Er Dagur eins og ráðuneytisstjóri? 12. janúar 2019 10:30 Braggamálið snýst um eina spurningu: Er einhver sem ber pólitíska ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar? Allir þekkja afstöðu Dags og Samfylkingarinnar – Dagur ber ábyrgð á vinsælum málum, embættismenn bera ábyrgð á því sem aflaga fer. Árum saman gekk þetta, alveg þangað til ruglið í rekstri borgarinnar var orðið svo mikið að ekki var hægt að horfa fram hjá því. En afstöðu Pírata og Viðreisnar var beðið með eftirvæntingu. Miðað við hvernig flokkarnir höfðu talað um erindi sitt í stjórnmálum mátti vænta skýrrar afstöðu, stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér bak við embættismenn, þeir bera ábyrgðina. En fulltrúi Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt, réttlætti setu Dags í vinnuhópi um viðbrögð við Braggahneykslinu svona: „Mér finnst akkúrat að hann (Dagur) eigi að sitja. Mér finnst það eins og að víkja ráðuneytisstjóra úr vinnu sem tekur á sínu eigin ráðuneyti. Niðurstaðan er ekki sú að Dagur beri ábyrgð á þessu.“ Þetta hlýtur að vera Norðurlandamet í pólitískum loftfimleikum. Til þess að forða borgarstjóranum undan pólitískri ábyrgð, þá er hann endurskilgreindur sem ráðuneytisstjóri, en eins og kunnugt er þá bera ráðherrar pólitíska ábyrgð á ráðuneytisstjórum og ráðuneytum sínum. En hver er afstaða Viðreisnar? Eru borgarfulltrúar þeirra sammála því að borgarstjórinn hafi sambærilega stöðu og ráðuneytisstjórar og beri því ekki pólitíska ábyrgð? Spurningarnar sem Píratar og Viðreisn verða að svara eru því þessar: Þegar lög og reglur eru brotnar og þegar fjármunum borgarbúa er sóað, ber þá einhver pólitíska ábyrgð? Og úr því að borgarstjóri ber ekki ábyrgðina, hver þá? Ber kannski enginn pólitíska ábyrgð í Reykjavíkurborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Braggamálið snýst um eina spurningu: Er einhver sem ber pólitíska ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar? Allir þekkja afstöðu Dags og Samfylkingarinnar – Dagur ber ábyrgð á vinsælum málum, embættismenn bera ábyrgð á því sem aflaga fer. Árum saman gekk þetta, alveg þangað til ruglið í rekstri borgarinnar var orðið svo mikið að ekki var hægt að horfa fram hjá því. En afstöðu Pírata og Viðreisnar var beðið með eftirvæntingu. Miðað við hvernig flokkarnir höfðu talað um erindi sitt í stjórnmálum mátti vænta skýrrar afstöðu, stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér bak við embættismenn, þeir bera ábyrgðina. En fulltrúi Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt, réttlætti setu Dags í vinnuhópi um viðbrögð við Braggahneykslinu svona: „Mér finnst akkúrat að hann (Dagur) eigi að sitja. Mér finnst það eins og að víkja ráðuneytisstjóra úr vinnu sem tekur á sínu eigin ráðuneyti. Niðurstaðan er ekki sú að Dagur beri ábyrgð á þessu.“ Þetta hlýtur að vera Norðurlandamet í pólitískum loftfimleikum. Til þess að forða borgarstjóranum undan pólitískri ábyrgð, þá er hann endurskilgreindur sem ráðuneytisstjóri, en eins og kunnugt er þá bera ráðherrar pólitíska ábyrgð á ráðuneytisstjórum og ráðuneytum sínum. En hver er afstaða Viðreisnar? Eru borgarfulltrúar þeirra sammála því að borgarstjórinn hafi sambærilega stöðu og ráðuneytisstjórar og beri því ekki pólitíska ábyrgð? Spurningarnar sem Píratar og Viðreisn verða að svara eru því þessar: Þegar lög og reglur eru brotnar og þegar fjármunum borgarbúa er sóað, ber þá einhver pólitíska ábyrgð? Og úr því að borgarstjóri ber ekki ábyrgðina, hver þá? Ber kannski enginn pólitíska ábyrgð í Reykjavíkurborg?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar