða flótta. Sjókvíaeldið hefur stóraukist á undanförnum árum og áætlanir um risaaukningu í undirbúningi. Erfðanefnd landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa. Þrátt fyrir fögur fyrirheit, þá verða mannleg mistök og sjókvíarnar þola illa íslenskar aðstæður, eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiár nær og fjær frá kvíunum og veldur erfðablöndun við íslenskan villtan lax. Þá hefur eiturefnum verið sleppt í kvíarnar til að drepa lúsina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðkvæmt lífríki fjarðanna. Svar sjókvíaeldisins er að horfast ekki í augu við þau umhverfisvandamál sem eldinu fylgja heldur halda blákalt fram að eldið sé umhverfisvænt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi og nær allar breytingarnar miða að því að auðvelda starfsemi og vöxt laxeldis í opnum sjókvíum. Í lögunum er dregið úr bæði kröfum til eldisins og vægi vísindalegrar ráðgjafar og áhættumats Hafrannsóknastofnunar. Laxeldi í opnum sjókvíum er gömul og úrelt aðferð og hefur valdið miklum skaða á skömmum tíma eins og reynslan staðfestir alls staðar þar sem það er stundað. Erlendis hafa þegar verið þróaðar nýjar og umhverfisvænni aðferðir, en á sama tíma erum við á Íslandi að festa úreltar aðferðir í sessi og draga úr nauðsynlegu aðhaldi. Lög um fiskeldi þarf að endurskoða frá grunni og marka þá stefnu að hérlendis verði umhverfisvænt landeldi eða eldi í lokuðum kvíum með geldan lax. Miklar vonir voru bundnar við nýjan umhverfisráðherra sem kallaður var til þjónustu í ríkisstjórn úr samtökum náttúruverndar, þar sem hann hafði orð á sér fyrir málafylgju í þágu umhverfis og náttúruverndar. Afstaða og framganga Guðmundar Inga umhverfisráðherra varðandi opna sjókvíaeldið er því prófsteinn á trúverðugleika hans eða hvort pólitísku eftirmælin verði að á hans vakt hafi villta laxastofninum verið fórnað fyrir norskt fiskeldi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu sem birtist þann 9. janúar eftir Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfismálaráðherra fer hann yfir þau málefni sem að hans mati eru efst á baugi á nýju ári. Nefnir hann þar sérstaklega friðlýsingar, stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og gegn plastmengun. Þetta eru þörf og góð mál og almenn sátt er um þau, þó mörgum þyki meira sagt en gert. Það sem vekur athygli er að umhverfismálaráðherra sér ekki ástæðu til þess að nefna stærstu ógnina sem nú steðjar að íslenskri náttúru og lífríki hennar: stóriðjulaxeldi í opnum sjókvíum með frjóan norskan lax. Þögn og afstöðuleysi ráðherrans til sjókvíaeldis er hrópandi, líkist afneitun eða flótta. Sjókvíaeldið hefur stóraukist á undanförnum árum og áætlanir um risaaukningu í undirbúningi. Erfðanefnd landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa. Þrátt fyrir fögur fyrirheit, þá verða mannleg mistök og sjókvíarnar þola illa íslenskar aðstæður, eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiár nær og fjær frá kvíunum og veldur erfðablöndun við íslenskan villtan lax. Þá hefur eiturefnum verið sleppt í kvíarnar til að drepa lúsina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðkvæmt lífríki fjarðanna. Svar sjókvíaeldisins er að horfast ekki í augu við þau umhverfisvandamál sem eldinu fylgja heldur halda blákalt fram að eldið sé umhverfisvænt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi og nær allar breytingarnar miða að því að auðvelda starfsemi og vöxt laxeldis í opnum sjókvíum. Í lögunum er dregið úr bæði kröfum til eldisins og vægi vísindalegrar ráðgjafar og áhættumats Hafrannsóknastofnunar. Laxeldi í opnum sjókvíum er gömul og úrelt aðferð og hefur valdið miklum skaða á skömmum tíma eins og reynslan staðfestir alls staðar þar sem það er stundað. Erlendis hafa þegar verið þróaðar nýjar og umhverfisvænni aðferðir, en á sama tíma erum við á Íslandi að festa úreltar aðferðir í sessi og draga úr nauðsynlegu aðhaldi. Lög um fiskeldi þarf að endurskoða frá grunni og marka þá stefnu að hérlendis verði umhverfisvænt landeldi eða eldi í lokuðum kvíum með geldan lax. Miklar vonir voru bundnar við nýjan umhverfisráðherra sem kallaður var til þjónustu í ríkisstjórn úr samtökum náttúruverndar, þar sem hann hafði orð á sér fyrir málafylgju í þágu umhverfis og náttúruverndar. Afstaða og framganga Guðmundar Inga umhverfisráðherra varðandi opna sjókvíaeldið er því prófsteinn á trúverðugleika hans eða hvort pólitísku eftirmælin verði að á hans vakt hafi villta laxastofninum verið fórnað fyrir norskt fiskeldi á Íslandi.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar