Trump er víða Hörður Ægisson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fjármálamarkaðir hafa ekki farið varhluta af yfirstandandi kjaraviðræðum. Fjárfestar eru búnir að verðleggja flesta eignaflokka á markaði í samræmi við svartsýnustu spár. Það kemur ekki til að ástæðulausu. Kröfur stærstu verkalýðsfélaganna, ásamt sífellt herskárri yfirlýsingum, gefa ekki tilefni til bjartsýni um að sátt náist á vinnumarkaði. Íslensk heimili bera kostnaðinn af þessu óvissuástandi sem hefur átt stóran þátt í veikingu krónunnar. Verðbólguvæntingar hafa verið á uppleið og vextir innlánsstofnana því hækkað skarpt á skömmum tíma. Heimilin óttast, eðlilega, að tímabil verðstöðugleika sé nú á enda og hafa í stórum stíl brugðist við með því að skuldbreyta verðtryggðum lánum sínum yfir í óverðtryggð. Þjóðarbúið í heild stendur á sterkum grunni en staðan í hagkerfinu er samt brothætt. Þetta birtist hvað skýrast í væntingum stjórnenda sem hafa þróast hratt til hins verra á fáum mánuðum og hafa nú sjaldan mælst lægri. Fréttir af gjaldþrotum rótgróinna fyrirtækja og miklar fjöldauppsagnir á nýliðnu ári, þær flestu frá 2009, eru vísbending um það sem koma skal. Launakostnaður fyrirtækja, mældur í evrum, hefur aukist um tugi prósenta frá 2015 á meðan hækkunin í okkar helstu samkeppnisríkjum nemur örfáum prósentum. Þetta er ekki sjálfbær staða og eitthvað hlýtur að gefa eftir. Staðreyndin er sú, ólíkt þeim blekkingum sem er haldið á lofti af þeim sem vilja rugla umræðuna, að verðmætaaukning undanfarinna ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins er enda hvergi hærra en á Íslandi á meðal OECD-ríkjanna. Ef íslenska samningslíkanið væri í líkingu við hið norræna þá myndu kjaraviðræður taka mið af þessum efnahagslega veruleika. Áhersla yrði lögð á að verja þann mikla árangur sem áunnist hefur, með áherslu á stöðugleika og þannig skapa forsendur fyrir lægri vöxtum, og að semja um hóflegar launahækkanir. Svo er hins vegar ekki. Kröfugerð verkalýðsfélaganna – sem felur í sér, svo fátt eitt sé nefnt, tugprósenta launahækkanir, styttri vinnuviku án launaskerðingar, afnám verðtryggingar og breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans – er með þeim hætti að ómögulegt er að sjá hvernig hún getur verið grundvöllur að viðræðum um raunhæfa kjarasamninga. Við aðrar aðstæður, þar sem í forystu stéttarfélaganna væri fólk með skynbragð á samningatækni og samhengi hlutanna, væri við því að búast að báðir aðilar við samningaborðið myndu gefa eftir af kröfum sínum. Raunveruleikinn er annar. Ekki er hægt að skilja yfirlýsingar VR og Eflingar öðruvísi en að flestar kröfur þeirra séu ófrávíkjanlegar. Það er aðeins tímaspursmál hvenær stéttarfélögin slíta þeim viðræðum sem nú eru á borði sáttasemjara og fara fram á verkfallsheimild. Sú niðurstaða hefur legið lengi fyrir. Formenn félaganna skeyta ekkert um efnahagslegar staðreyndir heldur spila á tilfinningar fólks. Trump er nefnilega víða. Leiðarljósið er ekki endilega að ná samningum heldur er markmiðið sem slíkt stéttastríð. Þá koma digrir sjóðir Eflingar og VR – samtals um 24 milljarðar – að góðum notum til að standa undir verkföllum og átökum í pólitískum tilgangi. Eru félagsmenn VR, sem telja um 30 þúsund og eru að meðaltali með um 700 þúsund í heildarlaun, reiðubúnir að fylgja formanni sínum í fráleitar verkfallsaðgerðir? Um það má vonandi efast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálamarkaðir hafa ekki farið varhluta af yfirstandandi kjaraviðræðum. Fjárfestar eru búnir að verðleggja flesta eignaflokka á markaði í samræmi við svartsýnustu spár. Það kemur ekki til að ástæðulausu. Kröfur stærstu verkalýðsfélaganna, ásamt sífellt herskárri yfirlýsingum, gefa ekki tilefni til bjartsýni um að sátt náist á vinnumarkaði. Íslensk heimili bera kostnaðinn af þessu óvissuástandi sem hefur átt stóran þátt í veikingu krónunnar. Verðbólguvæntingar hafa verið á uppleið og vextir innlánsstofnana því hækkað skarpt á skömmum tíma. Heimilin óttast, eðlilega, að tímabil verðstöðugleika sé nú á enda og hafa í stórum stíl brugðist við með því að skuldbreyta verðtryggðum lánum sínum yfir í óverðtryggð. Þjóðarbúið í heild stendur á sterkum grunni en staðan í hagkerfinu er samt brothætt. Þetta birtist hvað skýrast í væntingum stjórnenda sem hafa þróast hratt til hins verra á fáum mánuðum og hafa nú sjaldan mælst lægri. Fréttir af gjaldþrotum rótgróinna fyrirtækja og miklar fjöldauppsagnir á nýliðnu ári, þær flestu frá 2009, eru vísbending um það sem koma skal. Launakostnaður fyrirtækja, mældur í evrum, hefur aukist um tugi prósenta frá 2015 á meðan hækkunin í okkar helstu samkeppnisríkjum nemur örfáum prósentum. Þetta er ekki sjálfbær staða og eitthvað hlýtur að gefa eftir. Staðreyndin er sú, ólíkt þeim blekkingum sem er haldið á lofti af þeim sem vilja rugla umræðuna, að verðmætaaukning undanfarinna ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins er enda hvergi hærra en á Íslandi á meðal OECD-ríkjanna. Ef íslenska samningslíkanið væri í líkingu við hið norræna þá myndu kjaraviðræður taka mið af þessum efnahagslega veruleika. Áhersla yrði lögð á að verja þann mikla árangur sem áunnist hefur, með áherslu á stöðugleika og þannig skapa forsendur fyrir lægri vöxtum, og að semja um hóflegar launahækkanir. Svo er hins vegar ekki. Kröfugerð verkalýðsfélaganna – sem felur í sér, svo fátt eitt sé nefnt, tugprósenta launahækkanir, styttri vinnuviku án launaskerðingar, afnám verðtryggingar og breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans – er með þeim hætti að ómögulegt er að sjá hvernig hún getur verið grundvöllur að viðræðum um raunhæfa kjarasamninga. Við aðrar aðstæður, þar sem í forystu stéttarfélaganna væri fólk með skynbragð á samningatækni og samhengi hlutanna, væri við því að búast að báðir aðilar við samningaborðið myndu gefa eftir af kröfum sínum. Raunveruleikinn er annar. Ekki er hægt að skilja yfirlýsingar VR og Eflingar öðruvísi en að flestar kröfur þeirra séu ófrávíkjanlegar. Það er aðeins tímaspursmál hvenær stéttarfélögin slíta þeim viðræðum sem nú eru á borði sáttasemjara og fara fram á verkfallsheimild. Sú niðurstaða hefur legið lengi fyrir. Formenn félaganna skeyta ekkert um efnahagslegar staðreyndir heldur spila á tilfinningar fólks. Trump er nefnilega víða. Leiðarljósið er ekki endilega að ná samningum heldur er markmiðið sem slíkt stéttastríð. Þá koma digrir sjóðir Eflingar og VR – samtals um 24 milljarðar – að góðum notum til að standa undir verkföllum og átökum í pólitískum tilgangi. Eru félagsmenn VR, sem telja um 30 þúsund og eru að meðaltali með um 700 þúsund í heildarlaun, reiðubúnir að fylgja formanni sínum í fráleitar verkfallsaðgerðir? Um það má vonandi efast.
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun