Eftirsóttasta sveitarfélagið? Kjartan Már Kjartansson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar